Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Kári Mímisson skrifar 9. október 2025 22:02 Stefán Árnason er nú aðalþjálfari Aftureldingar. vísir/Viktor Freyr Stefán Árnason, þjálfari Aftureldingar, var að vonum svekktur með 10 marka tap liðsins gegn Val á Hlíðarenda í kvöld, í Olís-deild karla í handbolta. „Ég er svekktur, þetta eru vonbrigði. Valsararnir voru töluvert betri en við í leiknum og mér fannst við ekki alveg vera tilbúnir í þetta. Þetta var leikur sem að við hefðum alveg getað náð tökum á, sérstaklega í upphafi leiksins en við bara nýttum ekki tækifærin sem við fengum. Í staðinn þá náði bara Valur þessum leik og náði að búa til stórt forskot snemma á örskömmum tíma. Ég hefði viljað sjá okkur svara betur í fyrri hálfleik. Það er eitt að tapa og að andstæðingurinn sé betri en þú í leiknum en mér fannst við geta gert betur í dag og ég er smá vonsvikinn með það. Þetta er bara leikur sem við lærum af,“ sagði Stefán strax að leik loknum. Hægt er að lesa allt um leik Aftureldingar og Vals hér. Jafnræði var með liðunum framan af leik en um miðjan fyrri hálfleik tókst heimamönnum í Val að skapa sér gott forskot sem liðið lét aldrei af hendi. Stefán segir að liðið hafi ekki verið líkt sjálfu sér sóknarlega og að sterkt lið Vals hafi refsað grimmilega fyrir það. „Við gerum okkur seka um allt of marga tapaða bolta í seinni hálfleiknum og fórum að gera hluti sóknarlega sem að við höfum ekki verið að gera í allan vetur. Við erum búnir að spila sex leiki virkilega vel, verið agaðir sóknarlega en í dag fórum við út fyrir það og leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera og það kom bara hressilega í bakið á okkur. Valur refsaði okkur fyrir það.“ Þrátt fyrir tapið í kvöld hefur lið Aftureldingar farið vel af stað það sem af er tímabili. Liðið var fyrir þennan leik búið að sigra alla fimm leiki sína í deildinni ásamt því að hafa slegið ÍBV út í bikarnum. Stefán segir að hann og hans menn séu spenntir fyrir komandi átökum en að liðið þurfi nú að horfa aftur í spegilinn og læra af þessu tapi. „Við erum búnir að taka þetta viku fyrir viku. Þegar við vinnum þá höfum við reynt að læra af því, laga hluti og komið sterkari í næsta leik. Núna fengum við á baukinn og þá tekur í rauninni við bara það nákvæmlega sama. Við reynum að læra af þessum leik eins og við getum. Við erum auðvitað að spila á móti einu af kannski tveimur bestu liðum landsins á þeirra heimavelli og ef að við erum ekki alveg 110 prósent þá verður þetta auðvitað erfitt. Það er hrikalega mikil jákvæðni hjá okkur fyrir þetta tímabil enda hefur okkur tekist að byrja þetta alveg eins og við ætluðum okkur. Það hefur gengið vel hingað til að skapa okkar einkenni á vellinum, það hefur tekist í sex leikjum til þessa en tókst ekki í dag. Nú förum við bara að leita aftur inn á við og finna aftur þessa hluti sem að við erum góðir í.“ Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
„Ég er svekktur, þetta eru vonbrigði. Valsararnir voru töluvert betri en við í leiknum og mér fannst við ekki alveg vera tilbúnir í þetta. Þetta var leikur sem að við hefðum alveg getað náð tökum á, sérstaklega í upphafi leiksins en við bara nýttum ekki tækifærin sem við fengum. Í staðinn þá náði bara Valur þessum leik og náði að búa til stórt forskot snemma á örskömmum tíma. Ég hefði viljað sjá okkur svara betur í fyrri hálfleik. Það er eitt að tapa og að andstæðingurinn sé betri en þú í leiknum en mér fannst við geta gert betur í dag og ég er smá vonsvikinn með það. Þetta er bara leikur sem við lærum af,“ sagði Stefán strax að leik loknum. Hægt er að lesa allt um leik Aftureldingar og Vals hér. Jafnræði var með liðunum framan af leik en um miðjan fyrri hálfleik tókst heimamönnum í Val að skapa sér gott forskot sem liðið lét aldrei af hendi. Stefán segir að liðið hafi ekki verið líkt sjálfu sér sóknarlega og að sterkt lið Vals hafi refsað grimmilega fyrir það. „Við gerum okkur seka um allt of marga tapaða bolta í seinni hálfleiknum og fórum að gera hluti sóknarlega sem að við höfum ekki verið að gera í allan vetur. Við erum búnir að spila sex leiki virkilega vel, verið agaðir sóknarlega en í dag fórum við út fyrir það og leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera og það kom bara hressilega í bakið á okkur. Valur refsaði okkur fyrir það.“ Þrátt fyrir tapið í kvöld hefur lið Aftureldingar farið vel af stað það sem af er tímabili. Liðið var fyrir þennan leik búið að sigra alla fimm leiki sína í deildinni ásamt því að hafa slegið ÍBV út í bikarnum. Stefán segir að hann og hans menn séu spenntir fyrir komandi átökum en að liðið þurfi nú að horfa aftur í spegilinn og læra af þessu tapi. „Við erum búnir að taka þetta viku fyrir viku. Þegar við vinnum þá höfum við reynt að læra af því, laga hluti og komið sterkari í næsta leik. Núna fengum við á baukinn og þá tekur í rauninni við bara það nákvæmlega sama. Við reynum að læra af þessum leik eins og við getum. Við erum auðvitað að spila á móti einu af kannski tveimur bestu liðum landsins á þeirra heimavelli og ef að við erum ekki alveg 110 prósent þá verður þetta auðvitað erfitt. Það er hrikalega mikil jákvæðni hjá okkur fyrir þetta tímabil enda hefur okkur tekist að byrja þetta alveg eins og við ætluðum okkur. Það hefur gengið vel hingað til að skapa okkar einkenni á vellinum, það hefur tekist í sex leikjum til þessa en tókst ekki í dag. Nú förum við bara að leita aftur inn á við og finna aftur þessa hluti sem að við erum góðir í.“
Olís-deild karla Afturelding Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira