Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Atli Ísleifsson skrifar 23. september 2025 13:31 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra í pontu í New York í gær. UN Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ræddi um mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum þegar hún ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í New York í gær. Hún ávarpaði þingið á sérstökum viðburði í tilefni þess að þrjátíu ár eru nú frá sögulegri kvennaráðstefnu í Peking í Kína. Þetta var fyrsta ræða Kristrúnar í sal allsherjarþingsins. Í ræðu sinni fagnaði forsætisráðherra þeim árangri sem hafi náðst í jafnréttismálum á heimsvísu síðustu áratugi. Kristrún benti sömuleiðis á að enn sé víða langt í land á ýmsum sviðum. „Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að berjast fyrir jafnrétti og breyta gömlum viðmiðum, þvert á samfélög,“ sagði Kristrún í ræðu sinni. Á vef stjórnarráðsins segir að Kristrún hafi einnig beint sjónum sínum sérstaklega að jafnréttismálum á Íslandi og undirstrikað mikilvægi þess að eiga sterkar fyrirmyndir. Árangur Íslands í jafnréttismálum væri fyrst og fremst að þakka öllum konunum sem ruddu brautina. „Þegar ég var að alast upp var forseti Íslands kona. Og ég gerði bara ráð fyrir því að forsetar væru almennt kvenkyns. Ég þekkti ekkert annað. Fyrirmyndir skipta máli,“ sagði Kristrún, og vísaði þar til Vigdísar Finnbogadóttur, sem var fyrst kvenna í heiminum lýðræðislega kjörin forseti. Kristrún benti jafnframt á hvernig hröð framganga kvenna í íslenskum stjórnmálum hafi tryggt mikilvæg réttindi, eins og til dæmis fæðingarorlof fyrir báða foreldra og almenna leikskólavist fyrir börn. „Stærsti sigurinn er þó eflaust sá að kyn er varla lengur skilgreinandi þáttur í lífi og starfi á Íslandi. Það sem skiptir mestu máli er að fólk sinni sínum skyldum af hæfniog heilindum. Ég leiði samsteypustjórn þriggja flokka, sem öllum er stýrt af konum. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar er kona. Forseti Íslands og forseti Alþingis eru konur. Og þó að þetta sé sögulegt kippum við Íslendingar okkur varla upp við það,“ sagði Kristrún. „En Ísland er ekki fullkomið. Kynbundið ofbeldi er mikið áhyggjuefni. Og á meðan umönnunarstörf eru ekki metin að verðleikum – sem grunnstoðir samfélagsins – munum við áfram búa við kynbundinn launamun.“ Allsherjarþing SÞ í New York er nú haldið í áttugasta sinn, en forsætisraðherra sækir þingið ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Kristrún og Þorgerður Katrín funduðu í gær með Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóra SÞ og í dag munu þær sitja setningarathöfn allsherjarþingsins. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sameinuðu þjóðirnar Jafnréttismál Utanríkismál Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Í ræðu sinni fagnaði forsætisráðherra þeim árangri sem hafi náðst í jafnréttismálum á heimsvísu síðustu áratugi. Kristrún benti sömuleiðis á að enn sé víða langt í land á ýmsum sviðum. „Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að berjast fyrir jafnrétti og breyta gömlum viðmiðum, þvert á samfélög,“ sagði Kristrún í ræðu sinni. Á vef stjórnarráðsins segir að Kristrún hafi einnig beint sjónum sínum sérstaklega að jafnréttismálum á Íslandi og undirstrikað mikilvægi þess að eiga sterkar fyrirmyndir. Árangur Íslands í jafnréttismálum væri fyrst og fremst að þakka öllum konunum sem ruddu brautina. „Þegar ég var að alast upp var forseti Íslands kona. Og ég gerði bara ráð fyrir því að forsetar væru almennt kvenkyns. Ég þekkti ekkert annað. Fyrirmyndir skipta máli,“ sagði Kristrún, og vísaði þar til Vigdísar Finnbogadóttur, sem var fyrst kvenna í heiminum lýðræðislega kjörin forseti. Kristrún benti jafnframt á hvernig hröð framganga kvenna í íslenskum stjórnmálum hafi tryggt mikilvæg réttindi, eins og til dæmis fæðingarorlof fyrir báða foreldra og almenna leikskólavist fyrir börn. „Stærsti sigurinn er þó eflaust sá að kyn er varla lengur skilgreinandi þáttur í lífi og starfi á Íslandi. Það sem skiptir mestu máli er að fólk sinni sínum skyldum af hæfniog heilindum. Ég leiði samsteypustjórn þriggja flokka, sem öllum er stýrt af konum. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar er kona. Forseti Íslands og forseti Alþingis eru konur. Og þó að þetta sé sögulegt kippum við Íslendingar okkur varla upp við það,“ sagði Kristrún. „En Ísland er ekki fullkomið. Kynbundið ofbeldi er mikið áhyggjuefni. Og á meðan umönnunarstörf eru ekki metin að verðleikum – sem grunnstoðir samfélagsins – munum við áfram búa við kynbundinn launamun.“ Allsherjarþing SÞ í New York er nú haldið í áttugasta sinn, en forsætisraðherra sækir þingið ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Kristrún og Þorgerður Katrín funduðu í gær með Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóra SÞ og í dag munu þær sitja setningarathöfn allsherjarþingsins.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sameinuðu þjóðirnar Jafnréttismál Utanríkismál Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent