Þurfi ekki skarpskyggni til að sjá krísuástandið Jón Þór Stefánsson skrifar 11. október 2024 16:41 Að mati Eiríks eru margar mögulegar ástæður fyrir fundi þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Arnar „Það er krísuástand á stjórnarheimilinu. Það blasir við okkur. Það þarf ekki mikla skarpskyggni til að sjá það,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, í samtali við fréttastofu. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var boðaður á fund í Valhöll með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Að sögn Eiríks liggur ekki fyrir hvað verður eða hver ætlunin með fundinum sé. „Það liggur ekki ljóst fyrir enn þá. En það eru auðvitað nokkrir möguleikar. Það gæti verið að flokkurinn treysti sér ekki lengur til að vera í þessu stjórnarsamstarfi. Formaðurinn gæti hugað að brotthvarfi. Eða þá að það sé einfaldlega verið að lægja öldurnar með þá fyrirætlun að halda þessu gangandi.“ Í dag sagði formaður Vinstri grænna að ríkisstjórnin væri í vanda stödd og formaður Framsóknarflokksins sagði samskipti milli stjórnarflokkanna vera orðin stirð. Eiríkur man ekki til þess að höfuð flokkanna hafi talað með þessum hætti í þessu samstarfi. „Frá og með landsfundi Vinstri grænna, og jafnvel fyrr, er stjórnarsamstarfinu efnislega lokið í þeirri merkingu að ríkisstjórnin reyni að ná saman um stór mál og sameinist um að koma þeim í gegnum Alþingi. Það er hlutverk ríkisstjórna og því er lokið í þessari ríkisstjórnar.“ Hann segir að „de facto“ sé eiginleg starfsstjórn tekin við taumunum. Það þurfi í sjálfu sér ekki að skapa neitt neyðarástand þar sem hver flokkur stjórni sínum málaflokkum fram að kosningum. Slík staða hafi komið fram áður og jafnvel töluvert áður en þing er rofið. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var boðaður á fund í Valhöll með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Að sögn Eiríks liggur ekki fyrir hvað verður eða hver ætlunin með fundinum sé. „Það liggur ekki ljóst fyrir enn þá. En það eru auðvitað nokkrir möguleikar. Það gæti verið að flokkurinn treysti sér ekki lengur til að vera í þessu stjórnarsamstarfi. Formaðurinn gæti hugað að brotthvarfi. Eða þá að það sé einfaldlega verið að lægja öldurnar með þá fyrirætlun að halda þessu gangandi.“ Í dag sagði formaður Vinstri grænna að ríkisstjórnin væri í vanda stödd og formaður Framsóknarflokksins sagði samskipti milli stjórnarflokkanna vera orðin stirð. Eiríkur man ekki til þess að höfuð flokkanna hafi talað með þessum hætti í þessu samstarfi. „Frá og með landsfundi Vinstri grænna, og jafnvel fyrr, er stjórnarsamstarfinu efnislega lokið í þeirri merkingu að ríkisstjórnin reyni að ná saman um stór mál og sameinist um að koma þeim í gegnum Alþingi. Það er hlutverk ríkisstjórna og því er lokið í þessari ríkisstjórnar.“ Hann segir að „de facto“ sé eiginleg starfsstjórn tekin við taumunum. Það þurfi í sjálfu sér ekki að skapa neitt neyðarástand þar sem hver flokkur stjórni sínum málaflokkum fram að kosningum. Slík staða hafi komið fram áður og jafnvel töluvert áður en þing er rofið.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira