Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Atli Ísleifsson skrifar 23. september 2025 13:31 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra í pontu í New York í gær. UN Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra ræddi um mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum þegar hún ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í New York í gær. Hún ávarpaði þingið á sérstökum viðburði í tilefni þess að þrjátíu ár eru nú frá sögulegri kvennaráðstefnu í Peking í Kína. Þetta var fyrsta ræða Kristrúnar í sal allsherjarþingsins. Í ræðu sinni fagnaði forsætisráðherra þeim árangri sem hafi náðst í jafnréttismálum á heimsvísu síðustu áratugi. Kristrún benti sömuleiðis á að enn sé víða langt í land á ýmsum sviðum. „Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að berjast fyrir jafnrétti og breyta gömlum viðmiðum, þvert á samfélög,“ sagði Kristrún í ræðu sinni. Á vef stjórnarráðsins segir að Kristrún hafi einnig beint sjónum sínum sérstaklega að jafnréttismálum á Íslandi og undirstrikað mikilvægi þess að eiga sterkar fyrirmyndir. Árangur Íslands í jafnréttismálum væri fyrst og fremst að þakka öllum konunum sem ruddu brautina. „Þegar ég var að alast upp var forseti Íslands kona. Og ég gerði bara ráð fyrir því að forsetar væru almennt kvenkyns. Ég þekkti ekkert annað. Fyrirmyndir skipta máli,“ sagði Kristrún, og vísaði þar til Vigdísar Finnbogadóttur, sem var fyrst kvenna í heiminum lýðræðislega kjörin forseti. Kristrún benti jafnframt á hvernig hröð framganga kvenna í íslenskum stjórnmálum hafi tryggt mikilvæg réttindi, eins og til dæmis fæðingarorlof fyrir báða foreldra og almenna leikskólavist fyrir börn. „Stærsti sigurinn er þó eflaust sá að kyn er varla lengur skilgreinandi þáttur í lífi og starfi á Íslandi. Það sem skiptir mestu máli er að fólk sinni sínum skyldum af hæfniog heilindum. Ég leiði samsteypustjórn þriggja flokka, sem öllum er stýrt af konum. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar er kona. Forseti Íslands og forseti Alþingis eru konur. Og þó að þetta sé sögulegt kippum við Íslendingar okkur varla upp við það,“ sagði Kristrún. „En Ísland er ekki fullkomið. Kynbundið ofbeldi er mikið áhyggjuefni. Og á meðan umönnunarstörf eru ekki metin að verðleikum – sem grunnstoðir samfélagsins – munum við áfram búa við kynbundinn launamun.“ Allsherjarþing SÞ í New York er nú haldið í áttugasta sinn, en forsætisraðherra sækir þingið ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Kristrún og Þorgerður Katrín funduðu í gær með Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóra SÞ og í dag munu þær sitja setningarathöfn allsherjarþingsins. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sameinuðu þjóðirnar Jafnréttismál Utanríkismál Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Sjá meira
Í ræðu sinni fagnaði forsætisráðherra þeim árangri sem hafi náðst í jafnréttismálum á heimsvísu síðustu áratugi. Kristrún benti sömuleiðis á að enn sé víða langt í land á ýmsum sviðum. „Það er sameiginleg ábyrgð okkar allra að berjast fyrir jafnrétti og breyta gömlum viðmiðum, þvert á samfélög,“ sagði Kristrún í ræðu sinni. Á vef stjórnarráðsins segir að Kristrún hafi einnig beint sjónum sínum sérstaklega að jafnréttismálum á Íslandi og undirstrikað mikilvægi þess að eiga sterkar fyrirmyndir. Árangur Íslands í jafnréttismálum væri fyrst og fremst að þakka öllum konunum sem ruddu brautina. „Þegar ég var að alast upp var forseti Íslands kona. Og ég gerði bara ráð fyrir því að forsetar væru almennt kvenkyns. Ég þekkti ekkert annað. Fyrirmyndir skipta máli,“ sagði Kristrún, og vísaði þar til Vigdísar Finnbogadóttur, sem var fyrst kvenna í heiminum lýðræðislega kjörin forseti. Kristrún benti jafnframt á hvernig hröð framganga kvenna í íslenskum stjórnmálum hafi tryggt mikilvæg réttindi, eins og til dæmis fæðingarorlof fyrir báða foreldra og almenna leikskólavist fyrir börn. „Stærsti sigurinn er þó eflaust sá að kyn er varla lengur skilgreinandi þáttur í lífi og starfi á Íslandi. Það sem skiptir mestu máli er að fólk sinni sínum skyldum af hæfniog heilindum. Ég leiði samsteypustjórn þriggja flokka, sem öllum er stýrt af konum. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar er kona. Forseti Íslands og forseti Alþingis eru konur. Og þó að þetta sé sögulegt kippum við Íslendingar okkur varla upp við það,“ sagði Kristrún. „En Ísland er ekki fullkomið. Kynbundið ofbeldi er mikið áhyggjuefni. Og á meðan umönnunarstörf eru ekki metin að verðleikum – sem grunnstoðir samfélagsins – munum við áfram búa við kynbundinn launamun.“ Allsherjarþing SÞ í New York er nú haldið í áttugasta sinn, en forsætisraðherra sækir þingið ásamt Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra. Kristrún og Þorgerður Katrín funduðu í gær með Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóra SÞ og í dag munu þær sitja setningarathöfn allsherjarþingsins.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sameinuðu þjóðirnar Jafnréttismál Utanríkismál Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Sjá meira