Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir, Helga Tryggvadóttir og Sigurdís Haraldsdóttir skrifa 19. október 2025 19:02 Mikilvægi þess að krabbameinsgreindir hafi aðgang að góðri endurhæfingarþjónustu er ótvírætt, hvort sem tilgangur þjónustunnar er að viðhalda færni og getu í baráttu við ólæknandi mein eða að komast aftur til baka inn í lífið og á vinnumarkað eftir að meðferð gegn krabbameini er lokið. Ljósið er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin sem er í boði fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi. Starfsemin er því gríðarlega mikilvæg fyrir þennan hóp sem getur þangað sótt alhliða þjónustu sem byggir á þverfaglegri nálgun þar sem unnið er samkvæmt gagnreyndum rannsóknum. Í Ljósinu er boðið upp á markvissa þjálfun sem sniðin er að þörfum einstaklinga í krabbameinsmeðferð. Að auki geta krabbameinsgreindir sótt þangað dýrmætan jafningjastuðning. Áform ríkisstjórnarinnar um að draga úr fjárframlögum til þessarar mikilvægu starfsemi koma því augljóslega illa við viðkvæman hóp krabbameinsgreinda. Við teljum að slíkur niðurskurður hljóti að leiða til tafa á hinu mikilvæga endurhæfingarferli með tilheyrandi vandamálum og lífsgæðaskerðingu. Sýnt hefur verið fram á mikilvægi reglubundinnar hreyfingar fyrir krabbameinsgreinda. Nýleg rannsókn sýndi fram á að reglubundin hreyfing getur dregið úr endurkomutíðni og aukið lifun sjúklinga með ristilkrabbamein í læknanlegri meðferð. Einnig hefur sýnt sig að reglubundin hreyfing getur dregið úr aukaverkunum margra lyfja sem er sérlega mikilvægt í ljósi þess að margir krabbameinsgreindra þurfa að taka lyf til langs tíma, jafnvel árum saman. Það er okkar reynsla að sá stuðningur sem veittur er í Ljósinu sé ómetanlegur fyrir einstaklinga sem glíma við afleiðingar krabbameina og meðferðar vegna þeirra. Fyrir hönd Félags íslenskra krabbameinslækna hvetjum við stjórnvöld til að endurskoða áform um niðurskurð svo tryggja megi áfram þá mikilvægu starfsemi sem veitt er í Ljósinu. Höfundar eru krabbameinslæknar og sitja í stjórn Félags íslenskra krabbameinslækna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Félagasamtök Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægi þess að krabbameinsgreindir hafi aðgang að góðri endurhæfingarþjónustu er ótvírætt, hvort sem tilgangur þjónustunnar er að viðhalda færni og getu í baráttu við ólæknandi mein eða að komast aftur til baka inn í lífið og á vinnumarkað eftir að meðferð gegn krabbameini er lokið. Ljósið er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin sem er í boði fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi. Starfsemin er því gríðarlega mikilvæg fyrir þennan hóp sem getur þangað sótt alhliða þjónustu sem byggir á þverfaglegri nálgun þar sem unnið er samkvæmt gagnreyndum rannsóknum. Í Ljósinu er boðið upp á markvissa þjálfun sem sniðin er að þörfum einstaklinga í krabbameinsmeðferð. Að auki geta krabbameinsgreindir sótt þangað dýrmætan jafningjastuðning. Áform ríkisstjórnarinnar um að draga úr fjárframlögum til þessarar mikilvægu starfsemi koma því augljóslega illa við viðkvæman hóp krabbameinsgreinda. Við teljum að slíkur niðurskurður hljóti að leiða til tafa á hinu mikilvæga endurhæfingarferli með tilheyrandi vandamálum og lífsgæðaskerðingu. Sýnt hefur verið fram á mikilvægi reglubundinnar hreyfingar fyrir krabbameinsgreinda. Nýleg rannsókn sýndi fram á að reglubundin hreyfing getur dregið úr endurkomutíðni og aukið lifun sjúklinga með ristilkrabbamein í læknanlegri meðferð. Einnig hefur sýnt sig að reglubundin hreyfing getur dregið úr aukaverkunum margra lyfja sem er sérlega mikilvægt í ljósi þess að margir krabbameinsgreindra þurfa að taka lyf til langs tíma, jafnvel árum saman. Það er okkar reynsla að sá stuðningur sem veittur er í Ljósinu sé ómetanlegur fyrir einstaklinga sem glíma við afleiðingar krabbameina og meðferðar vegna þeirra. Fyrir hönd Félags íslenskra krabbameinslækna hvetjum við stjórnvöld til að endurskoða áform um niðurskurð svo tryggja megi áfram þá mikilvægu starfsemi sem veitt er í Ljósinu. Höfundar eru krabbameinslæknar og sitja í stjórn Félags íslenskra krabbameinslækna.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun