Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Siggeir Ævarsson skrifar 4. nóvember 2025 17:17 Mikel Merino skoraði tvö í kvöld Vísir/Getty Arsenal-menn eru áfram taplausir í Meistaradeildinni eftir þægilegan 0-3 sigur á Slavia Prag í Tékklandi í kvöld. Bukayo Saka kom Arsenal yfir með marki úr vítaspyrnu á 32. mínútu og Mikel Merino tvöfaldaði forskotið strax í upphafi síðari hálfleiks. Hann tvöfaldaði svo markafjölda sinn á 68. mínútu og öruggur sigur Arsenal svo gott sem í höfn en leikmenn Slavia mættu einfaldlega ofjörlum sínum í kvöld og gerðu sig sjaldan líklega til að skora. Þeir komust reyndar nálægt því 86. mínútu þegar dómari leiksins dæmdi víti en eftir skoðun í VAR komst hann að því að það var einfaldlega engin snerting og vítið blásið af. Arsenal er því áfram taplaust í Meistaradeildinni og hefur heldur ekki fengið á sig mark og hefur raunar ekki fengið á sig mark í öllum keppnum síðan 28. september. Í hinum leiknum sem hófst klukkan 17:45 gerðu Napólí og Frankfurt tilþrifalítið 0-0 jafntefli. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla
Arsenal-menn eru áfram taplausir í Meistaradeildinni eftir þægilegan 0-3 sigur á Slavia Prag í Tékklandi í kvöld. Bukayo Saka kom Arsenal yfir með marki úr vítaspyrnu á 32. mínútu og Mikel Merino tvöfaldaði forskotið strax í upphafi síðari hálfleiks. Hann tvöfaldaði svo markafjölda sinn á 68. mínútu og öruggur sigur Arsenal svo gott sem í höfn en leikmenn Slavia mættu einfaldlega ofjörlum sínum í kvöld og gerðu sig sjaldan líklega til að skora. Þeir komust reyndar nálægt því 86. mínútu þegar dómari leiksins dæmdi víti en eftir skoðun í VAR komst hann að því að það var einfaldlega engin snerting og vítið blásið af. Arsenal er því áfram taplaust í Meistaradeildinni og hefur heldur ekki fengið á sig mark og hefur raunar ekki fengið á sig mark í öllum keppnum síðan 28. september. Í hinum leiknum sem hófst klukkan 17:45 gerðu Napólí og Frankfurt tilþrifalítið 0-0 jafntefli.