Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar 2. október 2025 11:33 „Jafnrétti er eitt þriggja grunngilda Háskóla Íslands og fjölbreytileiki er ein af fjórum áherslum í stefnu skólans. Í þessum grunngildum felst að mismunun á grundvelli kyns, kyngervis, uppruna, litarháttar, fötlunar, kynhneigðar, kynvitundar, kynþáttar, holdafars, aldurs, heilsufars, trúarbragða, skoðana, búsetu, efnahags, þjóðernis eða memmingar er óheimil innan Háskóla Íslands.“ (Stefna HÍ 2021-2026) Þetta eru falleg og metnaðarfull orð en spyrja má: Endurspeglast þessi gildi í runverulegu háskólanámi? Sem foreldri og nemandi við Háskóla Íslands hef ég á eigin skinni fundið að svo er ekki alltaf. Ég á börn sem þurfa að mæta í leik- og grunnskóla kl. 8:30 á morgnana. Sjálf er ég í námskeiðum sem hefjast kl. 8:20 alla morgna og bý ég í um 40 mínútna fjarlægð frá háskólanum, þ.e. þegar umferð er sem mest. Þetta gerir mér nánast ómögulegt að sinna foreldrahlutverkinu og mæta í tíma í skólanum. Þegar engar upptökur af fyrirlestrum eru í boði er þetta ekki bara óþægindi, heldur raunverulegt misrétti. Ég ásamt fleirum í minni stöðu erum sett í verri stöðu en aðrir nemendur, einfaldlega vegna þess að ég er foreldri. Háskólinn sem vill vera leiðandi í jafnréttismálum Háskóli Íslands leggur mikla áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika og talar um að taka beri mið af breytingum í samfélaginu og tryggja að allir hópar hafi jafnan aðgang. Þar ætti að vera ljóst að foreldrar í námi falla undir þann hóp sem þarf að huga sérstaklega að. En í framkvæmd sé ég annað: tímaskipan sem rekst á við skóla- og leikskólatíma barna, engar upptökur og lítið svigrúm fyrir sveigjanleika. Það sem á að vera jafnræði verður að ójafnræði. Lausnin er einföld Það þarf ekki miklar kerfisbreytingar til að bæta þetta. Með því að tryggja upptökur af fyrirlestrum eða annað sveigjanlegt aðgengi væri hægt að koma til móts við foreldra og ekki bara þá. Nemendur sem búa utan höfuðborgarinnar, þeir sem glíma við veikindi eða hafa aðrar skyldur myndu allir hagnast á slíku fyrirkomulagi. Spurningin sem við verðum að velta fyrir okkur Ef jafnrétti er eitt af grunngildum Háskóla Íslands, þá hlytur að vera eðlilegt að spyrja: Eiga foreldra í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi – eða eru falleg orð í stefnu skólans orðin að innihaldslausum loforðum? Mitt svar, byggt á minni reynslu, er að við séum ekki þar enn. Hinsvegar er ekki of seint né flókið að breyta því. Höfundur er móðir og háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
„Jafnrétti er eitt þriggja grunngilda Háskóla Íslands og fjölbreytileiki er ein af fjórum áherslum í stefnu skólans. Í þessum grunngildum felst að mismunun á grundvelli kyns, kyngervis, uppruna, litarháttar, fötlunar, kynhneigðar, kynvitundar, kynþáttar, holdafars, aldurs, heilsufars, trúarbragða, skoðana, búsetu, efnahags, þjóðernis eða memmingar er óheimil innan Háskóla Íslands.“ (Stefna HÍ 2021-2026) Þetta eru falleg og metnaðarfull orð en spyrja má: Endurspeglast þessi gildi í runverulegu háskólanámi? Sem foreldri og nemandi við Háskóla Íslands hef ég á eigin skinni fundið að svo er ekki alltaf. Ég á börn sem þurfa að mæta í leik- og grunnskóla kl. 8:30 á morgnana. Sjálf er ég í námskeiðum sem hefjast kl. 8:20 alla morgna og bý ég í um 40 mínútna fjarlægð frá háskólanum, þ.e. þegar umferð er sem mest. Þetta gerir mér nánast ómögulegt að sinna foreldrahlutverkinu og mæta í tíma í skólanum. Þegar engar upptökur af fyrirlestrum eru í boði er þetta ekki bara óþægindi, heldur raunverulegt misrétti. Ég ásamt fleirum í minni stöðu erum sett í verri stöðu en aðrir nemendur, einfaldlega vegna þess að ég er foreldri. Háskólinn sem vill vera leiðandi í jafnréttismálum Háskóli Íslands leggur mikla áherslu á jafnrétti og fjölbreytileika og talar um að taka beri mið af breytingum í samfélaginu og tryggja að allir hópar hafi jafnan aðgang. Þar ætti að vera ljóst að foreldrar í námi falla undir þann hóp sem þarf að huga sérstaklega að. En í framkvæmd sé ég annað: tímaskipan sem rekst á við skóla- og leikskólatíma barna, engar upptökur og lítið svigrúm fyrir sveigjanleika. Það sem á að vera jafnræði verður að ójafnræði. Lausnin er einföld Það þarf ekki miklar kerfisbreytingar til að bæta þetta. Með því að tryggja upptökur af fyrirlestrum eða annað sveigjanlegt aðgengi væri hægt að koma til móts við foreldra og ekki bara þá. Nemendur sem búa utan höfuðborgarinnar, þeir sem glíma við veikindi eða hafa aðrar skyldur myndu allir hagnast á slíku fyrirkomulagi. Spurningin sem við verðum að velta fyrir okkur Ef jafnrétti er eitt af grunngildum Háskóla Íslands, þá hlytur að vera eðlilegt að spyrja: Eiga foreldra í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi – eða eru falleg orð í stefnu skólans orðin að innihaldslausum loforðum? Mitt svar, byggt á minni reynslu, er að við séum ekki þar enn. Hinsvegar er ekki of seint né flókið að breyta því. Höfundur er móðir og háskólanemi.
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir Skoðun