Innlent

Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vestur­lands­vegi

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Viðbragðsaðilar á vettvangi slyssins.
Viðbragðsaðilar á vettvangi slyssins. Aðsend

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ síðastliðinn mánudag.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Vísað er til slyssins þar sem varð árekstur jepplings og flutningabíls, en þeim var ekið úr gagnstæðri átt. Ökumaður jepplingsins, karlmaður á þrítugsaldri lést í slysinu.

Lögreglu barst tilkynningu um slysið klukkan 16:50 þennan dag. Þau sem urðu vitni að slysinu eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við lögregluna í síma 444 1000, en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið1809@lrh.is. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×