Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Kristján Már Unnarsson skrifar 9. desember 2025 20:20 Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra kynnir samgönguáætlun og áform sín um að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi. Bjarni Einarsson Innviðaráðherra hyggst festa Reykjavíkurflugvöll í sessi og byggja nýja flugstöð. Forsætisráðherra segir ekki hægt að láta flugvöllinn grotna niður meðan ekki finnist aðrir kostir. Forstjóri Icelandair segir að ekki muni standa á félaginu að fara í samstarf við stjórnvöld um uppbyggingu. Við kynningu á samgönguáætlun í síðustu viku lýsti Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra því yfir að hann hygðist festa Reykjavíkurflugvöll í sessi. „Sko, við erum með Reykjavíkurflugvöll. Það hefur ekki ennþá tekist að finna annan valkost. Á meðan Reykjavíkurflugvöllur er hérna þá verður að tryggja rekstraröryggi og flugöryggi,“ sagði Eyjólfur í frétt Sýnar. Þegar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var spurð hvort ríkisstjórnin styddi þessa ákvörðun að festa flugvöllinn í sessi svaraði hún að það hefði ekki verið rætt með þeim hætti. Staðreyndin væri hins vegar sú að annað stæði fyrir flugvöll hefði ekki fundist. Á meðan þyrfti að tryggja innanlandsflug í landinu. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra á kynningarfundinum um samgönguáætlun.Bjarni Einarsson „Mér finnst þetta augljós staða, að það þarf að vera öflugt innanlandsflug í landinu. Við getum ekki látið þennan mikilvæga flugvöll grotna niður á meðan það eru ekki aðrir kostir í stöðunni. Síðan þegar það eru komnir aðrir kostir í stöðunni, ef þeir koma, þá verður það tekið til umræðu í ríkisstjórn, ef að sú staða skapast. En við erum ekki á þeim stað ennþá,“ sagði Kristrún. Eyjólfur boðaði jafnframt nýja flugstöð. „Við erum með flugstöð þarna sem var byggð 1946. Og það er bara löngu, löngu orðið tímabært að koma með nýja flugstöð,“ sagði innviðaráðherra. Flugfarþegar á leið úr flugafgreiðslunni um borð í flugvél í síðustu viku.Lýður Valberg Sveinsson Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, var spurður í flugafgreiðslunni á Reykjavíkurflugvelli hvort ráðamenn félagsins væri farið að langa í nýja flugstöð: „Jú, okkur langar mjög mikið í nýja flugstöð. Þó að þetta sé hérna mjög mikil saga og þetta er kósí hús. En… aðstaðan er varla boðleg, hvorki fyrir okkar viðskiptavini og farþega né okkar starfsmenn,“ svaraði Bogi Nils. Fimm ár eru frá því Icelandair lét gera útlitsteikningar að nýrri flugstöð. Ný flugstöð Reykjavíkurflugvallar, samkvæmt teikningu sem Icelandair lét gera fyrir fimm árum.Teikning/Kurtogpí En hvenær hyggst innviðaráðherra hefjast handa við að grafa fyrir nýrri flugstöð? „Ég get ekki alveg sagt til um það, en vonandi… þetta er samvinnuverkefni við flugrekendur. Og ég sé bara mjög mikilvægt fyrir Ísland sem ferðaþjónustuland að hafa boðlega flugstöð í höfuðborginni,“ svarar Eyjólfur. Bæði Icelandair og Norlandair nota núna saman gömlu flugafgreiðslu Flugfélags Íslands. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í viðtali í flugstöð innanlandsflugsins á Reykjavíkurflugvelli.Sigurjón Ólason „Það hefur verið erfitt fyrir okkur að leggja það til við okkar stjórn, og fá samþykki í okkar stjórn, að fara í fjárfestingar hér þegar þessi völlur hér hefur alltaf verið víkjandi hjá ráðamönnum og stjórnvöldum. En vonandi fer það að breytast. Það er svona að koma annað hljóð þar. Það eru svona flestir að verða sammála um það að völlurinn verði hér og þarf að vera hér næstu áratugina. Og þá stendur ekki á okkur að fara í uppbyggingu og fara í samstarf við stjórnvöld um uppbyggingu hér,“ segir forstjóri Icelandair. En hvar á flugvallarsvæðinu vill ráðherrann reisa nýja flugstöð? „Ég sé hana fyrir mér á svipuðum stað og núverandi flugstöð,“ svarar Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra í viðtali sem sjá má hér: Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Borgarstjórn Skipulag Reykjavík Samgönguáætlun Tengdar fréttir Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir Samgönguáætlun ganga í berhögg við samninga Reykjavíkurborgar og stjórnvalda um að finna Reykjavíkurflugvelli nýjan stað. Borgin ætli enn að færa æfingaflug, einkaflug og þyrluflug úr Vatnsmýri en nú stendur til að byggja nýja flugstöð á vellinum. 7. desember 2025 07:07 Ný loftferðalög skerða skipulagsvald sveitarfélaga yfir flugvöllum Ný ákvæði laga um loftferðir, sem Alþingi samþykkti á lokasprettinum í fyrrinótt, gera skipulagsreglur flugvalla rétthærri skipulagi sveitarfélaga. Bæði Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg lögðust gegn lagabreytingunni og sagði fráfarandi borgarstjórnarmeirihluti í Reykjavík hana kollvarpa því skipulagsvaldi sem sveitarfélög hefðu yfir flugvöllum. 17. júní 2022 06:36 Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26. ágúst 2022 22:12 Vill dusta rykið af áformum um nýja flugstöð í Reykjavík Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir tímabært að dusta rykið af áformum um nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli. Nærri tvö ár eru síðan áform um að byggja nýja flugstöð voru kynnt en gert er ráð fyrir að hún verði um sextán hundruð fermetrar að stærð. 26. maí 2022 23:09 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Við kynningu á samgönguáætlun í síðustu viku lýsti Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra því yfir að hann hygðist festa Reykjavíkurflugvöll í sessi. „Sko, við erum með Reykjavíkurflugvöll. Það hefur ekki ennþá tekist að finna annan valkost. Á meðan Reykjavíkurflugvöllur er hérna þá verður að tryggja rekstraröryggi og flugöryggi,“ sagði Eyjólfur í frétt Sýnar. Þegar Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var spurð hvort ríkisstjórnin styddi þessa ákvörðun að festa flugvöllinn í sessi svaraði hún að það hefði ekki verið rætt með þeim hætti. Staðreyndin væri hins vegar sú að annað stæði fyrir flugvöll hefði ekki fundist. Á meðan þyrfti að tryggja innanlandsflug í landinu. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra á kynningarfundinum um samgönguáætlun.Bjarni Einarsson „Mér finnst þetta augljós staða, að það þarf að vera öflugt innanlandsflug í landinu. Við getum ekki látið þennan mikilvæga flugvöll grotna niður á meðan það eru ekki aðrir kostir í stöðunni. Síðan þegar það eru komnir aðrir kostir í stöðunni, ef þeir koma, þá verður það tekið til umræðu í ríkisstjórn, ef að sú staða skapast. En við erum ekki á þeim stað ennþá,“ sagði Kristrún. Eyjólfur boðaði jafnframt nýja flugstöð. „Við erum með flugstöð þarna sem var byggð 1946. Og það er bara löngu, löngu orðið tímabært að koma með nýja flugstöð,“ sagði innviðaráðherra. Flugfarþegar á leið úr flugafgreiðslunni um borð í flugvél í síðustu viku.Lýður Valberg Sveinsson Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, var spurður í flugafgreiðslunni á Reykjavíkurflugvelli hvort ráðamenn félagsins væri farið að langa í nýja flugstöð: „Jú, okkur langar mjög mikið í nýja flugstöð. Þó að þetta sé hérna mjög mikil saga og þetta er kósí hús. En… aðstaðan er varla boðleg, hvorki fyrir okkar viðskiptavini og farþega né okkar starfsmenn,“ svaraði Bogi Nils. Fimm ár eru frá því Icelandair lét gera útlitsteikningar að nýrri flugstöð. Ný flugstöð Reykjavíkurflugvallar, samkvæmt teikningu sem Icelandair lét gera fyrir fimm árum.Teikning/Kurtogpí En hvenær hyggst innviðaráðherra hefjast handa við að grafa fyrir nýrri flugstöð? „Ég get ekki alveg sagt til um það, en vonandi… þetta er samvinnuverkefni við flugrekendur. Og ég sé bara mjög mikilvægt fyrir Ísland sem ferðaþjónustuland að hafa boðlega flugstöð í höfuðborginni,“ svarar Eyjólfur. Bæði Icelandair og Norlandair nota núna saman gömlu flugafgreiðslu Flugfélags Íslands. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í viðtali í flugstöð innanlandsflugsins á Reykjavíkurflugvelli.Sigurjón Ólason „Það hefur verið erfitt fyrir okkur að leggja það til við okkar stjórn, og fá samþykki í okkar stjórn, að fara í fjárfestingar hér þegar þessi völlur hér hefur alltaf verið víkjandi hjá ráðamönnum og stjórnvöldum. En vonandi fer það að breytast. Það er svona að koma annað hljóð þar. Það eru svona flestir að verða sammála um það að völlurinn verði hér og þarf að vera hér næstu áratugina. Og þá stendur ekki á okkur að fara í uppbyggingu og fara í samstarf við stjórnvöld um uppbyggingu hér,“ segir forstjóri Icelandair. En hvar á flugvallarsvæðinu vill ráðherrann reisa nýja flugstöð? „Ég sé hana fyrir mér á svipuðum stað og núverandi flugstöð,“ svarar Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra í viðtali sem sjá má hér:
Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Borgarstjórn Skipulag Reykjavík Samgönguáætlun Tengdar fréttir Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir Samgönguáætlun ganga í berhögg við samninga Reykjavíkurborgar og stjórnvalda um að finna Reykjavíkurflugvelli nýjan stað. Borgin ætli enn að færa æfingaflug, einkaflug og þyrluflug úr Vatnsmýri en nú stendur til að byggja nýja flugstöð á vellinum. 7. desember 2025 07:07 Ný loftferðalög skerða skipulagsvald sveitarfélaga yfir flugvöllum Ný ákvæði laga um loftferðir, sem Alþingi samþykkti á lokasprettinum í fyrrinótt, gera skipulagsreglur flugvalla rétthærri skipulagi sveitarfélaga. Bæði Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg lögðust gegn lagabreytingunni og sagði fráfarandi borgarstjórnarmeirihluti í Reykjavík hana kollvarpa því skipulagsvaldi sem sveitarfélög hefðu yfir flugvöllum. 17. júní 2022 06:36 Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26. ágúst 2022 22:12 Vill dusta rykið af áformum um nýja flugstöð í Reykjavík Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir tímabært að dusta rykið af áformum um nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli. Nærri tvö ár eru síðan áform um að byggja nýja flugstöð voru kynnt en gert er ráð fyrir að hún verði um sextán hundruð fermetrar að stærð. 26. maí 2022 23:09 Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar segir Samgönguáætlun ganga í berhögg við samninga Reykjavíkurborgar og stjórnvalda um að finna Reykjavíkurflugvelli nýjan stað. Borgin ætli enn að færa æfingaflug, einkaflug og þyrluflug úr Vatnsmýri en nú stendur til að byggja nýja flugstöð á vellinum. 7. desember 2025 07:07
Ný loftferðalög skerða skipulagsvald sveitarfélaga yfir flugvöllum Ný ákvæði laga um loftferðir, sem Alþingi samþykkti á lokasprettinum í fyrrinótt, gera skipulagsreglur flugvalla rétthærri skipulagi sveitarfélaga. Bæði Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg lögðust gegn lagabreytingunni og sagði fráfarandi borgarstjórnarmeirihluti í Reykjavík hana kollvarpa því skipulagsvaldi sem sveitarfélög hefðu yfir flugvöllum. 17. júní 2022 06:36
Segir Reykjavíkurflugvöll gríðarlega mikilvægan varavöll millilandaflugs Yfirflugstjóri Icelandair segir gríðarlega mikilvægt að geta notað Reykjavíkurflugvöll sem varavöll millilandaflugs og kallar eftir betri innviðum á vellinum. Hann spari Icelandair hálfan milljarð króna á ári í eldsneytiskostnað og dragi verulega úr útblæstri koltvísýrings. 26. ágúst 2022 22:12
Vill dusta rykið af áformum um nýja flugstöð í Reykjavík Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir tímabært að dusta rykið af áformum um nýja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli. Nærri tvö ár eru síðan áform um að byggja nýja flugstöð voru kynnt en gert er ráð fyrir að hún verði um sextán hundruð fermetrar að stærð. 26. maí 2022 23:09