Lífið

Claudia Cardinale er látin

Atli Ísleifsson skrifar
Claudia Cardinale á viðburði árið 2013.
Claudia Cardinale á viðburði árið 2013. AP

Ítalska stórleikkonan Claudia Cardinale, sem birtist meðal annars í kvikmyndunum um Bleika pardusinn og Once Upon A Time In The West, er látin, 87 ára að aldri.

Ítalskir og franskir fjölmiðlar greindu frá þessu í gærkvöldi, en leikkonan, sem lék á ferlinum í á annað hundrað kvikmynda, lést í Nemours í Frakklandi.

Claudia Cardinale árið 1965.AP

Cardinale vakti fyrst athygli þegar hún sigraði fegurðarsamkeppni í Túnis, þá sautján ára gömul. Hún var þá búsett í Túnis ásamt sikileyskrum foreldrum. Hún vann ferð á kvikmyndahátíðina í Feneyjum og var í kjölfarið boðið hlutverk í sinni fyrstu kvikmynd.

Cardinale sló í gegn á alþjóðasviðinu árið 1963 þegar hún birtist í kvikmynd Federico Fellini, 8 1/2 og Hlébaraðanum. Þá átti hún síðar eftir að fara með hlutverk Dölu prinsessu í Bleika pardusnum á móti Peter Sellers og svo Once Upon A Time In The West, kvikmynd Sergio Leone árið 1968.

Í frétt Sky News segir að Cardinale hafi sjálf talið The Professionals frá árinu 1966 vera sín besta mynd.

Claudia Cardinale hlaut heiðursverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Berlín árið 2002.

Hún lætur eftir sig tvö börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.