Innlent

Má gera ráð fyrir að Halla ræði við for­menn allra flokka

Tómas Arnar Þorláksson skrifar
Halla Tómasdóttir Forseti Íslands.
Halla Tómasdóttir Forseti Íslands. Vísir/Vilhelm

Það má gera ráð fyrir því að Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, muni funda með formönnum allra flokka Alþingis og Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis, á morgun í kjölfar þess að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti í dag að stjórnarsamstarfinu væri slitið og að boðað yrði til kosninga í nóvember.

Þetta staðfestir Una Sighvatsdóttir, sérfræðingur embættis forseta Íslands, í samtali við Vísi. Bjarni fundar með Höllu Tómasdóttur forseta klukkan níu í fyrramálið og mun leggja fyrir hana tillögu um þingrof.

Ekki er búið að ákveða tímasetningar fyrir aðra fundi Höllu á morgun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×