Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2025 10:30 DeAndre Kane skorar fyrir Grindavík á móti Njarðvík í endurkomuleiknum til Grindavíkur og það var mikil stemmning í stúkunni. Vísir/Anton Brink Grindavík spilaði sinn fyrsta leik á heimavelli sínum í Grindavík í 694 daga á föstudagskvöldið. Leiðtogi liðsins, DeAndre Kane, vill bæði búa og spila alla heimaleiki í Grindavík. Fólk fjölmennti á leikinn og Grindavíkurliðið fór á kostum í stórsigri á nágrönnunum úr Njarðvík. Stefán Árni Pálsson fór og hitti Kane en það mátti sjá viðtalið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Grindavík hefur leikið sína heimaleiki í Smáranum í Kópavogi síðustu tvö tímabil eða frá rýmingu í bænum eftir jarðhræringar. Lífið í Grindavík hefur aftur á móti verið umtalsvert í sumar og náði það hámarki á föstudagskvöldið í troðfullri HS Orkuhöll. Kane vill fara aftur heim til Grindavíkur og spila alla leiki tímabilsins þar. „Það var gaman að sjá stuðningsmennina. Þeir eru ánægðir að vera komnir aftur til Grindavíkur eftir tvö ár og eftir það sem gerðist þar,“ sagði DeAndre Kane. Einstakt fyrir okkur að koma saman „Það var einstakt fyrir okkur að koma saman eftir að hafa misst einn af okkar stærstu styrktarmönnum,“ sagði Kane. Þarna talar Diandre Kane um Stefán Þór Kristjánsson, útgerðarbónda frá Grindavík, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi tólfta ágúst, sextíu og eins árs að aldri. Ég tel að þetta sé öruggt núna „Ég tel okkur vera örugga. Ef okkur væri ekki heimilt að snúa aftur þá færum við ekki. Íslensku viðbragðsaðilarnir sem tryggja öryggi okkar hafa lagt nýja vegi og varnargarða,“ sagði Kane. „Ég tel að þetta sé öruggt núna og það er best fyrir okkur og stuðningsmennina ef við getum leikið okkar heimaleiki þar. Við höfum æft þar syðra og það er íþyngjandi að keyra fram og til baka,“ sagði Kane. „Ef það er talið nógu öruggt að leika þar og búa er ekkert til fyrirstöðu að gera það. Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu og því viljum við endilega snúa aftur,“ sagði Kane. Gott að koma til Grindavíkur Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, segir að öruggt sé að vera í Grindavík í dag. „Blessuð sé minning þessa manns sem tapaði lífinu í sprungu hérna þar sem hann var að vinna og reyna bjarga húsi. Þú þarft að hafa mjög einbeittan vilja ef þú ætlar að detta ofan í sprungu í Grindavík. Þú þarft eiginlega að fara yfir girðingar og reyna að koma þér sjálfur í klandur,“ sagði Ingibergur. „Þannig að það er svona aðeins að við vildum líka sýna fólki að það er hægt að vera hérna. Það er búið að vera fólk hérna í allt sumar og það er búið hérna í burtu af húsum. Veitingastaðir eru opnir, útgerðarfyrirtækin eru að fullu og tjaldstæðið var pakkað í allt sumar, sundlaugin er opin. Ég er að reyna að segja fólki að það sé gott að koma til Grindavíkur,“ sagði Ingibergur. Bónus-deild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Stefán Árni Pálsson fór og hitti Kane en það mátti sjá viðtalið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Grindavík hefur leikið sína heimaleiki í Smáranum í Kópavogi síðustu tvö tímabil eða frá rýmingu í bænum eftir jarðhræringar. Lífið í Grindavík hefur aftur á móti verið umtalsvert í sumar og náði það hámarki á föstudagskvöldið í troðfullri HS Orkuhöll. Kane vill fara aftur heim til Grindavíkur og spila alla leiki tímabilsins þar. „Það var gaman að sjá stuðningsmennina. Þeir eru ánægðir að vera komnir aftur til Grindavíkur eftir tvö ár og eftir það sem gerðist þar,“ sagði DeAndre Kane. Einstakt fyrir okkur að koma saman „Það var einstakt fyrir okkur að koma saman eftir að hafa misst einn af okkar stærstu styrktarmönnum,“ sagði Kane. Þarna talar Diandre Kane um Stefán Þór Kristjánsson, útgerðarbónda frá Grindavík, sem varð bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi tólfta ágúst, sextíu og eins árs að aldri. Ég tel að þetta sé öruggt núna „Ég tel okkur vera örugga. Ef okkur væri ekki heimilt að snúa aftur þá færum við ekki. Íslensku viðbragðsaðilarnir sem tryggja öryggi okkar hafa lagt nýja vegi og varnargarða,“ sagði Kane. „Ég tel að þetta sé öruggt núna og það er best fyrir okkur og stuðningsmennina ef við getum leikið okkar heimaleiki þar. Við höfum æft þar syðra og það er íþyngjandi að keyra fram og til baka,“ sagði Kane. „Ef það er talið nógu öruggt að leika þar og búa er ekkert til fyrirstöðu að gera það. Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu og því viljum við endilega snúa aftur,“ sagði Kane. Gott að koma til Grindavíkur Ingibergur Þór Jónasson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, segir að öruggt sé að vera í Grindavík í dag. „Blessuð sé minning þessa manns sem tapaði lífinu í sprungu hérna þar sem hann var að vinna og reyna bjarga húsi. Þú þarft að hafa mjög einbeittan vilja ef þú ætlar að detta ofan í sprungu í Grindavík. Þú þarft eiginlega að fara yfir girðingar og reyna að koma þér sjálfur í klandur,“ sagði Ingibergur. „Þannig að það er svona aðeins að við vildum líka sýna fólki að það er hægt að vera hérna. Það er búið að vera fólk hérna í allt sumar og það er búið hérna í burtu af húsum. Veitingastaðir eru opnir, útgerðarfyrirtækin eru að fullu og tjaldstæðið var pakkað í allt sumar, sundlaugin er opin. Ég er að reyna að segja fólki að það sé gott að koma til Grindavíkur,“ sagði Ingibergur.
Bónus-deild karla UMF Grindavík Grindavík Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Álftanes - KR | Tóti Túrbó fær að svara fyrir sig Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira