Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar 8. október 2025 10:00 Kæru Miðflokksmenn, á landsþingi um helgina kjósum við okkur varaformann. Þrír þingmenn hafa boðið sig fram, Bergþór Ólason, Ingibjörg Davíðsdóttir og ég. Báðir eru meðframbjóðendur mínir sterkir fulltrúar flokksins og yrðu glæsilegir varaformenn. Hér er því ekki um að ræða baráttu á milli einstaklinga, heldur erum við mun frekar að ákveða hvernig við nálgumst hin stórbrotnu tækifæri sem blasa við flokknum. Vindar um alla álfu blása Miðflokknum í hag, þótt hingað til lands berist stórar breytingar stundum með seinni skipum. Daginn inn og út er ég í samskiptum við ört vaxandi hóp fólks, ýmist rótgróinna stuðningsmanna okkar, nýliða eða fólks sem er alveg við það að stíga skrefið til okkar. Í þessum hópi skynjar maður þrá eftir breytingum og þrá eftir stjórnmálaafli sem ræðst af fullum þunga gegn margri þeirri óheillaþróun í okkar þjóðfélagi, sem hefur fengið að þrífast í skjóli pólitísks rétttrúnaðar. Úr þessum áttum hefur mér borist eindregin hvatning til að bjóða mig fram til frekari ábyrgðar í flokknum. Kallað er eftir því að Miðflokkurinn taki enn frekari forystu í þjóðfélagsumræðunni og þar er mikilvægt skref að brúa kynslóðabilið í forystusveit flokksins. Nú er tækifæri til að senda skilaboð um að flokkurinn horfi til framtíðar og að við séum líka flokkur fyrir ungu kynslóðina. Margs konar lífsreynsla er grundvallarkostur í öllu félagsstarfi og við núverandi kringumstæður þarf að gaumgæfa hvaða reynslu flokkurinn þarf helst á að halda. Á ferli mínum í fjölmiðlum og svo í rekstri eigin fyrirtækis á því sviði hef ég fengið tækifæri til að ná góðum tökum á nútímalegri margmiðlun á samfélagsmiðlum. Sú þekking hefur verið eitt allra verðmætasta verkfæri mitt eftir að ég hóf þátttöku í stjórnmálum og er lykilatriði við að fá til liðs við okkur nýtt fólk. Við þekkjum það í Miðflokknum að á okkar tímum má stjórnmálaafl sín lítils ef það ætlar að reiða sig á réttláta kynningu í hefðbundnum meginstraumsmiðlum, að ekki sé talað um hér á Íslandi með okkar pólitíska ríkisútvarp. Eina leiðin er að taka málin í eigin hendur með beinu sambandi við kjósendur á okkar eigin miðlum. Um allan heim eru pólitískar samskiptaleiðir að taka stakkaskiptum og aðeins þeir sem tileinka sér það af fyllstu alvöru geta vænst kosningasigra. Árangur á þessu sviði mun skilja á milli feigs og ófeigs á komandi tímum. Viðburðir á vegum flokksins hafa verið sögulega vel sóttir að undanförnu og stemningin er mögnuð, en því miður hefur hluti landsbyggðarinnar ekki notið sama starfs. Fengi ég til þess umboð sem varaformaður, myndi ég hrinda af stað miklu átaki í innra starfi flokksins. Fyrsta skrefið eftir kosningar væri að skipuleggja og taka þátt í röð nýliðakvölda vítt og breitt um land strax í vetur. Þetta verður mikil lyftistöng fyrir flokkinn í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Hagsmunir landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins eru samofnir og fæðufullveldið er undirstaða samfélagsins. Þar að auki er menningarheild sveitanna ákveðinn grundvöllur lífsins í landinu, óháð því hvar menn eru búsettir. Við finnum að heildarhugsjón okkar um framtíð alls landsins á hljómgrunn meðal þjóðarinnar og njótum aukins stuðnings í öllum byggðarlögum. Ég spái miklum umbreytingum fram undan í íslenskri pólitík og tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn. Tækifærin eru þarna og það er okkar að grípa þau. Það er mikið í húfi fyrir íslenska þjóð og ég er tilbúinn að leggja mig allan fram í verkefnið. Ég bið um þinn stuðning. Snorri Másson Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snorri Másson Miðflokkurinn Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Kæru Miðflokksmenn, á landsþingi um helgina kjósum við okkur varaformann. Þrír þingmenn hafa boðið sig fram, Bergþór Ólason, Ingibjörg Davíðsdóttir og ég. Báðir eru meðframbjóðendur mínir sterkir fulltrúar flokksins og yrðu glæsilegir varaformenn. Hér er því ekki um að ræða baráttu á milli einstaklinga, heldur erum við mun frekar að ákveða hvernig við nálgumst hin stórbrotnu tækifæri sem blasa við flokknum. Vindar um alla álfu blása Miðflokknum í hag, þótt hingað til lands berist stórar breytingar stundum með seinni skipum. Daginn inn og út er ég í samskiptum við ört vaxandi hóp fólks, ýmist rótgróinna stuðningsmanna okkar, nýliða eða fólks sem er alveg við það að stíga skrefið til okkar. Í þessum hópi skynjar maður þrá eftir breytingum og þrá eftir stjórnmálaafli sem ræðst af fullum þunga gegn margri þeirri óheillaþróun í okkar þjóðfélagi, sem hefur fengið að þrífast í skjóli pólitísks rétttrúnaðar. Úr þessum áttum hefur mér borist eindregin hvatning til að bjóða mig fram til frekari ábyrgðar í flokknum. Kallað er eftir því að Miðflokkurinn taki enn frekari forystu í þjóðfélagsumræðunni og þar er mikilvægt skref að brúa kynslóðabilið í forystusveit flokksins. Nú er tækifæri til að senda skilaboð um að flokkurinn horfi til framtíðar og að við séum líka flokkur fyrir ungu kynslóðina. Margs konar lífsreynsla er grundvallarkostur í öllu félagsstarfi og við núverandi kringumstæður þarf að gaumgæfa hvaða reynslu flokkurinn þarf helst á að halda. Á ferli mínum í fjölmiðlum og svo í rekstri eigin fyrirtækis á því sviði hef ég fengið tækifæri til að ná góðum tökum á nútímalegri margmiðlun á samfélagsmiðlum. Sú þekking hefur verið eitt allra verðmætasta verkfæri mitt eftir að ég hóf þátttöku í stjórnmálum og er lykilatriði við að fá til liðs við okkur nýtt fólk. Við þekkjum það í Miðflokknum að á okkar tímum má stjórnmálaafl sín lítils ef það ætlar að reiða sig á réttláta kynningu í hefðbundnum meginstraumsmiðlum, að ekki sé talað um hér á Íslandi með okkar pólitíska ríkisútvarp. Eina leiðin er að taka málin í eigin hendur með beinu sambandi við kjósendur á okkar eigin miðlum. Um allan heim eru pólitískar samskiptaleiðir að taka stakkaskiptum og aðeins þeir sem tileinka sér það af fyllstu alvöru geta vænst kosningasigra. Árangur á þessu sviði mun skilja á milli feigs og ófeigs á komandi tímum. Viðburðir á vegum flokksins hafa verið sögulega vel sóttir að undanförnu og stemningin er mögnuð, en því miður hefur hluti landsbyggðarinnar ekki notið sama starfs. Fengi ég til þess umboð sem varaformaður, myndi ég hrinda af stað miklu átaki í innra starfi flokksins. Fyrsta skrefið eftir kosningar væri að skipuleggja og taka þátt í röð nýliðakvölda vítt og breitt um land strax í vetur. Þetta verður mikil lyftistöng fyrir flokkinn í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Hagsmunir landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins eru samofnir og fæðufullveldið er undirstaða samfélagsins. Þar að auki er menningarheild sveitanna ákveðinn grundvöllur lífsins í landinu, óháð því hvar menn eru búsettir. Við finnum að heildarhugsjón okkar um framtíð alls landsins á hljómgrunn meðal þjóðarinnar og njótum aukins stuðnings í öllum byggðarlögum. Ég spái miklum umbreytingum fram undan í íslenskri pólitík og tel að nú geti farið í hönd tími sögulegrar sóknar fyrir Miðflokkinn. Tækifærin eru þarna og það er okkar að grípa þau. Það er mikið í húfi fyrir íslenska þjóð og ég er tilbúinn að leggja mig allan fram í verkefnið. Ég bið um þinn stuðning. Snorri Másson Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun