Tinda­stóll - Kefla­vík 101-81 | Öruggt og þægi­legt hjá Stólunum

Arnar Skúli Atlason skrifar
Adomas Drungilas fagnaði í kvöld.
Adomas Drungilas fagnaði í kvöld.

Tindastóll vann Keflavík 101-81 í Bónus deild karla í körfubolta á Sauðárkróki í kvöld.

Keflavík byrjaði að svakalega vel í kvöld og átti auðvelt með að setja stig á Tindastól en Stólarnir byrjuðu frekar illa og voru langt frá mönnum í varnarleiknum. Jordan Williams var að spila frábærlega og sóknarleikur Keflavíkur fór mikið í gegnum hann. Jaka Brodnik var vel tengdur líka en hann var 7 af 7 í skotum í fyrri hálfleik. 

Tindastóll vaknaði þó þegar leið á fyrri hálfleikinn og herti varnarleik sinn. Ivan Gavrilovic fór mikinn fyrir Tindastól og Keflavík átti fá svör við hans leik. Tindastóll komst yfir og leiddu í hálfleik 53-48.

Tindastóll byrjaði svakalega vel í seinni hálfleik og Ivan hélt áfram að leika Keflvíkinga grátt. Það virkaði eins og Keflavík gáfust hreinlega upp. Tindastóll kom muninum fljótlega upp í 15 stiga mun og það var munurinn sem var út allan leikinn. Júlíus Orri var gjörsamlega frábær í seinni hálfleiknum hjá Tindastól sem og aðrir leikmenn. Leikurinn endaði 101-81, þægilegt kvöld hjá Tindastól.

Atvikið

Byrjunin hjá Tindastól í seinni hálfleik þegar þeir slitu sig almennilega frá Keflavík og komu þessu upp í muninn sems hélst út leikinn. Keflavík sem áttu fullt erindi í Tindastól gáfust hreinlega upp í seinni hálfleiknum.

Stjörnur

Hjá Tindastól voru Ivan Gavrilovic frábær og skoraði af vild. Júlíus Orri spilaði frábæra vörn og var öflugur á sóknar helmingi einnig. Davis Geks, Ragnar Ágústsson, Pétur Rúnar, Adomas Drungilas og Arnar Björnsson komu með helling að borðinu líka.

Hjá Keflavík voru Jordan Williams og Jaka Brodnik mjög öflugir framan af sem og flestir í Keflavíkurliðinu. En þetta var ekki til útflutnings seinnihálfleikurinn.

Stemning og umgjörð

Mætinginn í Síkið var góð en það var engir Grettismenn sem var rosalega sérstakt.

Dómarar [6]

Þeir voru ekkert arfaslakir en þeir hafa átt betri daga. Ekki erfiður leikur að dæma sem betur fer. En mikið um skrítna dóma sem enginn skildi.

Arnar Guðjóns: „Ákall á Nonny Marr og strákana í sveitinni að koma og gera allt vitlaust í Stúkunni“

Arnar Guðjónsson Þjálfari Tindastóls var sáttur með sigur sinna manna í kvöld.

„Bara gott að ná í sigur. Mér fannst við gera vel á stórum kafla leiksins varnarlega og létum sóknarleikinn koma með.“

Keflavík byrjuðu af krafti og Tindastóll átti í erfiðleikum með sóknarleik þeirra.

„Þeir spila öðruvísi en sum lið. Þeir erum með Jordan Williams og þeir hlaupa rosa mikið af hlutum í kringum hann. Sem eru öðruvísi en það sem við höfum verið að sjá. Við vorum rosalega lengi að ná stjórn á þessum hand off leiknum þeirra. Þeir bjuggu til rosalega mikið af opnum skotum og við vorum langt frá þeim. Þannig við breyttum vörninni á þessu og gerðum hlutina öðruvísi. Svo gerðum við þetta gamla góða og gerðum aðeins betur.“

Næsti leikur Tindastóls er á þriðjudaginn í Evrópukeppninni og er ákall að alla að mæta í Síkið og sjá fyrsta heimaleik sinn í Evrópukeppni.

„Ég er spenntur. Þetta er fyrsti evrópuleikur karla á íslandi síðan 2017. Hauka stelpurnar voru á sínum tíma í evrópu. Fyrsti evrópuleikurinn á króknum. Þetta er stórt og það er ákall að Nonny Marr og félagar mæti hérna í stúkuna og það verði alvöru stemning því með sigri þá gefum við okkur virkilega góða möguleika að komast í topp 16. Þetta er risaleikur fyrir okkur. Hugurinn er búinn að vera svolítið á honum. Þetta er stórt. Það er eins gott að Grettismenn mæti vígalegir hérna og allt verði vitlaust.“

Daníel Guðni: Mjög ósáttur með hvernig við brugðumst við því

Daníel Guðni þjálfari Keflavíkur var súr að hafa tapað í kvöld í Síkinu.

„Bara mjög súr hvernig við brugðumst við mótlætinu. Töpuðum seinni hálfleiknum með 15 stigum. Þrátt fyrir frábæra byrjun þá hættum við að vera svona agressive og gera þessa hluti sem við vorum að gera. Vorum að færa boltann vel sóknarlega og færslurnar varnarlega voru bara í lagi og vorum að gera þeim erfitt fyrir. Þeir hittu rosalega vel og verð að gefa þeim kredit fyrir því. Þeir slógu okkur aðeins á jörðina með því. Við urðum einhvern veginn litlir og það er ekki nógu gott.“

Keflavík náði ekki upp sama taktinum og það var í í fyrri hálfleiknum. Tindastóll keyrði á þá í upphafi seinni hálfleiks.

„Þetta er leikur tvö á tímabilinu. Þegar lið mæta svona til leiks í seinni hálfleik þá getur það stuðað mikið. Fyrstu 5 mínúturnar í seinni hálfleiknum skipta rosalega miklu máli hvernig takturinn í leiknu mverður til loka. Ég er mjög ósáttur með það hvernig við brugðumst við því. Erum að gefa þeim of mikið af opnum skotum og auðveldar körfur. Þeir eru líka með frábært lið lið og örugglega einn af besta erlenda leikmanninn í deildinni í Ivan og rosalega skotmenn fyrir utan svo það er erfitt að eiga við þá.“

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira