Heimir sagður taka við Fylki Valur Páll Eiríksson skrifar 14. október 2025 14:46 Heimir guðjónsson Vísir/Anton Brink Heimir Guðjónsson sér ekki fram á langa atvinnuleit eftir að hann lýkur störfum hjá FH í lok tímabilsins í Bestu deild karla. Hann taki við Fylki í Lengjudeild. Fótbolti.net greinir frá og fullyrðir að Heimir verði kynntur til leiks hjá Árbæingum á morgun. Heimir er þó enn í starfi hjá FH en liðið á tvo leiki eftir í Bestu deildinni. Hafnfirðingar höfðu þegar tilkynnt að Heimir haldi ekki áfram með liðið að tímabilinu loknu. Nýr þjálfari verður ráðinn til starfa hjá FH. Ekki hefur fengist staðfest hver taki við en Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, segir þegar hafa verið samið við nýjan þjálfara og eru háværar sögusagnir um að sá maður sé Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari AB í Danmörku. Fylkir var í fallbaráttu í Lengjudeild karla í sumar en flestir höfðu spáð þeim beint upp í Bestu deild eftir fall sumarið 2024. Arnar Grétarsson tók við af Árna Frey Guðnasyni um mitt mót og hélt Árbæingum uppi. Hann mun ekki stýra liðinu áfram. Davíð Smári Lamude, fyrrum þjálfari Vestra, hafði verið orðaður við Árbæinn en ef marka má Fótbolti.net er Heimir næsti þjálfari liðsins. Heimir hefur stýrt FH frá árinu 2022 en var áður þjálfari liðsins frá 2008 til 2017. Hann stýrði HB í Færeyjum milli 2017 og 2019 og Val frá 2019 til 2022 áður en hann sneri aftur í Hafnarfjörð. Hann stýrði FH til sex Íslandsmeistaratitla í fyrri stjóratíð sinni og gerði Val að meisturum 2020. Hann vann þá færeyska meistaratitilinn með HB 2018. Fylkir Lengjudeild karla Besta deild karla FH Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira
Fótbolti.net greinir frá og fullyrðir að Heimir verði kynntur til leiks hjá Árbæingum á morgun. Heimir er þó enn í starfi hjá FH en liðið á tvo leiki eftir í Bestu deildinni. Hafnfirðingar höfðu þegar tilkynnt að Heimir haldi ekki áfram með liðið að tímabilinu loknu. Nýr þjálfari verður ráðinn til starfa hjá FH. Ekki hefur fengist staðfest hver taki við en Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH, segir þegar hafa verið samið við nýjan þjálfara og eru háværar sögusagnir um að sá maður sé Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari AB í Danmörku. Fylkir var í fallbaráttu í Lengjudeild karla í sumar en flestir höfðu spáð þeim beint upp í Bestu deild eftir fall sumarið 2024. Arnar Grétarsson tók við af Árna Frey Guðnasyni um mitt mót og hélt Árbæingum uppi. Hann mun ekki stýra liðinu áfram. Davíð Smári Lamude, fyrrum þjálfari Vestra, hafði verið orðaður við Árbæinn en ef marka má Fótbolti.net er Heimir næsti þjálfari liðsins. Heimir hefur stýrt FH frá árinu 2022 en var áður þjálfari liðsins frá 2008 til 2017. Hann stýrði HB í Færeyjum milli 2017 og 2019 og Val frá 2019 til 2022 áður en hann sneri aftur í Hafnarfjörð. Hann stýrði FH til sex Íslandsmeistaratitla í fyrri stjóratíð sinni og gerði Val að meisturum 2020. Hann vann þá færeyska meistaratitilinn með HB 2018.
Fylkir Lengjudeild karla Besta deild karla FH Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Sjá meira