Netverjar keppast við að tjá sig um fundinn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. október 2024 21:14 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er hann yfirgaf fundinn um hálf sex í dag. Vísir/Vilhelm „Eftir mikið haverí verður stærsta fréttin úr Valhöll þennan sólarhringinn hvort MR eða Versló vinnur ræðukeppni.“ Þetta segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, í Facebook-færslu en fjölmargir hafa tekið til máls á samfélagsmiðlum til að ræða ríkisstjórnina, skyndilegan fund Sjálfstæðisflokksins í dag og framtíð stjórnmála á Íslandi. Sigmar vísar í færslu sinni til þess að boðað var til þingflokksfundar Sjálfstæðisflokksins með skömmum fyrirvara í dag í Valhöll þar sem var lagt mat á stjórnarsamstarfið en formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Menntskælingar fögnuðu er fundinum lauk Í kvöld hafði verið skipulögð ræðukeppni á milli Verzlunarskóla Íslands og MR í Valhöll en þegar að fundurinn var boðaður var óljóst hvort að það myndi verða úr keppninni enda óvíst hve lengi fundurinn myndi standa yfir. Fundinum lauk þó um hálf sex og gátu menntskælingar því tekið upp gleði sína á ný. skjáskot Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson velti því fyrir sér hvort að ríkisstjórnin myndi falla í dag. Skjáskot Anna Sigrún Baldursdóttir, skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg, stakk upp á því í athugasemd við færslu Sveins að einhver myndi setja upp vefslóðina www.errikisstjorninfallin.is. Leiðtogafundurinn í Höfða og Valhöll Bergur Þorri Benjamínsson, fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar um bifreiðastyrki, líkti biðinni fyrir utan Valhöll og þögninni sem fylgdi við biðina fyrir utan Höfða þegar að leiðtogafundurinn fór fram árið 1986. Skjáskot Helga Vala Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, tjáði sig einnig um ríkisstjórnina og sagði að núverandi ástand væri ekki boðlegt en það var rétt áður en að fundur Sjálfstæðisflokksins hófst. Skjáskot Þá spurði hún kímin í athugasemd hvort að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lesið færslu hennar eftir að fundur þingflokksins hófst. X lét til sín taka Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar, lét sig ekki vanta í umræðunni um ríkisstjórnina. Skjáskot Notendur á samfélagsmiðlinum X tjáðu létu sig ekki vanta í umræðuna. Spennandi að sjá ef það verður ný rikisstjorn hvort BB stokkar upp í eigin ràðherraliði og hvort lesa megi í það einhverjar átakalínur varðandi komandi formannskjör XD. pic.twitter.com/UmNwCaz1ls— Andrés Jónsson (@andresjons) October 11, 2024 slúttið bara þessari ríkisstjórn og gefið okkur kosningar það trúir enginn á þetta samstarf lengur. Just make it stop— 💎 Donna 💎 @naglalakk.bsky.social (@naglalakk) October 11, 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, í Facebook-færslu en fjölmargir hafa tekið til máls á samfélagsmiðlum til að ræða ríkisstjórnina, skyndilegan fund Sjálfstæðisflokksins í dag og framtíð stjórnmála á Íslandi. Sigmar vísar í færslu sinni til þess að boðað var til þingflokksfundar Sjálfstæðisflokksins með skömmum fyrirvara í dag í Valhöll þar sem var lagt mat á stjórnarsamstarfið en formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Menntskælingar fögnuðu er fundinum lauk Í kvöld hafði verið skipulögð ræðukeppni á milli Verzlunarskóla Íslands og MR í Valhöll en þegar að fundurinn var boðaður var óljóst hvort að það myndi verða úr keppninni enda óvíst hve lengi fundurinn myndi standa yfir. Fundinum lauk þó um hálf sex og gátu menntskælingar því tekið upp gleði sína á ný. skjáskot Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson velti því fyrir sér hvort að ríkisstjórnin myndi falla í dag. Skjáskot Anna Sigrún Baldursdóttir, skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg, stakk upp á því í athugasemd við færslu Sveins að einhver myndi setja upp vefslóðina www.errikisstjorninfallin.is. Leiðtogafundurinn í Höfða og Valhöll Bergur Þorri Benjamínsson, fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar um bifreiðastyrki, líkti biðinni fyrir utan Valhöll og þögninni sem fylgdi við biðina fyrir utan Höfða þegar að leiðtogafundurinn fór fram árið 1986. Skjáskot Helga Vala Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, tjáði sig einnig um ríkisstjórnina og sagði að núverandi ástand væri ekki boðlegt en það var rétt áður en að fundur Sjálfstæðisflokksins hófst. Skjáskot Þá spurði hún kímin í athugasemd hvort að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lesið færslu hennar eftir að fundur þingflokksins hófst. X lét til sín taka Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar, lét sig ekki vanta í umræðunni um ríkisstjórnina. Skjáskot Notendur á samfélagsmiðlinum X tjáðu létu sig ekki vanta í umræðuna. Spennandi að sjá ef það verður ný rikisstjorn hvort BB stokkar upp í eigin ràðherraliði og hvort lesa megi í það einhverjar átakalínur varðandi komandi formannskjör XD. pic.twitter.com/UmNwCaz1ls— Andrés Jónsson (@andresjons) October 11, 2024 slúttið bara þessari ríkisstjórn og gefið okkur kosningar það trúir enginn á þetta samstarf lengur. Just make it stop— 💎 Donna 💎 @naglalakk.bsky.social (@naglalakk) October 11, 2024
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira