Körfubolti

Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elvar Már Friðriksson var mjög flottur í leiknum sjálfum og svo ekki síður eftir hann þegar hann stýrði fagnaðarlátum leikmanna og stuðningsmanna.
Elvar Már Friðriksson var mjög flottur í leiknum sjálfum og svo ekki síður eftir hann þegar hann stýrði fagnaðarlátum leikmanna og stuðningsmanna. @anwilwloclawek

Íslenski landsliðsbakvörðurinn Elvar Már Friðriksson er að byrja vel með nýja félaginu sínu í Póllandi.

Elvar var bæði stiga- og stoðsendingahæstur þegar Anwil Wloclawek vann öruggan sigur á Tauron GTK Gliwice í fyrstu umferðinni í gærkvöldi.

Elvar skoraði 16 stig og gaf 6 stoðsendingar á rétt rúmum tuttugu mínútum í leiknum í 93-58 sigri.

Hann var einnig með hæsta framlagið (20) og var hæstur í plús og mínus (+24) í sínu liði.

Það var því ekkert skrýtið að Elvar fékk að stýra sigursöngvunum með stuðningsmönnum liðsins eftir leik og það er ekki að sjá annað en að þeir hafi tekið ástfóstri við Njarðvíkinginn snjalla.

Hér fyrir neðan má sjá Elvar og stuðningsmennina í stuði eftir leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×