Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 30. desember 2025 07:02 Það er ekki ólíklegt að jólapartýi og samsöng oddvita ríkisstjórnarflokka Kristrúnar Frostadóttur hafi verið aflýst í kjölfar nýjustu verðbólgumælingar. Niðurstaðan er vægast sagt vonbrigði og ráðherrarnir hefðu betur sparað sér stóru orðin í aðdragandanum. Dagana á undan höfðu þeir klappað sér á bakið fyrir hjöðnun verðbólgu og vaxtalækkanir (reyndar stórýktar). Við höfum séð sleggjuna útfærða með myndvinnslu og jafnvel leikna með tilþrifum. Sú er hins vegar staðan að verðbólgan ætlar að reynast þrálátari en talið hafði verið, útlit er fyrir lakari hagvöxt en vonast hafði verið til og mælingar sýna ríkjandi svartsýni hjá atvinnulífinu vegna efnahagsástandsins. Þróun atvinnuleysis hér á landi er síðan enn annað og meira áhyggjuefni. Dauf eyru (e.t.v. vegna alls sönglsins?) Við í Sjálfstæðisflokknum viðruðum einmitt þessar áhyggjur við afgreiðslu fjárlaga fyrir daufum eyrum meirihlutans. Við gagnrýndum þar 143 milljarða útgjaldaaukningu, 30 milljarða skattahækkanir og að ekki væru lögð til hallalaus fjárlög. Þrátt fyrir hátíðleg loforð Samfylkingar og Viðreisnar lauk þinginu þannig að meirihlutinn hækkaði skatta allverulega bæði á almenning og atvinnulíf. Þessar skattahækkanir fara að bíta innan skamms, einmitt þegar við ættum að hlúa að atvinnulífinu til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Breytum um kúrs Nú er tíminn til að lækka skatta og draga úr álögum og afskiptum af atvinnulífinu svo að það vaxi og dafni og okkur takist að snúa stöðunni við. Rétt eins og ég læt hér staðar numið með gagnrýni og legg til lausnir og aðgerðir, ætti ríkisstjórnin að bregðast við versnandi horfum í efnahagslífinu með aðgerðum sem við vitum að virka. Breyta um kúrs. Að sama skapi er ástæða til að hafa áhyggjur af þróun heimsmála og vaxandi einangrunarhyggju. Það er sannarlega ekki óskastaða fyrir litla útflutningsþjóð. Ástæða er til að hafa áhyggjur af dómgreind ráðamanna sem hafa helst að markmiði að við afsölum fullveldi okkar til Evrópusambandsins. Að forgangsröðun bjagist og ákvarðanir séu teknar í samhengi við markmið sem fer gegn þjóðarhag til að fá „sæti við borð“ þröngrar valdaelítu. Fá að vera hluti efsta hluta ókjörins valdapýramída. Uppskriftin að hagsæld Nú sem aldrei fyrr er tíminn til að viðhalda góðu sambandi við nágranna- og vinaþjóðir. Gæta að íslenskum hagsmunum okkar í evrópsku samstarfi en líka vestan hafs og í Asíu þar sem við eigum ríkra hagmuna að gæta. Með þeirri uppskrift, með því að stunda frjáls alþjóðleg viðskipti sem fullvalda ríki með eigin fríverslunarsamninga, höfum við skapað eina mestu hagsæld sem fyrirfinnst. Höldum þeirri vegferð áfram. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar, tollar og gjöld Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattlækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki ólíklegt að jólapartýi og samsöng oddvita ríkisstjórnarflokka Kristrúnar Frostadóttur hafi verið aflýst í kjölfar nýjustu verðbólgumælingar. Niðurstaðan er vægast sagt vonbrigði og ráðherrarnir hefðu betur sparað sér stóru orðin í aðdragandanum. Dagana á undan höfðu þeir klappað sér á bakið fyrir hjöðnun verðbólgu og vaxtalækkanir (reyndar stórýktar). Við höfum séð sleggjuna útfærða með myndvinnslu og jafnvel leikna með tilþrifum. Sú er hins vegar staðan að verðbólgan ætlar að reynast þrálátari en talið hafði verið, útlit er fyrir lakari hagvöxt en vonast hafði verið til og mælingar sýna ríkjandi svartsýni hjá atvinnulífinu vegna efnahagsástandsins. Þróun atvinnuleysis hér á landi er síðan enn annað og meira áhyggjuefni. Dauf eyru (e.t.v. vegna alls sönglsins?) Við í Sjálfstæðisflokknum viðruðum einmitt þessar áhyggjur við afgreiðslu fjárlaga fyrir daufum eyrum meirihlutans. Við gagnrýndum þar 143 milljarða útgjaldaaukningu, 30 milljarða skattahækkanir og að ekki væru lögð til hallalaus fjárlög. Þrátt fyrir hátíðleg loforð Samfylkingar og Viðreisnar lauk þinginu þannig að meirihlutinn hækkaði skatta allverulega bæði á almenning og atvinnulíf. Þessar skattahækkanir fara að bíta innan skamms, einmitt þegar við ættum að hlúa að atvinnulífinu til hagsbóta fyrir samfélagið allt. Breytum um kúrs Nú er tíminn til að lækka skatta og draga úr álögum og afskiptum af atvinnulífinu svo að það vaxi og dafni og okkur takist að snúa stöðunni við. Rétt eins og ég læt hér staðar numið með gagnrýni og legg til lausnir og aðgerðir, ætti ríkisstjórnin að bregðast við versnandi horfum í efnahagslífinu með aðgerðum sem við vitum að virka. Breyta um kúrs. Að sama skapi er ástæða til að hafa áhyggjur af þróun heimsmála og vaxandi einangrunarhyggju. Það er sannarlega ekki óskastaða fyrir litla útflutningsþjóð. Ástæða er til að hafa áhyggjur af dómgreind ráðamanna sem hafa helst að markmiði að við afsölum fullveldi okkar til Evrópusambandsins. Að forgangsröðun bjagist og ákvarðanir séu teknar í samhengi við markmið sem fer gegn þjóðarhag til að fá „sæti við borð“ þröngrar valdaelítu. Fá að vera hluti efsta hluta ókjörins valdapýramída. Uppskriftin að hagsæld Nú sem aldrei fyrr er tíminn til að viðhalda góðu sambandi við nágranna- og vinaþjóðir. Gæta að íslenskum hagsmunum okkar í evrópsku samstarfi en líka vestan hafs og í Asíu þar sem við eigum ríkra hagmuna að gæta. Með þeirri uppskrift, með því að stunda frjáls alþjóðleg viðskipti sem fullvalda ríki með eigin fríverslunarsamninga, höfum við skapað eina mestu hagsæld sem fyrirfinnst. Höldum þeirri vegferð áfram. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun