Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Jón Þór Stefánsson skrifar 29. desember 2025 10:40 Myndbandið sem um ræðir er sett saman úr gömlu myndbandi frá Íslandi og lag Mugisons, Stingum af, er spilað undir. Tónlistarmanninum Erni Elíasi Guðmundssyni, sem er betur þekktur sem Mugison, finnst á sér brotið vegna umtalaðs myndbands sem nú gengur um netheima þar sem lag hans, Stingum af, er notað. Um er að ræða stuðningsmyndband við Miðflokkinn sem er gert úr gömlu íslensku myndefni, sem sýnir Ísland á árum áður í rómantísku ljósi. „Þarna er verið að nota lag og texta eftir mig án þess að fá til þess leyfi. Ég hef ekki hugmynd um hver réttur minn er - er þetta ekki ólöglegt?“ skrifar Mugison í færslu á Facebook og spyr hvort STEF, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, ætli ekki að rannsaka málið. „Allavega finnst mér Miðflokkurinn vera misnota lagið mitt - og að mínu mati siðlaust.“ @make.iceland.great.again Gerum Ísland Frábært Aftur! #viral #fyrirþig #iceland #ísland #fyrirsiðunaþina ♬ original sound - 🇮🇸 Umrætt myndband hefur ekki birst á neinum opinberum síðum Miðflokksins, þó að skilaboð þess hvetji áhorfendur til að kjósa flokkinn. Myndbandið virðist fyrst hafa birst á TikTok-síðu sem ber nafnið Make Iceland Great Again, og lýsing myndbandsins er íslensk þýðing þess frasa „Gerum Ísland frábært aftur!“ Fæstir myndu vilja skipta Egill Helgason, fjölmiðlamaður, gerði myndbandið að umtalsefni sínu á Facebook um helgina. Í færslu sinni segir Egill að tímabilið þaðan sem myndbandið er fengið, stuttu eftir stríð, hafi ekki endilega verið eins gott og gefið sé til kynna í umræddu myndbandi. „Á þessum árum var vissulega framfarasókn á Íslandi. Þjóðin hafði auðgast í stríðinu. En þetta voru allt aðrir tímar en nú. Í landinu voru aðeins tveir menntaskólar - fæstir höfðu kost á að fara í langskólanám. Konur voru á lægra kaupi en karlar - voru upp til hópa við heimilisstörf þar sem karlar tóku lítinn sem engan þátt. Þetta var í þjónustuhlutverk.. Þær voru ekki á þingi eða í forystu í atvinnulífi. Þarf ekki að taka fram að samkynhneigt fólk var í algjörum felum. Bændur voru á þessum tíma að flosna í stórum stíl upp af jörðum sínum - svo horfði við landauðn í sumum sveitum. Sjómennska var ennþá mjög háskaleg atvinna - fjöldi karla drukknaði í hafi á hverju ári. Verkamannavinna var oft skelfilegt strit,“ skrifar Egill sem heldur upptalningu sinni áfram. Egill Helgason veltir myndbandinu fyrir sér.Vísir/Vilhelm „Ævilengd var mun styttri á þessum árum en nú og meðferð á fötluðu fólki myndum við núorðið telja óbærilega. Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli. Já, og tannheilsan! Húsnæðismál voru í miklum ólestri, margt fólk bjó í þröngum og lélegum húsum, herskálar frá því í stríðinu voru fullir af fólki. Fæstir komust nokkurn tíma til útlanda. Vinnuvikan var lengri en nú, réttur til sumarleyfa hafði komist á en þau voru mun styttri. Það var skömmtun á alls konar varningi, bifreiðum, byggingavörum, fötum, skóm, neysluvörum. Mikil spilling þreifst í kringum skömmtunarkerfið - og almennt má telja að stjórnmála- og viðskiptaspilling hafi verið mjög ríkjandi hér á þessum árum.“ Þó minnist Egill á að á umræddum tíma hafi fólk verið nægjusamara en í dag, og segir að honum finnist einn helsti galli samfélags okkar í dag vera hin „ægilega ofgnótt“. „En sennilega myndu þó fæstir vilja skipta.“ Björn Ingi Hrafnsson segir að það taki greinilega á fyrir Egil að missa dagskrárvaldið.Vísir/Vilhelm Sársaklaust myndband Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins, tekur færslu Egils fyrir á samfélagsmiðlinum X „Undanfarna mánuði hefur Egill Helga verið með böggum hildar yfir auknu fylgi Miðflokksins. Nú síðast yfir einhverju sárasaklausu myndbandi sem einhver útbjó á TikTok,“ segir Björn Ingi. „Það tekur greinilega á að missa dagskrárvaldið…“ bætir hann við, en Egill var lengi vel umsjónarmaður eins helsta stjórnmálaumræðuþáttar þjóðarinnar, Silfursins. Gamla góða Ísland Sigmundur Davíð var til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Þar sagði hann flokkinn berjast fyrir gamla góða Íslandi, en bara betra. Hann sagði „gamla góða Ísland“ ekki innihaldslausan frasa. Hann væri að ræða um allt það sem landsmönnum hafi þótt gott við að búa hér á landi. „En bara betra, bæti ég við, af því að auðvitað hafa orðið alls konar framfarir sem við getum svo hlaðið ofan á þetta gamla góða. Hvort sem það eru framfarir í tækni, aukin velmegun og svo framvegis, en við megum ekki gleyma grunninum,“ sagði Sigmundur. „Við megum ekki gleyma því hvað gerði þetta að góðu samfélagi og hvað hefur haldið okkur gangandi í gegnum þykkt og þunnt. Það er meðal annars samheldni þjóðarinnar.“ Miðflokkurinn Samfélagsmiðlar Tónlist Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira
„Þarna er verið að nota lag og texta eftir mig án þess að fá til þess leyfi. Ég hef ekki hugmynd um hver réttur minn er - er þetta ekki ólöglegt?“ skrifar Mugison í færslu á Facebook og spyr hvort STEF, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar, ætli ekki að rannsaka málið. „Allavega finnst mér Miðflokkurinn vera misnota lagið mitt - og að mínu mati siðlaust.“ @make.iceland.great.again Gerum Ísland Frábært Aftur! #viral #fyrirþig #iceland #ísland #fyrirsiðunaþina ♬ original sound - 🇮🇸 Umrætt myndband hefur ekki birst á neinum opinberum síðum Miðflokksins, þó að skilaboð þess hvetji áhorfendur til að kjósa flokkinn. Myndbandið virðist fyrst hafa birst á TikTok-síðu sem ber nafnið Make Iceland Great Again, og lýsing myndbandsins er íslensk þýðing þess frasa „Gerum Ísland frábært aftur!“ Fæstir myndu vilja skipta Egill Helgason, fjölmiðlamaður, gerði myndbandið að umtalsefni sínu á Facebook um helgina. Í færslu sinni segir Egill að tímabilið þaðan sem myndbandið er fengið, stuttu eftir stríð, hafi ekki endilega verið eins gott og gefið sé til kynna í umræddu myndbandi. „Á þessum árum var vissulega framfarasókn á Íslandi. Þjóðin hafði auðgast í stríðinu. En þetta voru allt aðrir tímar en nú. Í landinu voru aðeins tveir menntaskólar - fæstir höfðu kost á að fara í langskólanám. Konur voru á lægra kaupi en karlar - voru upp til hópa við heimilisstörf þar sem karlar tóku lítinn sem engan þátt. Þetta var í þjónustuhlutverk.. Þær voru ekki á þingi eða í forystu í atvinnulífi. Þarf ekki að taka fram að samkynhneigt fólk var í algjörum felum. Bændur voru á þessum tíma að flosna í stórum stíl upp af jörðum sínum - svo horfði við landauðn í sumum sveitum. Sjómennska var ennþá mjög háskaleg atvinna - fjöldi karla drukknaði í hafi á hverju ári. Verkamannavinna var oft skelfilegt strit,“ skrifar Egill sem heldur upptalningu sinni áfram. Egill Helgason veltir myndbandinu fyrir sér.Vísir/Vilhelm „Ævilengd var mun styttri á þessum árum en nú og meðferð á fötluðu fólki myndum við núorðið telja óbærilega. Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli. Já, og tannheilsan! Húsnæðismál voru í miklum ólestri, margt fólk bjó í þröngum og lélegum húsum, herskálar frá því í stríðinu voru fullir af fólki. Fæstir komust nokkurn tíma til útlanda. Vinnuvikan var lengri en nú, réttur til sumarleyfa hafði komist á en þau voru mun styttri. Það var skömmtun á alls konar varningi, bifreiðum, byggingavörum, fötum, skóm, neysluvörum. Mikil spilling þreifst í kringum skömmtunarkerfið - og almennt má telja að stjórnmála- og viðskiptaspilling hafi verið mjög ríkjandi hér á þessum árum.“ Þó minnist Egill á að á umræddum tíma hafi fólk verið nægjusamara en í dag, og segir að honum finnist einn helsti galli samfélags okkar í dag vera hin „ægilega ofgnótt“. „En sennilega myndu þó fæstir vilja skipta.“ Björn Ingi Hrafnsson segir að það taki greinilega á fyrir Egil að missa dagskrárvaldið.Vísir/Vilhelm Sársaklaust myndband Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins, tekur færslu Egils fyrir á samfélagsmiðlinum X „Undanfarna mánuði hefur Egill Helga verið með böggum hildar yfir auknu fylgi Miðflokksins. Nú síðast yfir einhverju sárasaklausu myndbandi sem einhver útbjó á TikTok,“ segir Björn Ingi. „Það tekur greinilega á að missa dagskrárvaldið…“ bætir hann við, en Egill var lengi vel umsjónarmaður eins helsta stjórnmálaumræðuþáttar þjóðarinnar, Silfursins. Gamla góða Ísland Sigmundur Davíð var til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Þar sagði hann flokkinn berjast fyrir gamla góða Íslandi, en bara betra. Hann sagði „gamla góða Ísland“ ekki innihaldslausan frasa. Hann væri að ræða um allt það sem landsmönnum hafi þótt gott við að búa hér á landi. „En bara betra, bæti ég við, af því að auðvitað hafa orðið alls konar framfarir sem við getum svo hlaðið ofan á þetta gamla góða. Hvort sem það eru framfarir í tækni, aukin velmegun og svo framvegis, en við megum ekki gleyma grunninum,“ sagði Sigmundur. „Við megum ekki gleyma því hvað gerði þetta að góðu samfélagi og hvað hefur haldið okkur gangandi í gegnum þykkt og þunnt. Það er meðal annars samheldni þjóðarinnar.“
Miðflokkurinn Samfélagsmiðlar Tónlist Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira