Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Frá­­sagnir af dauða gras­rótarinnar stór­­lega ýktar

Þing­flokks­for­maður Pírata segir fregnir af dauða gras­rótar flokksins stór­lega ýktar. Lítil sem engin virkni hefur verið á um­ræðu- og kosninga­vef flokksins undan­farin tvö ár. Þing­flokks­for­maðurinn segir að erfiðara hafi verið að fá fólk til að mæta á fundi eftir heims­far­aldur. Flokkurinn er sem stendur hús­næðis­laus.

Innlent
Fréttamynd

Hver bendir á annan á þingi

Ég er oft spurður hvernig það sé að vera á þingi og það getur verið erfitt að svara því í stuttu máli, því það er margt gott sem ég hef upplifað á þessum tíma sem ég hef setið á þingi, en líka margt sem betur mætti fara.

Skoðun
Fréttamynd

Fjár­mála­ráð­herra ber fulla á­byrgð

Alþingi veitti fjár­málaráðherra heim­ild til að selja eign­ar­hlut rík­is­ins í Íslands­banka með lög­um um sölumeðferð eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um frá 2012 og sér­stakri heim­ild í fjár­lög­um fyr­ir árið 2022.

Skoðun
Fréttamynd

Langþráðir samningar fyrir fólkið í landinu

Í vikunni bárust þau gleðilegu tíðindi að Sjúkratryggingar Íslands og Læknafélag Reykjavíkur hafi náð samkomulagi um þjónustu sérgreinalækna. Hér er um að ræða langtímasamning til 5 ára og mun hann taka að fullu gildi þann 1. september næstkomandi.

Skoðun
Fréttamynd

Ís­lands­banka­salan eitt far­sælasta út­boðið í Evrópu

Stjórnar­menn Banka­sýslu ríkisins segja það hafa verið mikil von­brigði að ekki hafi verið farið að lögum við sölu á hlut ríkisins í Ís­lands­banka. Þeir standa við orð sín um að hluta­fjár­út­boðið hafi verið það far­sælasta í Ís­lands­sögunni og segja það eitt af far­sælli út­boðum Evrópu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ekki hægt að gera starfs­­menn per­­sónu­­lega á­byrga fyrir sektar­greiðslum

Hægt er að hafa fullt traust á ís­lensku fjár­mála­kerfi þrátt fyrir þá at­vika­lýsingu sem lesa má um í sátt Fjár­mála­eftir­litsins við Ís­lands­banka vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum. Betra væri að ræða um játningu en sátt. Þetta er meðal þess sem fram kom á opnum fundi í efna­hags-og við­skipta­nefnd fyrir skemmstu. Full­trúar frá Seðla­bankanum voru gestir á fyrri hluta fundarins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Menn geta ekki lagt á flótta þegar þeir þurfa að svara“

Formaður stjórnskipunar og eftirlitsnefndar segir svör bankastjóra Íslandsbanka varðandi sáttagreiðslu bankans við fjármálaeftirlitið í meira lagi loðin. Hún kallar eftir útskýringum fjármálaráðherra sem beri ábyrgð á málinu og segir ekki eðlilegt að menn leggi á flótta þegar svara er krafist. Bjarni Benediktsson hyggst ekki tjá sig um málið að svo stöddu. 

Innlent
Fréttamynd

„Hvalir fylla enga sali“

„Hvalir fylla enga sali og það er enginn sem púar eða klappar í hópi langreyða en þingið hefur falið mér að lögum, að gæta að þessum hagsmunum, og það er það sem ég er að gera.“

Innlent
Fréttamynd

Svandís sat fyrir svörum á nefndarfundi

Atvinnuveganefnd Alþingis kemur saman á fundi klukkan ellefu í dag þar sem fjallað verður um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um tímabundna stöðvun á veiðum langreyða.

Innlent
Fréttamynd

Stór­felld upp­bygging hag­kvæmra í­búða

Miklar áskoranir hafa verið á húsnæðismarkaði síðustu misseri meðal annars vegna mikillar fólksfjölgunar og nú síðast vegna samdráttar á markaði vegna verðbólgu. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, kynnti fyrr í vikunni áætlun um stórfellda uppbyggingu hagkvæmra íbúða fyrir tekju- og eignaminni. Um er að ræða aðgerðir sem hafa það að markmiði að bregðast við krefjandi stöðu sem skapast hafa vegna verðbólgu. 

Skoðun
Fréttamynd

Ó­bæri­legur létt­leiki stjórnar­sam­starfsins í upp­námi

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, dómsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, telur einsýnt að Bjarni Benediktsson núverandi formaður flokksins hljóti að horfa í eigin barm þegar hann segir Íslendinga algjörlega hafa misst tökin á innflytjendamálum.

Innlent
Fréttamynd

Svan­dís situr fyrir svörum á morgun

Svan­dís Svavars­dóttir, mat­væla­ráð­herra, mun sitja fyrir svörum at­vinnu­vega­nefndar Al­þingis á morgun á opnum fundi vegna á­kvörðunar hennar um tíma­bundna stöðvun á veiðum lang­reyða.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherrar til bjargar Reykvíkingum?

Á síðustu dögum þingsins samþykkti Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins um breytingu á lögum um útlendinga. Breytingin sneri m.a. að rýmkuðum reglum um dvalarleyfi á grundvelli samnings um vistráðningu (au pair). Nú verður því heimilt að endurnýja leyfin í eitt ár, að hámarki í tvö ár, en áður var ekki heimilt að endurnýja slík dvalarleyfi.

Skoðun
Fréttamynd

„Nú er ég bara dottinn í það“

„Ég er nú bara dottinn í það hérna í Borgarnesi, þó ekki á rafskútu,“ segir Brynjar Níelsson léttur í bragði þegar blaðamaður sló á þráðinn til að leita viðbragða við vendingum í ráðherraliði Sjálfstæðisflokks. Lyklaskipti verða í dómsmálaráðuneyti á morgun þegar Guðrún Hafsteinsdóttir tekur við sem dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni, sem valdi sér Brynjar sem aðstoðarmann fyrir um átján mánuðum síðan. 

Innlent
Fréttamynd

Guðrún inn sem ráðherra, Jón út

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti að Guðrún Hafsteinsdóttir tæki við af Jóni Gunnarssyni sem dómsmálaráðherra á fundi sem fór fram í hádeginu. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, segist ekki óttast sundrung vegna ákvörðunarinnar.

Innlent