Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar 13. október 2025 21:01 Í bók sinni Tákn Mannsins frá sjöunda áratug síðustu aldar(e. Man and His Symbols) fjallaði geðlæknirinn Carl Jung m.a um trú meðal frumstæðra ættbálka á svokallaða runnasál. Slík sál er talin fylgjusál mannsins og hún holdgerist yfirleitt í villtu dýri eða plöntu. Sé sálin ákveðið dýr þá er dýrið talið bróðir mannsins og hann þykir öruggur gagnvart því; maður hvers runnasál er krókódíll getur synt öruggur með krókódílum og að sama skapi er maður hvers runnasál er tré talinn undir verndarvæng þess. Í báðum tilvikum hlýtur maðurinn skaða af sé holdgervingur runnasálarinnar skaðaður. Það má segja að hér sé vel lýst hinum ótrúlega þorsta sem einkennir hina síleitandi sál mannsins og þá samsömun sem við getum fundið með ólíklegustu hlutum. Trú frumbyggjanna er frumstæð en falleg. Þeir spegla sig í sköpunarverkinu og finna sál sinni samastað. Í nútímasamfélagi spegla menn sig sjaldan í sköpunarverkinu en þeir spegla sig þó stöðugt og hengja sál sína á hina ótrúlegustu hluti. Mér er enn í fersku minni grátur og gnístran tanna fólks þegar skyndibitakeðjan McDonalds yfirgaf Ísland stuttu eftir hrunið 2008. Áhugamenn um bandaríska matmenningu höfðu þá fest sál sína svo kyrfilega við staðinn að þeir mynduðu langa röð til að kyssa Ronald McDonald á munninn í síðasta sinn. Mér skilst að síðasti seldi hamborgarinn sé meira að segja varðveittur í glerkúpli eins og um helgigrip eða múmíu Leníns væri um að ræða. Síðar í bók sinni fjallar Jung um fyrirbæri sem mannfræðingar hafa tekið eftir víðast hvar þar sem frumstæðir ættbálkar komast í kynni við nútímasamfélög; fólk tapar tilgangi sínum, samheldni dvínar og siðferði brestur. Jung vildi meina að vestræn samfélög væru í sömu stöðu — við hefðum tapað tengslunum við trú, tákn og hið yfirnáttúrulega og sálir manna væru því á vergangi. Eftir að McDonalds hvarf frá Íslandi festu sálir manna sig við annan svipaðan mat af mikilli áfergju með þeim afleiðingum að Ísland er nú eitt feitasta land í heimi. En af hverju ætli það sé? Hvers vegna þrá menn af öllu hjarta að búa sál sinni samastað í íturvöxnum líkama? Ætli menn skynji ekki einfaldlega hið mikla tómarúm sem nútímasamfélagið hefur steypt þeim í og reyni í örvæntingu sinni að stækka líkama sinn með öllum ráðum. Í þeirri veiku von að það sé nóg til að fylla tómið. Höfundur er listamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Í bók sinni Tákn Mannsins frá sjöunda áratug síðustu aldar(e. Man and His Symbols) fjallaði geðlæknirinn Carl Jung m.a um trú meðal frumstæðra ættbálka á svokallaða runnasál. Slík sál er talin fylgjusál mannsins og hún holdgerist yfirleitt í villtu dýri eða plöntu. Sé sálin ákveðið dýr þá er dýrið talið bróðir mannsins og hann þykir öruggur gagnvart því; maður hvers runnasál er krókódíll getur synt öruggur með krókódílum og að sama skapi er maður hvers runnasál er tré talinn undir verndarvæng þess. Í báðum tilvikum hlýtur maðurinn skaða af sé holdgervingur runnasálarinnar skaðaður. Það má segja að hér sé vel lýst hinum ótrúlega þorsta sem einkennir hina síleitandi sál mannsins og þá samsömun sem við getum fundið með ólíklegustu hlutum. Trú frumbyggjanna er frumstæð en falleg. Þeir spegla sig í sköpunarverkinu og finna sál sinni samastað. Í nútímasamfélagi spegla menn sig sjaldan í sköpunarverkinu en þeir spegla sig þó stöðugt og hengja sál sína á hina ótrúlegustu hluti. Mér er enn í fersku minni grátur og gnístran tanna fólks þegar skyndibitakeðjan McDonalds yfirgaf Ísland stuttu eftir hrunið 2008. Áhugamenn um bandaríska matmenningu höfðu þá fest sál sína svo kyrfilega við staðinn að þeir mynduðu langa röð til að kyssa Ronald McDonald á munninn í síðasta sinn. Mér skilst að síðasti seldi hamborgarinn sé meira að segja varðveittur í glerkúpli eins og um helgigrip eða múmíu Leníns væri um að ræða. Síðar í bók sinni fjallar Jung um fyrirbæri sem mannfræðingar hafa tekið eftir víðast hvar þar sem frumstæðir ættbálkar komast í kynni við nútímasamfélög; fólk tapar tilgangi sínum, samheldni dvínar og siðferði brestur. Jung vildi meina að vestræn samfélög væru í sömu stöðu — við hefðum tapað tengslunum við trú, tákn og hið yfirnáttúrulega og sálir manna væru því á vergangi. Eftir að McDonalds hvarf frá Íslandi festu sálir manna sig við annan svipaðan mat af mikilli áfergju með þeim afleiðingum að Ísland er nú eitt feitasta land í heimi. En af hverju ætli það sé? Hvers vegna þrá menn af öllu hjarta að búa sál sinni samastað í íturvöxnum líkama? Ætli menn skynji ekki einfaldlega hið mikla tómarúm sem nútímasamfélagið hefur steypt þeim í og reyni í örvæntingu sinni að stækka líkama sinn með öllum ráðum. Í þeirri veiku von að það sé nóg til að fylla tómið. Höfundur er listamaður.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar