Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Sindri Sverrisson skrifar 9. október 2025 21:31 Rasmus Höjlund og félagar í danska landsliðinu stigu ekki feilspor í Ungverjalandi í kvöld, í 6-0 sigri gegn Hvít-Rússum sem ekki mega spila sína heimaleiki í Hvíta-Rússlandi vegna stríðsins í Úkraínu. EPA/BO AMSTRUP Danmörk átti ekki í vandræðum með að leggja Hvíta-Rússland að velli í undankeppni HM í fótbolta í kvöld, 6-0. Átta leikir fóru fram í undankeppninni í Evrópu í dag. Rasmus Höjlund hefur skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum með Napoli og hann var áfram heitur með Dönum í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum. Fyrrverandi liðsfélagi Höjlund hjá Manchester United, Patrick Dorgu, skoraði einnig í fyrri hálfleiknum eftir að Victor Froholdt hafði skorað fyrsta mark leiksins. Anders Dreyer skoraði tvö mörk í seinni hálfleiknum. Skotland vann dýrmætan 3-1 sigur gegn Grikklandi í sama riðli, þrátt fyrir að hafa lent undir á 62. mínútu. Danir og Skotar eru því með sjö stig nú þegar undankeppnin er hálfnuð en Grikkir þrjú stig og Hvít-Rússar án stiga. Efsta liðið kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil. Króatar á toppnum en Færeyjar unnu frábæran sigur Í L-riðli eru Króatar komnir í góð mál eftir markalaust jafntefli gegn Tékklandi á útivelli. Færeyjar unnu frábæran 4-0 sigur gegn Svartfjallalandi í sama riðli. Króatar og Tékkar berjast á toppnum með 13 stig hvort lið en Króatar eiga núna þrjá leiki eftir en Tékkar aðeins tvo. Færeyjar eru með níu stig og eiga tvo leiki eftir. Tíu mörk hjá Austurríki Í H-riðli er Austurríki efst eftir 10-0 risasigur gegn San Marínó, þar sem Marko Arnautovic skoraði fernu. Kýpur og Bosnía gerðu 2-2 jafntefli og er Bosnía eina liðið sem veitir Austurríki keppni um efsta sætið. Austurríki er með 15 stig og á þrjá leiki eftir en Bosnía er með 13 stig og á aðeins tvo leiki eftir. Gakpo og Reijnders á skotskónum Í G-riðli skoraði Liverpool-maðurinn Cody Gakpo tvö mörk og City-maðurinn Tijjani Reijnders eitt, í 4-0 útisigri gegn Möltu. Finnland vann svo Litháen 2-1 á heimavelli. Holland er efst með 13 stig eftir 5 leiki, þremur stigum á undan Póllandi og Finnlandi en Finnar eru núna búnir með 6 leiki og eiga því bara tvo leiki eftir. HM 2026 í fótbolta Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Rasmus Höjlund hefur skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum með Napoli og hann var áfram heitur með Dönum í kvöld þegar hann skoraði tvö mörk í fyrri hálfleiknum. Fyrrverandi liðsfélagi Höjlund hjá Manchester United, Patrick Dorgu, skoraði einnig í fyrri hálfleiknum eftir að Victor Froholdt hafði skorað fyrsta mark leiksins. Anders Dreyer skoraði tvö mörk í seinni hálfleiknum. Skotland vann dýrmætan 3-1 sigur gegn Grikklandi í sama riðli, þrátt fyrir að hafa lent undir á 62. mínútu. Danir og Skotar eru því með sjö stig nú þegar undankeppnin er hálfnuð en Grikkir þrjú stig og Hvít-Rússar án stiga. Efsta liðið kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil. Króatar á toppnum en Færeyjar unnu frábæran sigur Í L-riðli eru Króatar komnir í góð mál eftir markalaust jafntefli gegn Tékklandi á útivelli. Færeyjar unnu frábæran 4-0 sigur gegn Svartfjallalandi í sama riðli. Króatar og Tékkar berjast á toppnum með 13 stig hvort lið en Króatar eiga núna þrjá leiki eftir en Tékkar aðeins tvo. Færeyjar eru með níu stig og eiga tvo leiki eftir. Tíu mörk hjá Austurríki Í H-riðli er Austurríki efst eftir 10-0 risasigur gegn San Marínó, þar sem Marko Arnautovic skoraði fernu. Kýpur og Bosnía gerðu 2-2 jafntefli og er Bosnía eina liðið sem veitir Austurríki keppni um efsta sætið. Austurríki er með 15 stig og á þrjá leiki eftir en Bosnía er með 13 stig og á aðeins tvo leiki eftir. Gakpo og Reijnders á skotskónum Í G-riðli skoraði Liverpool-maðurinn Cody Gakpo tvö mörk og City-maðurinn Tijjani Reijnders eitt, í 4-0 útisigri gegn Möltu. Finnland vann svo Litháen 2-1 á heimavelli. Holland er efst með 13 stig eftir 5 leiki, þremur stigum á undan Póllandi og Finnlandi en Finnar eru núna búnir með 6 leiki og eiga því bara tvo leiki eftir.
HM 2026 í fótbolta Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira