Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Agnar Már Másson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 3. október 2025 12:50 Það kemur í ljós hve þunga refsingu rapparinn fær í dag. (AP Photo/Kathy Willens Tónlistar- og athafnamanninum Sean Combs, sem er betur þekktur sem Puff Daddy eða Diddy, var kveðin upp fimmtíu mánaða fangelsisdómur í kvöld. Arun Subramanian dómari kvað upp dóminn í New York rétt fyrir klukkan 21 í kvöld en hann sagði einnig að Combs yrði gert að greiða sekt upp á 500 þúsund Bandaríkjadali (60. m.kr.), sem er það hæsta sem fæst. Þegar dómari las honum refsinguna sat Combs niðurlútur með hendur í krumlu, að því er New York Time greinir frá. Hinn 55 ára gamli Combs hefur dúsað í fangelsi allt frá því hann var ákærður í fyrra. Combs var í september á síðasta ári ákærður í fimm ákæruliðum fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fólksflutninga í tengslum við vændisstarfsemi. Tónlistarmaðurinn hafði verið sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm. Þann 2. júlí var Diddy því sýknaður í þremur ákæruliðum en sakfelldur í tveimur liðum fyrir að flytja fólk til vændiskaupenda. Í von um að dómari mildi refsingu yfir Combs reyndu verjendur hans eftir bestu getu að benda á allt það flotta sem Diddy hafði gert. Því til stuðnings fengu þeir til liðs við sig fjölda fólks til að gefa vitnisburð um allt það góða sem Diddy og ferill hans hefur getið af sér, þar á meðal gamla vini, presta og fulltrúa réttindasamtaka fanga. Þinghald dróst þess vegna á langinn. Að lokum tók tónlistarmaðurinn sjálfur til máls og sagðist fyrir dómi í dag breyttur maður, fullur iðrunar og eftirsjár. Combs hóf mál sitt fyrir dómaranum með því að segja: „Ég vil þakka þér fyrir að gefa mér tækifæri til að tjá mig loksins.“ Hann bætti við: „Eitt það erfiðasta sem ég hef þurft að takast á við er að þurfa að þegja, að geta ekki lýst því hversu miður mín ég er yfir gjörðum mínum.“ „Heimilisofbeldi er byrði sem ég þarf að bera alla mína ævi,“ sagði Combs fyrir dómi eftir að hafa beðið Cassöndru Ventura, fyrrv. kærustu sína, afsökunar en hann sást á myndbandsupptöku lúberja hana á hótelgangi árið 2016. Combs viðurkenndi að það væri „ekki við neinn að sakast nema mig.“ Við uppkaðningu sagði dómari að „saga af góðverkum geti ekki skolað burt“ það sem fram hefur komið í málinu, „sem sýnir að þú misnotaðir vald og stjórn yfir lífi kvenna sem þú kvaðst elska.“ Að lokum kvað hann upp dóminn: fimmtíu mánuðir og 500 þúsund dollara sekt. Um hámarkssekt er að ræða en hún er eins og krækiber í samanburði við fimmtíu milljóna dala tryggingu sem Combs hafði boðist til að borga til losna úr haldi. Saksóknarar höfðu farið fram á 135 mánaða dóm en verjendur Combs höfðu krafist að hámarki fjórtán mánaða refsingar. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna (e. refresh).
Arun Subramanian dómari kvað upp dóminn í New York rétt fyrir klukkan 21 í kvöld en hann sagði einnig að Combs yrði gert að greiða sekt upp á 500 þúsund Bandaríkjadali (60. m.kr.), sem er það hæsta sem fæst. Þegar dómari las honum refsinguna sat Combs niðurlútur með hendur í krumlu, að því er New York Time greinir frá. Hinn 55 ára gamli Combs hefur dúsað í fangelsi allt frá því hann var ákærður í fyrra. Combs var í september á síðasta ári ákærður í fimm ákæruliðum fyrir mansal, skipulagða glæpastarfsemi og fólksflutninga í tengslum við vændisstarfsemi. Tónlistarmaðurinn hafði verið sakfelldur í tveimur ákæruliðum af fimm. Þann 2. júlí var Diddy því sýknaður í þremur ákæruliðum en sakfelldur í tveimur liðum fyrir að flytja fólk til vændiskaupenda. Í von um að dómari mildi refsingu yfir Combs reyndu verjendur hans eftir bestu getu að benda á allt það flotta sem Diddy hafði gert. Því til stuðnings fengu þeir til liðs við sig fjölda fólks til að gefa vitnisburð um allt það góða sem Diddy og ferill hans hefur getið af sér, þar á meðal gamla vini, presta og fulltrúa réttindasamtaka fanga. Þinghald dróst þess vegna á langinn. Að lokum tók tónlistarmaðurinn sjálfur til máls og sagðist fyrir dómi í dag breyttur maður, fullur iðrunar og eftirsjár. Combs hóf mál sitt fyrir dómaranum með því að segja: „Ég vil þakka þér fyrir að gefa mér tækifæri til að tjá mig loksins.“ Hann bætti við: „Eitt það erfiðasta sem ég hef þurft að takast á við er að þurfa að þegja, að geta ekki lýst því hversu miður mín ég er yfir gjörðum mínum.“ „Heimilisofbeldi er byrði sem ég þarf að bera alla mína ævi,“ sagði Combs fyrir dómi eftir að hafa beðið Cassöndru Ventura, fyrrv. kærustu sína, afsökunar en hann sást á myndbandsupptöku lúberja hana á hótelgangi árið 2016. Combs viðurkenndi að það væri „ekki við neinn að sakast nema mig.“ Við uppkaðningu sagði dómari að „saga af góðverkum geti ekki skolað burt“ það sem fram hefur komið í málinu, „sem sýnir að þú misnotaðir vald og stjórn yfir lífi kvenna sem þú kvaðst elska.“ Að lokum kvað hann upp dóminn: fimmtíu mánuðir og 500 þúsund dollara sekt. Um hámarkssekt er að ræða en hún er eins og krækiber í samanburði við fimmtíu milljóna dala tryggingu sem Combs hafði boðist til að borga til losna úr haldi. Saksóknarar höfðu farið fram á 135 mánaða dóm en verjendur Combs höfðu krafist að hámarki fjórtán mánaða refsingar. Ef vaktin birtist ekki er ráð að endurhlaða síðuna (e. refresh).
Mál Sean „Diddy“ Combs Hollywood Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira