„Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 7. október 2025 15:16 Einar Árni segir Valsliðið vel geta barist við toppinn með Njarðvíkurliðinu sem hann þjálfar. vísir Njarðvík sækir Val heim að Hlíðarenda í annarri umferð Bónus deildar kvenna í kvöld. Einar Árni Jóhannsson á von á hörkuleik gegn Valsliði sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna og vill sjá betri frammistöðu frá Njarðvíkurliðinu en í síðustu umferð. Margt sem hefði mátt betur fara í fyrsta leik Njarðvík þykir vera með besta lið deildarinnar og er spáð efsta sætinu. Sautján stiga sigur vannst gegn Stjörnunni í fyrsta leik tímabilsins en frammistaðan hefði mátt vera meira sannfærandi. „Ég er alveg heiðarlegur með það, það er margt sem hefði mátt betur fara en við vorum í svolítið erfiðri aðstöðu, það vantaði í Stjörnuliðið og það vill stundum fara öfugt í fólk. Ég held að það hafi verið einhver vísir að því, en við vitum sem er, við erum að fara í erfitt verkefni í kvöld“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, í samtali við Vísi. Styrkleikamerki að sigra á slæmum degi Tvær stærstu stjörnur liðsins, Brittany Dinkins og Danielle Rodriguez, skiluðu sínu en aðrir leikmenn hefðu þurft að leggja meira í púkkið. Einar segir það þó styrkleikamerki að vinna leikinn þrátt fyrir að liðið hafi ekki átt sinn besta dag. „Já, við hefðum klárlega viljað frá meira frá öðrum, en það var eiginlega enginn á sínum leik, þó þær hafi átt sína spretti báðar tvær. Það er kannski vísir að styrkleika, að geta náð góðum sigri þó það séu ekki allir á deginum sínum. Svo er mikið kapp og mikill metnaður í stelpunum, ég veit að þær eru með fullan hug á því að stíga upp í kvöld“ sagði Einar Árni. Brittany Dinkins var mikilvægust í bikarsigri Njarðvíkur á síðasta ári og valin besti erlendi leikmaður Bónus deildarinnar. Alvöru miðherjar í báðum liðum Valskonur byrjuðu tímabilið á því að sækja sigur til Keflavíkur og mun væntanlega veita Njarðvík kröftuga samkeppni í kvöld. Þar verður barátta miðherjanna í algleymingi. „Bæði lið hafa alvöru miðherja, með Ástu Júlíu [Grímsdóttur] annars vegar og Paulinu Hersler hins vegar, og mikinn hreyfanleika í kringum þær. Valur er með nýja bandaríska stelpu [Re‘Shawna Stone] og Þórönnu Kika, sem er nýkomin heim og styrkir þær mikið. Það er góður kjarni í þessu liði og Alyssa Cerino er að koma inn á sitt annað tímabil. Þær eru öflugar, lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna að mínu mati“ sagði Einar Árni. Einar á von á erfiðum leik í kvöld.vísir Leikur Vals og Njarðvíkur verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland frá klukkan 19:00. Önnur umferð Bónus deildar kvenna. Allir leikir klukkan 19:15. Þriðjudagur, 7. október Valur - Njarðvík (Sýn Sport Ísland) Grindavík - Ármann (Sýn Sport Ísland 2) Keflavík - Hamar/Þór (Sýn Sport Ísland 3) Miðvikudagur, 8. október KR - Haukar (Sýn Sport Ísland) Tindastóll - Stjarnan (Sýn Sport Ísland 2) Körfuboltakvöld gerir svo alla leiki umferðarinnar upp í beinu kjölfari. UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira
Margt sem hefði mátt betur fara í fyrsta leik Njarðvík þykir vera með besta lið deildarinnar og er spáð efsta sætinu. Sautján stiga sigur vannst gegn Stjörnunni í fyrsta leik tímabilsins en frammistaðan hefði mátt vera meira sannfærandi. „Ég er alveg heiðarlegur með það, það er margt sem hefði mátt betur fara en við vorum í svolítið erfiðri aðstöðu, það vantaði í Stjörnuliðið og það vill stundum fara öfugt í fólk. Ég held að það hafi verið einhver vísir að því, en við vitum sem er, við erum að fara í erfitt verkefni í kvöld“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, í samtali við Vísi. Styrkleikamerki að sigra á slæmum degi Tvær stærstu stjörnur liðsins, Brittany Dinkins og Danielle Rodriguez, skiluðu sínu en aðrir leikmenn hefðu þurft að leggja meira í púkkið. Einar segir það þó styrkleikamerki að vinna leikinn þrátt fyrir að liðið hafi ekki átt sinn besta dag. „Já, við hefðum klárlega viljað frá meira frá öðrum, en það var eiginlega enginn á sínum leik, þó þær hafi átt sína spretti báðar tvær. Það er kannski vísir að styrkleika, að geta náð góðum sigri þó það séu ekki allir á deginum sínum. Svo er mikið kapp og mikill metnaður í stelpunum, ég veit að þær eru með fullan hug á því að stíga upp í kvöld“ sagði Einar Árni. Brittany Dinkins var mikilvægust í bikarsigri Njarðvíkur á síðasta ári og valin besti erlendi leikmaður Bónus deildarinnar. Alvöru miðherjar í báðum liðum Valskonur byrjuðu tímabilið á því að sækja sigur til Keflavíkur og mun væntanlega veita Njarðvík kröftuga samkeppni í kvöld. Þar verður barátta miðherjanna í algleymingi. „Bæði lið hafa alvöru miðherja, með Ástu Júlíu [Grímsdóttur] annars vegar og Paulinu Hersler hins vegar, og mikinn hreyfanleika í kringum þær. Valur er með nýja bandaríska stelpu [Re‘Shawna Stone] og Þórönnu Kika, sem er nýkomin heim og styrkir þær mikið. Það er góður kjarni í þessu liði og Alyssa Cerino er að koma inn á sitt annað tímabil. Þær eru öflugar, lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna að mínu mati“ sagði Einar Árni. Einar á von á erfiðum leik í kvöld.vísir Leikur Vals og Njarðvíkur verður í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland frá klukkan 19:00. Önnur umferð Bónus deildar kvenna. Allir leikir klukkan 19:15. Þriðjudagur, 7. október Valur - Njarðvík (Sýn Sport Ísland) Grindavík - Ármann (Sýn Sport Ísland 2) Keflavík - Hamar/Þór (Sýn Sport Ísland 3) Miðvikudagur, 8. október KR - Haukar (Sýn Sport Ísland) Tindastóll - Stjarnan (Sýn Sport Ísland 2) Körfuboltakvöld gerir svo alla leiki umferðarinnar upp í beinu kjölfari.
Önnur umferð Bónus deildar kvenna. Allir leikir klukkan 19:15. Þriðjudagur, 7. október Valur - Njarðvík (Sýn Sport Ísland) Grindavík - Ármann (Sýn Sport Ísland 2) Keflavík - Hamar/Þór (Sýn Sport Ísland 3) Miðvikudagur, 8. október KR - Haukar (Sýn Sport Ísland) Tindastóll - Stjarnan (Sýn Sport Ísland 2) Körfuboltakvöld gerir svo alla leiki umferðarinnar upp í beinu kjölfari.
UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira