Sjálfstæðisflokkurinn tilbúinn í kosningar Bjarki Sigurðsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 11. október 2024 16:37 Bryndís Haraldsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Ívar Fannar Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir alla stjórnmálamenn og -flokka ávallt eiga að vera tilbúna í kosningar. Hún vill meina að Sjálfstæðisflokkurinn sé tilbúinn í kosningar. „Það eru erfiðir tímar í ríkisstjórninni, ég held það sé hægt að segja það. Þetta er nú ríkisstjórn sem er búin að ganga í gegnum ýmislegt. En enn erum við hér með ofboðslega mikinn árangur,“ segir Bryndís. Hún ræddi við fréttastofu fyrr í dag, áður en óvænt var boðað til þingflokksfundar hjá flokknum. Hún segir ágreiningasteina hafa verið í vegi ríkisstjórnarinnar síðustu ár. Nú séu þeir nokkrir og annað hvort komist flokkarnir yfir þá eða ekki. Þrjú mál, efnahagsmálin, orkumálin og útlendingamálin, sé brýnt að klára. „En ef að við getum það ekki, þá er allt eins gott að fara að boða til kosninga,“ segir Bryndís. „Mér finnst að stjórnmálamenn og flokkar eigi alltaf að vera til í kosningar og ég vil meina að við í Sjálfstæðisflokknum séum það.“ Samstarfsflokkarnir hafi oft verið í brekku og nú séu þeir svo sannarlega þar. En á meðan sofi hún róleg, andi inn og út og leyfir oddvitum flokkanna að finna út úr því hvað best sé að gera. „Það er hluti af lýðræðislegu samfélagi að það séu skiptar skoðanir á hlutunum. Það er mjög gott, við skulum átta okkur á því að það er ekki lýðræði alls staðar í heiminum og það er virt hér á Íslandi. Þrátt fyrir að það hafa komið mál þar sem ríkisstjórnarflokkarnir eru ekki sammála, þá höfum við náð alveg ofboðslega miklum árangri. Hér er hagvöxtur með því mesta sem þekkist og hér er íslenskt samfélag á toppinum samanborið við öll önnur samfélög, hvort sem það er í kringum okkur eða heiminum öllum. Þannig að þrátt fyrir það að við séum ekki alltaf sammála um hlutina hefur okkur tekist að leysa úr þessum málum, þjóðinni allri til heilla,“ segir Bryndís. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það blasa við að kosningar muni fara fram fyrr en í vor. Brynjar telur samskipti innan ríkisstjórnarinnar og við ríkislögreglustjóra í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar óeðlilega. 11. október 2024 08:59 Óeðlilegt að Guðmundur Ingi hafi hringt í ríkislögreglustjóra Forsætisráðherra segir mjög óeðlilegt að ráðherra hringi beint í undirmann annars ráðherra líkt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði til þess að fresta mætti brottvísun Yasans Tamini. 10. október 2024 12:07 Vísa á bug kenningu um að stjórnarsamstarfið tóri á styrkveitingum Þingflokksformenn VG og Sjálfstæðisflokks þverneita að fjárstyrkir til stjórnmálaflokkanna séu ástæða þess að ríkisstjórnin ætli að þrauka út kjörtímabilið. Flokkarnir eiga von á tugum, og jafnvel hundruð, milljóna styrkveitingu í lok janúar. 9. október 2024 21:03 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira
„Það eru erfiðir tímar í ríkisstjórninni, ég held það sé hægt að segja það. Þetta er nú ríkisstjórn sem er búin að ganga í gegnum ýmislegt. En enn erum við hér með ofboðslega mikinn árangur,“ segir Bryndís. Hún ræddi við fréttastofu fyrr í dag, áður en óvænt var boðað til þingflokksfundar hjá flokknum. Hún segir ágreiningasteina hafa verið í vegi ríkisstjórnarinnar síðustu ár. Nú séu þeir nokkrir og annað hvort komist flokkarnir yfir þá eða ekki. Þrjú mál, efnahagsmálin, orkumálin og útlendingamálin, sé brýnt að klára. „En ef að við getum það ekki, þá er allt eins gott að fara að boða til kosninga,“ segir Bryndís. „Mér finnst að stjórnmálamenn og flokkar eigi alltaf að vera til í kosningar og ég vil meina að við í Sjálfstæðisflokknum séum það.“ Samstarfsflokkarnir hafi oft verið í brekku og nú séu þeir svo sannarlega þar. En á meðan sofi hún róleg, andi inn og út og leyfir oddvitum flokkanna að finna út úr því hvað best sé að gera. „Það er hluti af lýðræðislegu samfélagi að það séu skiptar skoðanir á hlutunum. Það er mjög gott, við skulum átta okkur á því að það er ekki lýðræði alls staðar í heiminum og það er virt hér á Íslandi. Þrátt fyrir að það hafa komið mál þar sem ríkisstjórnarflokkarnir eru ekki sammála, þá höfum við náð alveg ofboðslega miklum árangri. Hér er hagvöxtur með því mesta sem þekkist og hér er íslenskt samfélag á toppinum samanborið við öll önnur samfélög, hvort sem það er í kringum okkur eða heiminum öllum. Þannig að þrátt fyrir það að við séum ekki alltaf sammála um hlutina hefur okkur tekist að leysa úr þessum málum, þjóðinni allri til heilla,“ segir Bryndís.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það blasa við að kosningar muni fara fram fyrr en í vor. Brynjar telur samskipti innan ríkisstjórnarinnar og við ríkislögreglustjóra í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar óeðlilega. 11. október 2024 08:59 Óeðlilegt að Guðmundur Ingi hafi hringt í ríkislögreglustjóra Forsætisráðherra segir mjög óeðlilegt að ráðherra hringi beint í undirmann annars ráðherra líkt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði til þess að fresta mætti brottvísun Yasans Tamini. 10. október 2024 12:07 Vísa á bug kenningu um að stjórnarsamstarfið tóri á styrkveitingum Þingflokksformenn VG og Sjálfstæðisflokks þverneita að fjárstyrkir til stjórnmálaflokkanna séu ástæða þess að ríkisstjórnin ætli að þrauka út kjörtímabilið. Flokkarnir eiga von á tugum, og jafnvel hundruð, milljóna styrkveitingu í lok janúar. 9. október 2024 21:03 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Sjá meira
„Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það blasa við að kosningar muni fara fram fyrr en í vor. Brynjar telur samskipti innan ríkisstjórnarinnar og við ríkislögreglustjóra í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar óeðlilega. 11. október 2024 08:59
Óeðlilegt að Guðmundur Ingi hafi hringt í ríkislögreglustjóra Forsætisráðherra segir mjög óeðlilegt að ráðherra hringi beint í undirmann annars ráðherra líkt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði til þess að fresta mætti brottvísun Yasans Tamini. 10. október 2024 12:07
Vísa á bug kenningu um að stjórnarsamstarfið tóri á styrkveitingum Þingflokksformenn VG og Sjálfstæðisflokks þverneita að fjárstyrkir til stjórnmálaflokkanna séu ástæða þess að ríkisstjórnin ætli að þrauka út kjörtímabilið. Flokkarnir eiga von á tugum, og jafnvel hundruð, milljóna styrkveitingu í lok janúar. 9. október 2024 21:03