Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. nóvember 2025 20:27 Kolbrún Áslaugur Baldursdóttir og Ingibjörg Isaksen sitja báðar í velferðarnefnd. Samsett Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu í ljós óánægju sína með vinnubrögð stjórnarliða í velferðarnefnd á Alþingi í dag. Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun, án þess að stjórnarandstöðuflokkarnir gætu komið sínum sjónarmiðum á framfæri. „Mig langar að koma hér upp og ræða vinnubrögð stjórnar meirihlutans hér í þinginu,“ sagði Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins sem situr í velferðarnefnd, undir liðnum Fundarstjórn forseta á þingfundi í dag. Ingibjörg segir að um mikilvægan samning sé að ræða sem Framsóknarflokkurinn styðji heils hugar. Hins vegar liggi ekki fyrir lögbundið áhrifamat, líkt og framkvæma eigi lögum samkvæmt. Að auki sé óskum sveitarfélaga ekki svarað. Í síðustu viku var ákveðið að vísa málinu aftur inn til velferðarnefndar til frekari umræðu í ljósi þess að ríki og sveitarfélög eru á öndverðum meiði um hversu hár kostnaður muni hljótast af lögfestingu samningsins. Nokkrir þingmenn minnihlutans tóku undir orð Ingibjargar, þar á meðal Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem situr einnig í nefndinni. „Okkur brá dálítið í brún í morgun þegar við mættum til fundar í velferðarnefnd og um leið og við vorum að labba inn á fundinn var okkur sent nýtt nefndarálit fyrir 3. umræðu, hafandi verið hér í þingsal í síðustu viku þar sem óskað var eftir því að málið fengi meiri og dýpri og betri umræðu í ljósi alls,“ segir Rósa. „Það hefur verið óskað eftir gögnum líka frá því sú umræða átti sér stað og þau hafa ekki, eðli málsins samkvæmt, verið komin inn í nefndina. Ég lýsi yfir vonbrigðum með þessi vinnubrögð.“ Kvartið leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, fer með formennsku í nefndinni og segir það leiðinlegt að heyra þingmenn kvarta. „Eins og fram hefur komið hérna er búið að ræða þetta mál ofan í smæstu öreindir á síðasta þingi og núna. Það hefur fjöldi gesta komið fyrir nefndina og við í meirihlutanum höfum lagt okkur fram við að meðtaka allar beiðnir frá minnihlutanum í nefndinni og fara að óskum hans. Þetta mál er komið að enda og er tilbúið til afgreiðslu,“ sagði hún í dag. Hún segir það leitt að upplifa að allt sé gert til að koma í veg fyrir að málið, sem tryggi réttaröryggi fólks með fatlanir, nái fram að ganga. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, tekur undir með flokkssystur sinni. „Málið fékk ítarlega umfjöllun hjá velferðarnefnd í vor og hefur auk þess hlotið ítarlega umfjöllun nú í haust. Búið er að bregðast við fjölmörgum beiðnum stjórnarandstöðunnar um hinar og þessar upplýsingar, þar á meðal um þær lagabreytingar sem ráðist hefur verið í til að undirbúa lögfestingu samningsins,“ segir Inga. Hún segir Kolbrúnu hafa staðið sig frábærlega við vinnslu málsins og biður þá sem gagnrýna störf hennar að líta frekar í eigin barm. Alþingi Sameinuðu þjóðirnar Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
„Mig langar að koma hér upp og ræða vinnubrögð stjórnar meirihlutans hér í þinginu,“ sagði Ingibjörg Isaksen, þingmaður Framsóknarflokksins sem situr í velferðarnefnd, undir liðnum Fundarstjórn forseta á þingfundi í dag. Ingibjörg segir að um mikilvægan samning sé að ræða sem Framsóknarflokkurinn styðji heils hugar. Hins vegar liggi ekki fyrir lögbundið áhrifamat, líkt og framkvæma eigi lögum samkvæmt. Að auki sé óskum sveitarfélaga ekki svarað. Í síðustu viku var ákveðið að vísa málinu aftur inn til velferðarnefndar til frekari umræðu í ljósi þess að ríki og sveitarfélög eru á öndverðum meiði um hversu hár kostnaður muni hljótast af lögfestingu samningsins. Nokkrir þingmenn minnihlutans tóku undir orð Ingibjargar, þar á meðal Rósa Guðbjartsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem situr einnig í nefndinni. „Okkur brá dálítið í brún í morgun þegar við mættum til fundar í velferðarnefnd og um leið og við vorum að labba inn á fundinn var okkur sent nýtt nefndarálit fyrir 3. umræðu, hafandi verið hér í þingsal í síðustu viku þar sem óskað var eftir því að málið fengi meiri og dýpri og betri umræðu í ljósi alls,“ segir Rósa. „Það hefur verið óskað eftir gögnum líka frá því sú umræða átti sér stað og þau hafa ekki, eðli málsins samkvæmt, verið komin inn í nefndina. Ég lýsi yfir vonbrigðum með þessi vinnubrögð.“ Kvartið leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, þingmaður Flokks fólksins, fer með formennsku í nefndinni og segir það leiðinlegt að heyra þingmenn kvarta. „Eins og fram hefur komið hérna er búið að ræða þetta mál ofan í smæstu öreindir á síðasta þingi og núna. Það hefur fjöldi gesta komið fyrir nefndina og við í meirihlutanum höfum lagt okkur fram við að meðtaka allar beiðnir frá minnihlutanum í nefndinni og fara að óskum hans. Þetta mál er komið að enda og er tilbúið til afgreiðslu,“ sagði hún í dag. Hún segir það leitt að upplifa að allt sé gert til að koma í veg fyrir að málið, sem tryggi réttaröryggi fólks með fatlanir, nái fram að ganga. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra og formaður Flokks fólksins, tekur undir með flokkssystur sinni. „Málið fékk ítarlega umfjöllun hjá velferðarnefnd í vor og hefur auk þess hlotið ítarlega umfjöllun nú í haust. Búið er að bregðast við fjölmörgum beiðnum stjórnarandstöðunnar um hinar og þessar upplýsingar, þar á meðal um þær lagabreytingar sem ráðist hefur verið í til að undirbúa lögfestingu samningsins,“ segir Inga. Hún segir Kolbrúnu hafa staðið sig frábærlega við vinnslu málsins og biður þá sem gagnrýna störf hennar að líta frekar í eigin barm.
Alþingi Sameinuðu þjóðirnar Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira