Óvissa í efnahagslífinu og erfitt að sjá að verðbólga hjaðni nú Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. október 2024 11:56 Sigurður Ingi Jóhansson formaður Framsóknarflokksins og Guðrún Johnsen deildarforseti viðskiptadeildar Háskólans á Bifröst. Vísir Deildarforseti Háskólans á Bifröst segir stjórnarslitin skapa óvissu í efnahagslífinu og erfitt sé að sjá að verðbólga haldi áfram að hjaðna í núverandi ástandi. Hún telur að atvinnulíf muni halda að sér höndum þar til það fer að róast. Nú vilji menn bæði vera í axlaböndum og með belti. Ríkisstjórn Bjarna Benediktsson var mynduð í kringum þrjár áherslur, efnahagsmáli, útlendingamál og orkumál. Oddvitar ríkisstjórnarflokkann lögðu mikla áherslu á mikilvægi þess að ná niður verðbólgu og vöxtum. Sigurður Ingi um stjórnarslit og verðbólgu Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði þetta eftir ríkisstjórnarfund á föstudag: „Ég hef sagt að það væri ábyrgðarhluti og ábyrgðarlaust að slíta stjórnarsamstarfinu þegar við erum farin að sjá efnahagsmálin þróast og með enn hraðari bata en við sáum bara fyrir nokkrum vikum. Þá væri ábyrgðarlaust að henda þeirri pólitísku ójöfnu inn í þá jöfnu. Ég er sannfærður um að það muni ekki hjálpa til við að verðbólga fari niður.“ Guðrún Johnsen deildarforseti Háskólans á Bifröst segir stjórnarslitin nú skapa óvissu í efnahagslífinu. „Öll óvissa er slæm þegar menn gera sér ekki grein fyrir því hvernig framvindan verður. Flokkarnir hafa ekki sýnt á spilin svo að næstu misseri verða mörkuð af þessari óvissu og stjórnmálamenn uppteknir við að heyja sína kosningabaráttu. Ég á von á því að skuldabréfaflokkarnir fari eitthvað upp á við þ.e. að vextirnir hækki eitthvað aðeins. Tími axlabanda og beltis Meðal stórra mála sem lá fyrir að afgreiða á haustþinginu er fjárlagafrumvarpið. Hún segir frestun þess geta haft mikil áhrif. „Stór mál eins og slit Íbúðalánasjóðs og sala Íslandsbanka hugsanlega fara þau á ís. Maður á ekki von á því að það verði teknar stórar ákvarðanir í starfsstjórn ef hún verður sett á laggirnar,“ segir Guðrún. Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er í nóvember Guðrún segir erfitt að spá því að vextir lækki. „Óvissa gerir það að verkum að við viljum hafa axlabönd og belti Ég á ekki von á því að vextir fari lækkandi. Þessi síðasta míla er oft ósköp erfið í verðbólgufasanum þetta bætir ekki úr skák. Jafnvel í stöðugu pólitísku ástandi er erfitt að ná verðbólgu niður,“ segir Guðrún. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira
Ríkisstjórn Bjarna Benediktsson var mynduð í kringum þrjár áherslur, efnahagsmáli, útlendingamál og orkumál. Oddvitar ríkisstjórnarflokkann lögðu mikla áherslu á mikilvægi þess að ná niður verðbólgu og vöxtum. Sigurður Ingi um stjórnarslit og verðbólgu Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins sagði þetta eftir ríkisstjórnarfund á föstudag: „Ég hef sagt að það væri ábyrgðarhluti og ábyrgðarlaust að slíta stjórnarsamstarfinu þegar við erum farin að sjá efnahagsmálin þróast og með enn hraðari bata en við sáum bara fyrir nokkrum vikum. Þá væri ábyrgðarlaust að henda þeirri pólitísku ójöfnu inn í þá jöfnu. Ég er sannfærður um að það muni ekki hjálpa til við að verðbólga fari niður.“ Guðrún Johnsen deildarforseti Háskólans á Bifröst segir stjórnarslitin nú skapa óvissu í efnahagslífinu. „Öll óvissa er slæm þegar menn gera sér ekki grein fyrir því hvernig framvindan verður. Flokkarnir hafa ekki sýnt á spilin svo að næstu misseri verða mörkuð af þessari óvissu og stjórnmálamenn uppteknir við að heyja sína kosningabaráttu. Ég á von á því að skuldabréfaflokkarnir fari eitthvað upp á við þ.e. að vextirnir hækki eitthvað aðeins. Tími axlabanda og beltis Meðal stórra mála sem lá fyrir að afgreiða á haustþinginu er fjárlagafrumvarpið. Hún segir frestun þess geta haft mikil áhrif. „Stór mál eins og slit Íbúðalánasjóðs og sala Íslandsbanka hugsanlega fara þau á ís. Maður á ekki von á því að það verði teknar stórar ákvarðanir í starfsstjórn ef hún verður sett á laggirnar,“ segir Guðrún. Næsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans er í nóvember Guðrún segir erfitt að spá því að vextir lækki. „Óvissa gerir það að verkum að við viljum hafa axlabönd og belti Ég á ekki von á því að vextir fari lækkandi. Þessi síðasta míla er oft ósköp erfið í verðbólgufasanum þetta bætir ekki úr skák. Jafnvel í stöðugu pólitísku ástandi er erfitt að ná verðbólgu niður,“ segir Guðrún.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Innlent Fleiri fréttir Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Sjá meira