30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. nóvember 2025 21:05 Hressar og skemmtilegar kvenfélagskonur staddar á fæðingadeildinni hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kvenfélagskonur um allt land hafa safnað 30 milljónum króna og gefið sjö fæðingardeildum andvirðið en um er að ræða hugbúnað og tæknilausnina „Milou”, sem er rafrænt kerfi fyrir skráningu og vistun fósturhjartsláttarrita, sem er mikið öryggi fyrir þungaðar konur á meðgöngu og í fæðingu. Fulltrúar Kvenfélagasambands Íslands og konur úr nokkrum sunnlenskum kvenfélögum mættu nýlega í matsal Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi þar sem gjafaafhending til fæðingardeildarinnar fór formlega fram, auk þess sem nýi tæknibúnaðurinn var kynntur í máli og myndum. Fæðingardeildirnar á Akranesi, Ísafirði, Reykjanesi, Akureyri, Vestmannaeyjum, Selfossi og á Neskaupstað hafa allar fengið nýja tækjabúnaðinn, sem er að andvirði 30 milljónir króna. Peningunum var safnað í tilefni af 90 ára afmælis Kvenfélagasambands Íslands. „Þetta hjartsláttar fósturrit er til að tryggja öryggi barna og mæðra hvar sem þær eru búsettar á landinu. Það sparar þeim að þurfa ekki að vera að fara suður í skoðun og það er hægt að, þetta eykur öryggi barna og kvenna,” segir Dagmar Elín Sigurðardóttir, Forseti Kvenfélagasambands Íslands. Dagmar Elín, Forseti kvenfélagasambands Íslands og Björk Steindórsdóttir þegar gjöfin var formlega afhent.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég til dæmis man að ég bakaði heima í eldhúsi sörur, sem ég seldi svo bara nágrannakonunni til þess að gefa í söfnunina. Þannig bara gerum við, við bara vinnum þetta saman konur,” segir Sólveig Þórðardóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna. Sólveig Þórðardóttir formaður Sambands sunnlenskra kvenna (SSK)Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunnlenskar kvenfélagskonur mættu á kynningu á nýja tækjabúnaðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Yfirljósmóðirin hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á varla til orð til að lýsa ánægju sinni með gjöfina. „Það er bara alveg með ólíkindum hvað það er mikill kraftur í konum fyrir konur og þessar konur í Kvennfélagasambandi Íslands hafa bara unnið þrekvirki, ég verð að segja það. Þessi vegferð er búin að vera alveg ótrúleg. Ég fær alveg gæsahúð að þetta skuli vera að virka og við erum byrjaðar að nota þetta og það er alveg ofboðslega mikil sælutilfinning og svo bara kraftur kvenna,” segir Björk Steindórsdóttir, yfirljósmaður hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Hér má sjá upplýsingar um hvað tækið gerir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Kvenheilsa Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Fulltrúar Kvenfélagasambands Íslands og konur úr nokkrum sunnlenskum kvenfélögum mættu nýlega í matsal Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Selfossi þar sem gjafaafhending til fæðingardeildarinnar fór formlega fram, auk þess sem nýi tæknibúnaðurinn var kynntur í máli og myndum. Fæðingardeildirnar á Akranesi, Ísafirði, Reykjanesi, Akureyri, Vestmannaeyjum, Selfossi og á Neskaupstað hafa allar fengið nýja tækjabúnaðinn, sem er að andvirði 30 milljónir króna. Peningunum var safnað í tilefni af 90 ára afmælis Kvenfélagasambands Íslands. „Þetta hjartsláttar fósturrit er til að tryggja öryggi barna og mæðra hvar sem þær eru búsettar á landinu. Það sparar þeim að þurfa ekki að vera að fara suður í skoðun og það er hægt að, þetta eykur öryggi barna og kvenna,” segir Dagmar Elín Sigurðardóttir, Forseti Kvenfélagasambands Íslands. Dagmar Elín, Forseti kvenfélagasambands Íslands og Björk Steindórsdóttir þegar gjöfin var formlega afhent.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég til dæmis man að ég bakaði heima í eldhúsi sörur, sem ég seldi svo bara nágrannakonunni til þess að gefa í söfnunina. Þannig bara gerum við, við bara vinnum þetta saman konur,” segir Sólveig Þórðardóttir, formaður Sambands sunnlenskra kvenna. Sólveig Þórðardóttir formaður Sambands sunnlenskra kvenna (SSK)Magnús Hlynur Hreiðarsson Sunnlenskar kvenfélagskonur mættu á kynningu á nýja tækjabúnaðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Yfirljósmóðirin hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á varla til orð til að lýsa ánægju sinni með gjöfina. „Það er bara alveg með ólíkindum hvað það er mikill kraftur í konum fyrir konur og þessar konur í Kvennfélagasambandi Íslands hafa bara unnið þrekvirki, ég verð að segja það. Þessi vegferð er búin að vera alveg ótrúleg. Ég fær alveg gæsahúð að þetta skuli vera að virka og við erum byrjaðar að nota þetta og það er alveg ofboðslega mikil sælutilfinning og svo bara kraftur kvenna,” segir Björk Steindórsdóttir, yfirljósmaður hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Hér má sjá upplýsingar um hvað tækið gerir. Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurlands Kvenheilsa Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira