Ríkisstjórnin á hengiflugi Heimir Már Pétursson skrifar 12. október 2024 11:10 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjáfstæðisflokksins, að loknum skyndilegum þingflokksfundi sem boðaður var í Valhöll í gær. Vísir/Vilhelm Formenn stjórnarflokkanna munu að öllum líkindum nota dagana fram að reglulegum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag til að ræða óróleikann í stjórnarsamstarfinu. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði eftir skyndifund þingflokks Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í gær að afstaða Vinstri grænna til frekari breytinga á útlendingalögum væri „vandamál.“ Það þýðir á mannamáli að leiða þurfi þau mál til lykta ef halda eigi stjórnarsamstarfinu áfram. Þar með er Vinstri grænum á vissan hátt stillt upp við vegg. Telja enga þörf á frekari breytingum Bæði Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna og Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður hafa ítrekað að þau telji enga þörf á að gera breytingar á útlendingalögunum. Enda hafi þeim síðast verið breytt undir lok vorþings. Svandís hefur hefur einnig sagt að hún telji að kjósa ætti næsta vor og landsfundur flokksins ályktaði í þá veru um síðustu helgi. Fylgi allra stjórnarflokkanna hefur hrunið í könnunum að undanförnu og út frá því mætti ætla að enginn þeirra væri sérstaklega spenntur fyrir kosningum á þessari stundu. Verðbólga fer minnkandi og vaxtalækkunarferlið er hafið, sem gæti lyft fylgi stjórnarflokkanna á næstu mánuðum. Staðan er hins vegar sú eftir landsfund Vinstri grænna og skyndifund þingflokks Sjálfstæðisflokksins að þessir flokkar hafa á vissan hátt málað sig út í horn. Ef þeir vilja halda stjórnarsamstarfinu áfram, verða þeir að finna lausn á þeirri stöðu. Landsfundur flækir málin Þá flækir það stöðuna að vissu leyti að Sjálfstæðismenn hafa boðað til landsfundar um mánaðamótin febrúar-mars. Bjarni hefur látið í það skína að hann muni tilkynna í aðdraganda fundarins hvort hann hyggst bjóða sig fram til endurkjörs eða ekki. Það skýrir kannski lausaganginn á mörgum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem ef til vill eru farnir að horfa til formannsskipta í flokknum og víst er að í þeim efnum eru að minnsta þrír ráðherrar langt gengnir á þeirri pólitísku meðgöngu. Ólíklegt er að niðurstaða fáist um framtíð stjórnarsamstarfsins fyrr en á reglulegum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. Skynsemin segir manni að oddvitar stjórnarflokkanna nýti helgina til að ráða saman ráðum sínum. Boða þarf til alþingiskosninga með 45 daga fyrirvara komi til þingrofs. Framboðslistar skulu liggja fyrir eigi síðar en 30 dögum fyrir kosningar eftir að þing hefur verið rofið. Ríkisstjórnin yrði starfsstjórn um leið og boðað hefur verið til kosninga. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir „Meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu“ „Við erum auðvitað að leggja okkar mat á stöðu flokksins og okkar mat á stöðu stjórnarsamstarfsins sem að margir segja að standi veikt og við erum meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu. Okkar verkefni er að auðvitað að ná árangri í okkar málaflokkum fyrir þjóðina. Það er eðlilegt að við ræðum það þegar það er spenna í samstarfinu eins og allir sjá að hafi verið og getur oft gerst í aðdraganda kosninga.“ 11. október 2024 18:18 Engin niðurstaða á fundi Sjálfstæðisflokksins Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var boðaður á fund í Valhöll með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Fundinum lauk um 17:30 í dag og sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að honum loknum að ekki hafi verið komist að neinni niðurstöðu varðandi ríkisstjórnarsamstarfið á fundinum. 11. október 2024 15:33 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Sjá meira
Það þýðir á mannamáli að leiða þurfi þau mál til lykta ef halda eigi stjórnarsamstarfinu áfram. Þar með er Vinstri grænum á vissan hátt stillt upp við vegg. Telja enga þörf á frekari breytingum Bæði Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna og Guðmundur Ingi Guðbrandsson varaformaður hafa ítrekað að þau telji enga þörf á að gera breytingar á útlendingalögunum. Enda hafi þeim síðast verið breytt undir lok vorþings. Svandís hefur hefur einnig sagt að hún telji að kjósa ætti næsta vor og landsfundur flokksins ályktaði í þá veru um síðustu helgi. Fylgi allra stjórnarflokkanna hefur hrunið í könnunum að undanförnu og út frá því mætti ætla að enginn þeirra væri sérstaklega spenntur fyrir kosningum á þessari stundu. Verðbólga fer minnkandi og vaxtalækkunarferlið er hafið, sem gæti lyft fylgi stjórnarflokkanna á næstu mánuðum. Staðan er hins vegar sú eftir landsfund Vinstri grænna og skyndifund þingflokks Sjálfstæðisflokksins að þessir flokkar hafa á vissan hátt málað sig út í horn. Ef þeir vilja halda stjórnarsamstarfinu áfram, verða þeir að finna lausn á þeirri stöðu. Landsfundur flækir málin Þá flækir það stöðuna að vissu leyti að Sjálfstæðismenn hafa boðað til landsfundar um mánaðamótin febrúar-mars. Bjarni hefur látið í það skína að hann muni tilkynna í aðdraganda fundarins hvort hann hyggst bjóða sig fram til endurkjörs eða ekki. Það skýrir kannski lausaganginn á mörgum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem ef til vill eru farnir að horfa til formannsskipta í flokknum og víst er að í þeim efnum eru að minnsta þrír ráðherrar langt gengnir á þeirri pólitísku meðgöngu. Ólíklegt er að niðurstaða fáist um framtíð stjórnarsamstarfsins fyrr en á reglulegum ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. Skynsemin segir manni að oddvitar stjórnarflokkanna nýti helgina til að ráða saman ráðum sínum. Boða þarf til alþingiskosninga með 45 daga fyrirvara komi til þingrofs. Framboðslistar skulu liggja fyrir eigi síðar en 30 dögum fyrir kosningar eftir að þing hefur verið rofið. Ríkisstjórnin yrði starfsstjórn um leið og boðað hefur verið til kosninga.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir „Meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu“ „Við erum auðvitað að leggja okkar mat á stöðu flokksins og okkar mat á stöðu stjórnarsamstarfsins sem að margir segja að standi veikt og við erum meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu. Okkar verkefni er að auðvitað að ná árangri í okkar málaflokkum fyrir þjóðina. Það er eðlilegt að við ræðum það þegar það er spenna í samstarfinu eins og allir sjá að hafi verið og getur oft gerst í aðdraganda kosninga.“ 11. október 2024 18:18 Engin niðurstaða á fundi Sjálfstæðisflokksins Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var boðaður á fund í Valhöll með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Fundinum lauk um 17:30 í dag og sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að honum loknum að ekki hafi verið komist að neinni niðurstöðu varðandi ríkisstjórnarsamstarfið á fundinum. 11. október 2024 15:33 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Sjá meira
„Meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu“ „Við erum auðvitað að leggja okkar mat á stöðu flokksins og okkar mat á stöðu stjórnarsamstarfsins sem að margir segja að standi veikt og við erum meðvituð um að það eru veikleikar í stjórnarsamstarfinu. Okkar verkefni er að auðvitað að ná árangri í okkar málaflokkum fyrir þjóðina. Það er eðlilegt að við ræðum það þegar það er spenna í samstarfinu eins og allir sjá að hafi verið og getur oft gerst í aðdraganda kosninga.“ 11. október 2024 18:18
Engin niðurstaða á fundi Sjálfstæðisflokksins Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins var boðaður á fund í Valhöll með skömmum fyrirvara nú síðdegis. Fundinum lauk um 17:30 í dag og sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að honum loknum að ekki hafi verið komist að neinni niðurstöðu varðandi ríkisstjórnarsamstarfið á fundinum. 11. október 2024 15:33