Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Lovísa Arnardóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 7. október 2025 13:33 Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir stjórnvöld ekki geta aðstoðað þegar börnin eru komin utan landsteinanna. Vísir/Anton Brink Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, segir það ekki áfellisdóm yfir íslensku barnaverndar- og meðferðarkerfi að foreldrar leiti til Suður-Afríku með börn sín í meðferð vegna vímuefnavanda þeirra. Hann segir meðferðina í Suður-Afríku til skoðunar í ráðuneytinu. Tvær mæður lýstu miklu úrræðaleysi í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fjórtán ára synir þeirra hafi farið inn og út úr ólíkum meðferðarúrræðum en aldrei lagist vandinn. Þeir strjúki reglulega úr úrræðum og eftirliti sé verulega ábótavant. Guðmundur Ingi segir það val hverrar fjölskyldu að leita eftir aðstoð utan landsins en þegar barnið er komið þangað þá hafi íslensk stjórnvöld ekkert með það að gera lengur. Hann segir að eins og staðan er í dag sé engin biðlisti á Stuðlum og það sé búið að opna meðferðarheimilið að Blönduhlíð þar sem hægt sé að taka við fimm einstaklingum. Önnur móðirin lýsti því í viðtalinu að sonur hennar hefði ítrekað strokið úr báðum úrræðum. Guðmundur Ingi segir að auk þess verði meðferðarheimilið að Gunnarsholti opnað í desember og þar verði hægt að taka við átta einstaklingum. Flutningur stendur nú yfir á meðferðarheimilinu Lækjarbakka í Gunnarsholt frá Rangárþingi ytra þar sem það var rekið um árabil. Flytja þurfi meðferðarheimilið vegna þess að húsnæðið var ónýtt. Guðmundur segir að þegar þessum flutningi er lokið verði lokið við endurbætur á Stuðlum en þar varð bruni í fyrra með þeim afleiðingum að eitt barn lést. Fjölþættur vandi barna til ríkis um áramót „Þetta er á réttri leið,“ segir Guðmundur Ingi og að hann sé sömuleiðis að skoða í ráðuneytinu hvað er verið að bjóða upp á þarna erlendis, og á það væntanlega við í Suður-Afríku. Hann segist vonast til þess að hægt verði að bregðast frekar við fjölþættum vanda barna þegar ríkið tekur þann málaflokk formlega yfir um áramótin. Nú standi yfir vinna við að kortleggja vandann og hvernig sé best að bregðast við. Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Börn og uppeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Suður-Afríka Tengdar fréttir Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Ása Berglind Hjálmasdóttir þingkona Samfylkingarinnar segir bráðnauðsynlegt að ólík börn hafi ólíka valmöguleika sem gefi þeim færi til að blómstra. Harmsaga úr fjölskyldu hennar sé alls ekkert einsdæmi. 23. september 2025 14:26 „Áskorunin er úrræðaleysið“ Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði verulega á milli áranna 2023 og 2024 eða um fimmtán hundruð. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að úrræði fyrir börn hafi ekki aukist í takt við fjölgun síðustu ára. Hún segir að ofbeldi sé að aukast þvert yfir samfélagið. 26. júní 2025 19:57 Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Ríkið hefur undirritað samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu í málefnum barna með fjölþættan vanda og uppbyggingu hjúkrunarheimila. Breytingunum er ætlað að einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og um leið styrkja fjárhag sveitarfélaga. Þau taka gildi um mitt þetta ár. 19. mars 2025 16:13 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Sjá meira
Tvær mæður lýstu miklu úrræðaleysi í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Fjórtán ára synir þeirra hafi farið inn og út úr ólíkum meðferðarúrræðum en aldrei lagist vandinn. Þeir strjúki reglulega úr úrræðum og eftirliti sé verulega ábótavant. Guðmundur Ingi segir það val hverrar fjölskyldu að leita eftir aðstoð utan landsins en þegar barnið er komið þangað þá hafi íslensk stjórnvöld ekkert með það að gera lengur. Hann segir að eins og staðan er í dag sé engin biðlisti á Stuðlum og það sé búið að opna meðferðarheimilið að Blönduhlíð þar sem hægt sé að taka við fimm einstaklingum. Önnur móðirin lýsti því í viðtalinu að sonur hennar hefði ítrekað strokið úr báðum úrræðum. Guðmundur Ingi segir að auk þess verði meðferðarheimilið að Gunnarsholti opnað í desember og þar verði hægt að taka við átta einstaklingum. Flutningur stendur nú yfir á meðferðarheimilinu Lækjarbakka í Gunnarsholt frá Rangárþingi ytra þar sem það var rekið um árabil. Flytja þurfi meðferðarheimilið vegna þess að húsnæðið var ónýtt. Guðmundur segir að þegar þessum flutningi er lokið verði lokið við endurbætur á Stuðlum en þar varð bruni í fyrra með þeim afleiðingum að eitt barn lést. Fjölþættur vandi barna til ríkis um áramót „Þetta er á réttri leið,“ segir Guðmundur Ingi og að hann sé sömuleiðis að skoða í ráðuneytinu hvað er verið að bjóða upp á þarna erlendis, og á það væntanlega við í Suður-Afríku. Hann segist vonast til þess að hægt verði að bregðast frekar við fjölþættum vanda barna þegar ríkið tekur þann málaflokk formlega yfir um áramótin. Nú standi yfir vinna við að kortleggja vandann og hvernig sé best að bregðast við.
Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Börn og uppeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Suður-Afríka Tengdar fréttir Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Ása Berglind Hjálmasdóttir þingkona Samfylkingarinnar segir bráðnauðsynlegt að ólík börn hafi ólíka valmöguleika sem gefi þeim færi til að blómstra. Harmsaga úr fjölskyldu hennar sé alls ekkert einsdæmi. 23. september 2025 14:26 „Áskorunin er úrræðaleysið“ Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði verulega á milli áranna 2023 og 2024 eða um fimmtán hundruð. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að úrræði fyrir börn hafi ekki aukist í takt við fjölgun síðustu ára. Hún segir að ofbeldi sé að aukast þvert yfir samfélagið. 26. júní 2025 19:57 Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Ríkið hefur undirritað samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu í málefnum barna með fjölþættan vanda og uppbyggingu hjúkrunarheimila. Breytingunum er ætlað að einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og um leið styrkja fjárhag sveitarfélaga. Þau taka gildi um mitt þetta ár. 19. mars 2025 16:13 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Sjá meira
Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Ása Berglind Hjálmasdóttir þingkona Samfylkingarinnar segir bráðnauðsynlegt að ólík börn hafi ólíka valmöguleika sem gefi þeim færi til að blómstra. Harmsaga úr fjölskyldu hennar sé alls ekkert einsdæmi. 23. september 2025 14:26
„Áskorunin er úrræðaleysið“ Tilkynningum til barnaverndar fjölgaði verulega á milli áranna 2023 og 2024 eða um fimmtán hundruð. Framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur segir að úrræði fyrir börn hafi ekki aukist í takt við fjölgun síðustu ára. Hún segir að ofbeldi sé að aukast þvert yfir samfélagið. 26. júní 2025 19:57
Ríkið tekur við börnum með fjölþættan vanda Ríkið hefur undirritað samkomulag ríkisins við Samband íslenskra sveitarfélaga um ábyrgðarskiptingu í málefnum barna með fjölþættan vanda og uppbyggingu hjúkrunarheimila. Breytingunum er ætlað að einfalda verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og um leið styrkja fjárhag sveitarfélaga. Þau taka gildi um mitt þetta ár. 19. mars 2025 16:13
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent