Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir, Helga Tryggvadóttir og Sigurdís Haraldsdóttir skrifa 19. október 2025 19:02 Mikilvægi þess að krabbameinsgreindir hafi aðgang að góðri endurhæfingarþjónustu er ótvírætt, hvort sem tilgangur þjónustunnar er að viðhalda færni og getu í baráttu við ólæknandi mein eða að komast aftur til baka inn í lífið og á vinnumarkað eftir að meðferð gegn krabbameini er lokið. Ljósið er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin sem er í boði fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi. Starfsemin er því gríðarlega mikilvæg fyrir þennan hóp sem getur þangað sótt alhliða þjónustu sem byggir á þverfaglegri nálgun þar sem unnið er samkvæmt gagnreyndum rannsóknum. Í Ljósinu er boðið upp á markvissa þjálfun sem sniðin er að þörfum einstaklinga í krabbameinsmeðferð. Að auki geta krabbameinsgreindir sótt þangað dýrmætan jafningjastuðning. Áform ríkisstjórnarinnar um að draga úr fjárframlögum til þessarar mikilvægu starfsemi koma því augljóslega illa við viðkvæman hóp krabbameinsgreinda. Við teljum að slíkur niðurskurður hljóti að leiða til tafa á hinu mikilvæga endurhæfingarferli með tilheyrandi vandamálum og lífsgæðaskerðingu. Sýnt hefur verið fram á mikilvægi reglubundinnar hreyfingar fyrir krabbameinsgreinda. Nýleg rannsókn sýndi fram á að reglubundin hreyfing getur dregið úr endurkomutíðni og aukið lifun sjúklinga með ristilkrabbamein í læknanlegri meðferð. Einnig hefur sýnt sig að reglubundin hreyfing getur dregið úr aukaverkunum margra lyfja sem er sérlega mikilvægt í ljósi þess að margir krabbameinsgreindra þurfa að taka lyf til langs tíma, jafnvel árum saman. Það er okkar reynsla að sá stuðningur sem veittur er í Ljósinu sé ómetanlegur fyrir einstaklinga sem glíma við afleiðingar krabbameina og meðferðar vegna þeirra. Fyrir hönd Félags íslenskra krabbameinslækna hvetjum við stjórnvöld til að endurskoða áform um niðurskurð svo tryggja megi áfram þá mikilvægu starfsemi sem veitt er í Ljósinu. Höfundar eru krabbameinslæknar og sitja í stjórn Félags íslenskra krabbameinslækna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Krabbamein Félagasamtök Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Mikilvægi þess að krabbameinsgreindir hafi aðgang að góðri endurhæfingarþjónustu er ótvírætt, hvort sem tilgangur þjónustunnar er að viðhalda færni og getu í baráttu við ólæknandi mein eða að komast aftur til baka inn í lífið og á vinnumarkað eftir að meðferð gegn krabbameini er lokið. Ljósið er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin sem er í boði fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi. Starfsemin er því gríðarlega mikilvæg fyrir þennan hóp sem getur þangað sótt alhliða þjónustu sem byggir á þverfaglegri nálgun þar sem unnið er samkvæmt gagnreyndum rannsóknum. Í Ljósinu er boðið upp á markvissa þjálfun sem sniðin er að þörfum einstaklinga í krabbameinsmeðferð. Að auki geta krabbameinsgreindir sótt þangað dýrmætan jafningjastuðning. Áform ríkisstjórnarinnar um að draga úr fjárframlögum til þessarar mikilvægu starfsemi koma því augljóslega illa við viðkvæman hóp krabbameinsgreinda. Við teljum að slíkur niðurskurður hljóti að leiða til tafa á hinu mikilvæga endurhæfingarferli með tilheyrandi vandamálum og lífsgæðaskerðingu. Sýnt hefur verið fram á mikilvægi reglubundinnar hreyfingar fyrir krabbameinsgreinda. Nýleg rannsókn sýndi fram á að reglubundin hreyfing getur dregið úr endurkomutíðni og aukið lifun sjúklinga með ristilkrabbamein í læknanlegri meðferð. Einnig hefur sýnt sig að reglubundin hreyfing getur dregið úr aukaverkunum margra lyfja sem er sérlega mikilvægt í ljósi þess að margir krabbameinsgreindra þurfa að taka lyf til langs tíma, jafnvel árum saman. Það er okkar reynsla að sá stuðningur sem veittur er í Ljósinu sé ómetanlegur fyrir einstaklinga sem glíma við afleiðingar krabbameina og meðferðar vegna þeirra. Fyrir hönd Félags íslenskra krabbameinslækna hvetjum við stjórnvöld til að endurskoða áform um niðurskurð svo tryggja megi áfram þá mikilvægu starfsemi sem veitt er í Ljósinu. Höfundar eru krabbameinslæknar og sitja í stjórn Félags íslenskra krabbameinslækna.
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun