Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. desember 2025 18:55 Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. vísir/lýður valberg Óvenjumörg alvarleg umferðarslys hafa orðið síðustu vikur sem aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir miður. Aukið stress skili sér í glæfralegum akstri og allt of lítið sé um að gangandi vegfarendur noti endurskinsmerki. Fjöldi alvarlegra umferðarslysa hefur orðið hér á landi síðustu vikur. Til að mynda þykir mildi að ekki hafi farið verr þegar tvö umferðarslys urðu á Norðvesturlandi fyrir rúmum tveimur vikum. Nokkrum dögum síðar urðu alvarleg umferðarslys á Þorlákshafnarvegi og Suðurstrandarvegi. Á miðvikudag varð banaslys á Fjarðarheiði þegar tveir bílar með átta manns skullu saman. Á sunnudaginn var ekið á hjólreiðamann á Sauðárkróki sem var fluttur alvarlega slasaður með sjúkraflugi á Landspítalann. Þá varð alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsbraut í gær þegar ekið var á gangandi vegfaranda en öldruð kona var flutt stórslösuð frá vettvangi. Um klukkan fimm í gær skullu einnig saman jepplingur og flutningabíll á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ með þeim afleiðingum að karlmaður á þrítugsaldri lést. Tíu hafa látist í umferðinni á árinu. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir um óvenjumörg alvarleg slys að ræða. „Okkur þykir það mjög miður. Það koma alltaf reglulega upp á þessum haustmánuðum, október, nóvember, desember þá koma upp alvarleg slys. Það er myrkur hérna. Jólastressið virðist alltaf hafa einhver áhrif. Fólk er að flýta sér meira. Núna í aðdraganda þessarar jólahátíðar er ákall frá lögreglunni að við tónum okkur aðeins niður og njótum þess að taka þátt í undirbúningi jólanna án þess að leggja allt undir í umferðinni.“ Lögreglan verði varari við glæfralegt aksturslag eftir því sem stressið verður meira. Hann biðlar til vegfarenda að setja öryggið á oddinn og sérstaklega gangandi vegfarendur. „Fólk er afskaplega dökkklætt. Gangandi vegfarendur. Ég er engin tískulögga en það væri mjög jákvætt að sjá fólk í aðeins meiri lituðum fatnaði. Hérna á morgnanna og síðdegis verður skyggnið þannig að dökkklæddar verur sjást illa.“ Skyggnið geti verið verulega erfitt á þessum dekkstu tímum ársins. Virðing fyrir umferðarljósum og reglum sé ekki nægilega mikil. „Gangandi vegfarendur þurfa líka að taka það til sín að nota gangbrautir, umferðarljós og vera ekki að fara yfir bara einhvers staðar. Svo náttúrulega fyrst og fremst að nota það sem allir ættu að nota sem eru þessi endurskinsmerki. Það er ágætt því ég sé að þú ert í svartri úlpu að þá ætla ég bara að gefa þér eitt endurskinsmerki,“ segir hann og heldur áfram. „Við sjáum það reglulega mjög víða á höfuðborgarsvæðinu að fólk er ekki að nota gangbrautarljós og merktar gangbrautir. Það er að fara yfir bara hingað og þangað.“ Samgönguslys Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Fjöldi alvarlegra umferðarslysa hefur orðið hér á landi síðustu vikur. Til að mynda þykir mildi að ekki hafi farið verr þegar tvö umferðarslys urðu á Norðvesturlandi fyrir rúmum tveimur vikum. Nokkrum dögum síðar urðu alvarleg umferðarslys á Þorlákshafnarvegi og Suðurstrandarvegi. Á miðvikudag varð banaslys á Fjarðarheiði þegar tveir bílar með átta manns skullu saman. Á sunnudaginn var ekið á hjólreiðamann á Sauðárkróki sem var fluttur alvarlega slasaður með sjúkraflugi á Landspítalann. Þá varð alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsbraut í gær þegar ekið var á gangandi vegfaranda en öldruð kona var flutt stórslösuð frá vettvangi. Um klukkan fimm í gær skullu einnig saman jepplingur og flutningabíll á Vesturlandsvegi í Mosfellsbæ með þeim afleiðingum að karlmaður á þrítugsaldri lést. Tíu hafa látist í umferðinni á árinu. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir um óvenjumörg alvarleg slys að ræða. „Okkur þykir það mjög miður. Það koma alltaf reglulega upp á þessum haustmánuðum, október, nóvember, desember þá koma upp alvarleg slys. Það er myrkur hérna. Jólastressið virðist alltaf hafa einhver áhrif. Fólk er að flýta sér meira. Núna í aðdraganda þessarar jólahátíðar er ákall frá lögreglunni að við tónum okkur aðeins niður og njótum þess að taka þátt í undirbúningi jólanna án þess að leggja allt undir í umferðinni.“ Lögreglan verði varari við glæfralegt aksturslag eftir því sem stressið verður meira. Hann biðlar til vegfarenda að setja öryggið á oddinn og sérstaklega gangandi vegfarendur. „Fólk er afskaplega dökkklætt. Gangandi vegfarendur. Ég er engin tískulögga en það væri mjög jákvætt að sjá fólk í aðeins meiri lituðum fatnaði. Hérna á morgnanna og síðdegis verður skyggnið þannig að dökkklæddar verur sjást illa.“ Skyggnið geti verið verulega erfitt á þessum dekkstu tímum ársins. Virðing fyrir umferðarljósum og reglum sé ekki nægilega mikil. „Gangandi vegfarendur þurfa líka að taka það til sín að nota gangbrautir, umferðarljós og vera ekki að fara yfir bara einhvers staðar. Svo náttúrulega fyrst og fremst að nota það sem allir ættu að nota sem eru þessi endurskinsmerki. Það er ágætt því ég sé að þú ert í svartri úlpu að þá ætla ég bara að gefa þér eitt endurskinsmerki,“ segir hann og heldur áfram. „Við sjáum það reglulega mjög víða á höfuðborgarsvæðinu að fólk er ekki að nota gangbrautarljós og merktar gangbrautir. Það er að fara yfir bara hingað og þangað.“
Samgönguslys Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Fleiri fréttir Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira