Fótbolti

Ráku lær­linga sem fögnuðu marki í beinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Inter vann dramatískan sigur á Verona um helgina.
Inter vann dramatískan sigur á Verona um helgina. getty/Mattia Ozbot

Sky Sports á Ítalíu hefur rekið tvo lærlinga sem sáust fagna marki í beinni útsendingu.

Inter sigraði Verona, 1-2, í ítölsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Sigurmarkið var sjálfsmark Martins Frese en það kom á 93. mínútu. 

Þegar fréttamaður Sky greindi frá tíðindunum í beinni útsendingu sáust lærlingarnir tveir fagna markinu ógurlega í bakgrunni. Þeir stukku upp úr sætum sínum og föðmuðust áður en þeir komu sér úr mynd.

Glöggir áhorfendur tóku samt eftir fagnaðarlátunum og nú hefur verið staðfest að Sky lét lærlingana fara.

Í bréfi til starfsfólks Sky, þar sem hann greindi frá ákvörðuninni, brýndi framkvæmdastjórinn Federico Ferri fyrir fólkinu á Sky að hegða sér eins og blaðamenn en ekki stuðningsmenn. 

Ferri sagði jafnframt að þegar einn starfsmaður gerði sig að fífli gerði hann um leið alla kollega sína að fífli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×