Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar 25. nóvember 2025 17:02 Þann 1. nóvember sl., birtist grein eftir Aldísi Sigfúsdóttur, verkfræðing og íbúa á Selfossi, þar sem hún varaði við vikurflutningum Steypustöðvarinnar materials ehf. um Selfoss. Steypustöðin varð fyrir þremur árum hlutskörpust í útboði Skeiða- og Gnúpverjahrepps um efnisnám í Búrfellshólma. Útboðið snérist um nýtingu á því takmarkaða efni sem eftir er í námunni. Í greininni er látið að því liggja að vikurflutningar um Selfoss séu nýir af nálinni, en raunin er allt önnur. Flutningar á vikri frá námu í Búrfellshólma hafa átt sér stað í tæplega 50 ár ásamt því að einnig er fluttur vikur úr námum í Rangárþingi Ytra. Fyrirtækið Jarðefnaiðnaður ehf. hefur flutt vikurinn bæði úr námunni í Búrfellshólma og námum í Rangárþingi Ytra um árabil og stundar í dag flutninga á vikri einungis úr námum í Rangárþingi Ytra, sem eins og áður er ekið gegnum Selfoss. Einungis 0,1% núverandi umferðar Mikilvægt er að setja þessa flutninga í samhengi við aðra umferð á þjóðvegum landsins. Flutningarnir á vikrinum fara einungis fram frá vori fram á haust. Helst hefur komið fram gagnrýni um þessa flutninga í gegnum Selfoss, en samkvæmt tölum Vegagerðarinnar er meðaltalsumferð í gegnum Selfoss á sumrin 16.000 bifreiðar á dag. Vikurflutningarnir eru því ekki nema rúmlega 0,1% af núverandi umferð í gegnum Selfoss og engin áform eru um að auka vikurflutningana. Þvert á móti, verði flutningsmagnið svipað að umfangi og síðustu ár, mun taka 15 til 25 ár að tæma námuna og um leið leggjast þessir flutningar af. Brýnt að laga Þjórsárdalsveg Mesta hættan sem stafar af umræddum vikurflutningum er akstursleiðin um Þjórsárdalsveg, en eins og fram kemur í umsögn Vegagerðarinnar í umhverfismatinu um framkvæmdina, þá á Þjórsárdalsvegur að vera samkvæmt hönnunarforsendum 8 metra breiður. Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar er hann þó einungis 6,0-7,2 metra breiður. Nýlega bókaði sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að nauðsynlegt sé að laga þann veg, enda fara um veginn miklir þungaflutningar allt árið um kring vegna þeirra fjölmörgu virkjana sem eru á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Einnig er Bláa lónið í mikilli uppbyggingu ferðaþjónustu í Þjórsárdal, sem mun auka mjög umferð ferðamanna um Þjórsárdalsveg á næstu árum. Sveitarstjórnin er ekki á móti umferð um vegina, heldur fer einungis fram á að vegirnir séu í samræmi við gefnar hönnunarforsendur. Ábyrgðin liggur því hjá Vegagerðinni sem ber að tryggja öryggi veganna fyrir alla umferð, bæði fólksbíla og þungaflutninga. Vegir uppfylli öryggiskröfur Hið raunverulega vandamál vegna allra þungaflutninga á landsbyggðinni snýr að því að vegakerfið hefur verið fjársvelt í áratugi og er á fjölmörgum stöðum hættulegt, ekki vegna umferðarinnar sem slíkrar heldur vegna þess að vegirnir uppfylla ekki settar kröfur eins og þeir eiga að gera. Alþingi verður að tryggja aukið fjármagn til þess að vegirnir sem við keyrum um séu öruggir. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Umferð Samgöngur Vegagerð Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Þann 1. nóvember sl., birtist grein eftir Aldísi Sigfúsdóttur, verkfræðing og íbúa á Selfossi, þar sem hún varaði við vikurflutningum Steypustöðvarinnar materials ehf. um Selfoss. Steypustöðin varð fyrir þremur árum hlutskörpust í útboði Skeiða- og Gnúpverjahrepps um efnisnám í Búrfellshólma. Útboðið snérist um nýtingu á því takmarkaða efni sem eftir er í námunni. Í greininni er látið að því liggja að vikurflutningar um Selfoss séu nýir af nálinni, en raunin er allt önnur. Flutningar á vikri frá námu í Búrfellshólma hafa átt sér stað í tæplega 50 ár ásamt því að einnig er fluttur vikur úr námum í Rangárþingi Ytra. Fyrirtækið Jarðefnaiðnaður ehf. hefur flutt vikurinn bæði úr námunni í Búrfellshólma og námum í Rangárþingi Ytra um árabil og stundar í dag flutninga á vikri einungis úr námum í Rangárþingi Ytra, sem eins og áður er ekið gegnum Selfoss. Einungis 0,1% núverandi umferðar Mikilvægt er að setja þessa flutninga í samhengi við aðra umferð á þjóðvegum landsins. Flutningarnir á vikrinum fara einungis fram frá vori fram á haust. Helst hefur komið fram gagnrýni um þessa flutninga í gegnum Selfoss, en samkvæmt tölum Vegagerðarinnar er meðaltalsumferð í gegnum Selfoss á sumrin 16.000 bifreiðar á dag. Vikurflutningarnir eru því ekki nema rúmlega 0,1% af núverandi umferð í gegnum Selfoss og engin áform eru um að auka vikurflutningana. Þvert á móti, verði flutningsmagnið svipað að umfangi og síðustu ár, mun taka 15 til 25 ár að tæma námuna og um leið leggjast þessir flutningar af. Brýnt að laga Þjórsárdalsveg Mesta hættan sem stafar af umræddum vikurflutningum er akstursleiðin um Þjórsárdalsveg, en eins og fram kemur í umsögn Vegagerðarinnar í umhverfismatinu um framkvæmdina, þá á Þjórsárdalsvegur að vera samkvæmt hönnunarforsendum 8 metra breiður. Samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar er hann þó einungis 6,0-7,2 metra breiður. Nýlega bókaði sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps að nauðsynlegt sé að laga þann veg, enda fara um veginn miklir þungaflutningar allt árið um kring vegna þeirra fjölmörgu virkjana sem eru á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu. Einnig er Bláa lónið í mikilli uppbyggingu ferðaþjónustu í Þjórsárdal, sem mun auka mjög umferð ferðamanna um Þjórsárdalsveg á næstu árum. Sveitarstjórnin er ekki á móti umferð um vegina, heldur fer einungis fram á að vegirnir séu í samræmi við gefnar hönnunarforsendur. Ábyrgðin liggur því hjá Vegagerðinni sem ber að tryggja öryggi veganna fyrir alla umferð, bæði fólksbíla og þungaflutninga. Vegir uppfylli öryggiskröfur Hið raunverulega vandamál vegna allra þungaflutninga á landsbyggðinni snýr að því að vegakerfið hefur verið fjársvelt í áratugi og er á fjölmörgum stöðum hættulegt, ekki vegna umferðarinnar sem slíkrar heldur vegna þess að vegirnir uppfylla ekki settar kröfur eins og þeir eiga að gera. Alþingi verður að tryggja aukið fjármagn til þess að vegirnir sem við keyrum um séu öruggir. Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun