Netverjar keppast við að tjá sig um fundinn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. október 2024 21:14 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins er hann yfirgaf fundinn um hálf sex í dag. Vísir/Vilhelm „Eftir mikið haverí verður stærsta fréttin úr Valhöll þennan sólarhringinn hvort MR eða Versló vinnur ræðukeppni.“ Þetta segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, í Facebook-færslu en fjölmargir hafa tekið til máls á samfélagsmiðlum til að ræða ríkisstjórnina, skyndilegan fund Sjálfstæðisflokksins í dag og framtíð stjórnmála á Íslandi. Sigmar vísar í færslu sinni til þess að boðað var til þingflokksfundar Sjálfstæðisflokksins með skömmum fyrirvara í dag í Valhöll þar sem var lagt mat á stjórnarsamstarfið en formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Menntskælingar fögnuðu er fundinum lauk Í kvöld hafði verið skipulögð ræðukeppni á milli Verzlunarskóla Íslands og MR í Valhöll en þegar að fundurinn var boðaður var óljóst hvort að það myndi verða úr keppninni enda óvíst hve lengi fundurinn myndi standa yfir. Fundinum lauk þó um hálf sex og gátu menntskælingar því tekið upp gleði sína á ný. skjáskot Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson velti því fyrir sér hvort að ríkisstjórnin myndi falla í dag. Skjáskot Anna Sigrún Baldursdóttir, skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg, stakk upp á því í athugasemd við færslu Sveins að einhver myndi setja upp vefslóðina www.errikisstjorninfallin.is. Leiðtogafundurinn í Höfða og Valhöll Bergur Þorri Benjamínsson, fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar um bifreiðastyrki, líkti biðinni fyrir utan Valhöll og þögninni sem fylgdi við biðina fyrir utan Höfða þegar að leiðtogafundurinn fór fram árið 1986. Skjáskot Helga Vala Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, tjáði sig einnig um ríkisstjórnina og sagði að núverandi ástand væri ekki boðlegt en það var rétt áður en að fundur Sjálfstæðisflokksins hófst. Skjáskot Þá spurði hún kímin í athugasemd hvort að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lesið færslu hennar eftir að fundur þingflokksins hófst. X lét til sín taka Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar, lét sig ekki vanta í umræðunni um ríkisstjórnina. Skjáskot Notendur á samfélagsmiðlinum X tjáðu létu sig ekki vanta í umræðuna. Spennandi að sjá ef það verður ný rikisstjorn hvort BB stokkar upp í eigin ràðherraliði og hvort lesa megi í það einhverjar átakalínur varðandi komandi formannskjör XD. pic.twitter.com/UmNwCaz1ls— Andrés Jónsson (@andresjons) October 11, 2024 slúttið bara þessari ríkisstjórn og gefið okkur kosningar það trúir enginn á þetta samstarf lengur. Just make it stop— 💎 Donna 💎 @naglalakk.bsky.social (@naglalakk) October 11, 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Þetta segir Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, í Facebook-færslu en fjölmargir hafa tekið til máls á samfélagsmiðlum til að ræða ríkisstjórnina, skyndilegan fund Sjálfstæðisflokksins í dag og framtíð stjórnmála á Íslandi. Sigmar vísar í færslu sinni til þess að boðað var til þingflokksfundar Sjálfstæðisflokksins með skömmum fyrirvara í dag í Valhöll þar sem var lagt mat á stjórnarsamstarfið en formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Menntskælingar fögnuðu er fundinum lauk Í kvöld hafði verið skipulögð ræðukeppni á milli Verzlunarskóla Íslands og MR í Valhöll en þegar að fundurinn var boðaður var óljóst hvort að það myndi verða úr keppninni enda óvíst hve lengi fundurinn myndi standa yfir. Fundinum lauk þó um hálf sex og gátu menntskælingar því tekið upp gleði sína á ný. skjáskot Lögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson velti því fyrir sér hvort að ríkisstjórnin myndi falla í dag. Skjáskot Anna Sigrún Baldursdóttir, skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg, stakk upp á því í athugasemd við færslu Sveins að einhver myndi setja upp vefslóðina www.errikisstjorninfallin.is. Leiðtogafundurinn í Höfða og Valhöll Bergur Þorri Benjamínsson, fyrrverandi formaður Sjálfsbjargar um bifreiðastyrki, líkti biðinni fyrir utan Valhöll og þögninni sem fylgdi við biðina fyrir utan Höfða þegar að leiðtogafundurinn fór fram árið 1986. Skjáskot Helga Vala Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, tjáði sig einnig um ríkisstjórnina og sagði að núverandi ástand væri ekki boðlegt en það var rétt áður en að fundur Sjálfstæðisflokksins hófst. Skjáskot Þá spurði hún kímin í athugasemd hvort að Sjálfstæðisflokkurinn hafi lesið færslu hennar eftir að fundur þingflokksins hófst. X lét til sín taka Gunnar Smári Egilsson, ritstjóri Samstöðvarinnar, lét sig ekki vanta í umræðunni um ríkisstjórnina. Skjáskot Notendur á samfélagsmiðlinum X tjáðu létu sig ekki vanta í umræðuna. Spennandi að sjá ef það verður ný rikisstjorn hvort BB stokkar upp í eigin ràðherraliði og hvort lesa megi í það einhverjar átakalínur varðandi komandi formannskjör XD. pic.twitter.com/UmNwCaz1ls— Andrés Jónsson (@andresjons) October 11, 2024 slúttið bara þessari ríkisstjórn og gefið okkur kosningar það trúir enginn á þetta samstarf lengur. Just make it stop— 💎 Donna 💎 @naglalakk.bsky.social (@naglalakk) October 11, 2024
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira