Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Agnar Már Másson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 3. október 2025 12:50 Það kemur í ljós hve þunga refsingu rapparinn fær í dag. (AP Photo/Kathy Willens Tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, sem er betur þekktur sem Puff Daddy eða Diddy, var kveðin upp fimmtíu mánaða fangelsisdómur í kvöld. Arun Subramanian dómari kvað upp dóminn í New York rétt fyrir klukkan 21 í kvöld en hann sagði einnig að Combs yrði gert að greiða sekt upp á 500 þúsund Bandaríkjadali (60. m.kr.), sem er það hæsta sem fæst. Þegar dómari las honum refsinguna sat Combs niðurlútur með hendur í krumlu, að því er New York Time greinir frá. Hinn 55 ára gamli Combs hefur dúsað í fangelsi allt frá því hann var ákærður í fyrra. Combs var í september á síðasta ári ákærður í fimm ákæruliðum fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fólksflutninga í tengslum við vændisstarfsemi. Tónlistarmaðurinn hafði verið sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm. Þann 2. júlí var Diddy því sýknaður í þremur ákæruliðum en sakfelldur í tveimur liðum fyrir að flytja fólk til vændiskaupenda. Í von um að dómari mildi refsingu yfir Combs reyndu verjendur hans eftir bestu getu að benda á allt það flotta sem Diddy hafði gert. Því til stuðnings fengu þeir til liðs við sig fjölda fólks til að gefa vitnisburð um allt það góða sem Diddy og ferill hans hefur getið af sér, þar á meðal gamla vini, presta og fulltrúa réttindasamtaka fanga. Þinghald dróst þess vegna á langinn. Að lokum tók tónlistarmaðurinn sjálfur til máls og sagðist fyrir dómi í dag breyttur maður, fullur iðrunar og eftirsjár. Combs hóf mál sitt fyrir dómaranum með því að segja: „Ég vil þakka þér fyrir að gefa mér tækifæri til að tjá mig loksins.“ Hann bætti við: „Eitt það erfiðasta sem ég hef þurft að takast á við er að þurfa að þegja, að geta ekki lýst því hversu miður mín ég er yfir gjörðum mínum.“ „Heimilisofbeldi er byrði sem ég þarf að bera alla mína ævi,“ sagði Combs fyrir dómi eftir að hafa beðið Cassöndru Ventura, fyrrv. kærustu sína, afsökunar en hann sást á myndbandsupptöku lúberja hana á hótelgangi árið 2016. Combs viðurkenndi að það væri „ekki við neinn að sakast nema mig.“ Við uppkaðningu sagði dómari að „saga af góðverkum geti ekki skolað burt“ það sem fram hefur komið í málinu, „sem sýnir að þú misnotaðir vald og stjórn yfir lífi kvenna sem þú kvaðst elska.“ Að lokum kvað hann upp dóminn: fimmtíu mánuðir og 500 þúsund dollara sekt. Um hámarkssekt er að ræða en hún er eins og krækiber í samanburði við fimmtíu milljóna dala tryggingu sem Combs hafði boðist til að borga til losna úr haldi. Saksóknarar höfðu farið fram á 135 mánaða dóm en verjendur Combs höfðu krafist að hámarki fjórtán mánaða refsingar. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna (e. refresh).
Arun Subramanian dómari kvað upp dóminn í New York rétt fyrir klukkan 21 í kvöld en hann sagði einnig að Combs yrði gert að greiða sekt upp á 500 þúsund Bandaríkjadali (60. m.kr.), sem er það hæsta sem fæst. Þegar dómari las honum refsinguna sat Combs niðurlútur með hendur í krumlu, að því er New York Time greinir frá. Hinn 55 ára gamli Combs hefur dúsað í fangelsi allt frá því hann var ákærður í fyrra. Combs var í september á síðasta ári ákærður í fimm ákæruliðum fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fólksflutninga í tengslum við vændisstarfsemi. Tónlistarmaðurinn hafði verið sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm. Þann 2. júlí var Diddy því sýknaður í þremur ákæruliðum en sakfelldur í tveimur liðum fyrir að flytja fólk til vændiskaupenda. Í von um að dómari mildi refsingu yfir Combs reyndu verjendur hans eftir bestu getu að benda á allt það flotta sem Diddy hafði gert. Því til stuðnings fengu þeir til liðs við sig fjölda fólks til að gefa vitnisburð um allt það góða sem Diddy og ferill hans hefur getið af sér, þar á meðal gamla vini, presta og fulltrúa réttindasamtaka fanga. Þinghald dróst þess vegna á langinn. Að lokum tók tónlistarmaðurinn sjálfur til máls og sagðist fyrir dómi í dag breyttur maður, fullur iðrunar og eftirsjár. Combs hóf mál sitt fyrir dómaranum með því að segja: „Ég vil þakka þér fyrir að gefa mér tækifæri til að tjá mig loksins.“ Hann bætti við: „Eitt það erfiðasta sem ég hef þurft að takast á við er að þurfa að þegja, að geta ekki lýst því hversu miður mín ég er yfir gjörðum mínum.“ „Heimilisofbeldi er byrði sem ég þarf að bera alla mína ævi,“ sagði Combs fyrir dómi eftir að hafa beðið Cassöndru Ventura, fyrrv. kærustu sína, afsökunar en hann sást á myndbandsupptöku lúberja hana á hótelgangi árið 2016. Combs viðurkenndi að það væri „ekki við neinn að sakast nema mig.“ Við uppkaðningu sagði dómari að „saga af góðverkum geti ekki skolað burt“ það sem fram hefur komið í málinu, „sem sýnir að þú misnotaðir vald og stjórn yfir lífi kvenna sem þú kvaðst elska.“ Að lokum kvað hann upp dóminn: fimmtíu mánuðir og 500 þúsund dollara sekt. Um hámarkssekt er að ræða en hún er eins og krækiber í samanburði við fimmtíu milljóna dala tryggingu sem Combs hafði boðist til að borga til losna úr haldi. Saksóknarar höfðu farið fram á 135 mánaða dóm en verjendur Combs höfðu krafist að hámarki fjórtán mánaða refsingar. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna (e. refresh).
Mál Sean „Diddy“ Combs Hollywood Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Sjá meira