Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2025 10:10 Donald Trump (miðju), Robert F. Kennedy yngri og Dr. Mezhmet Oz. AP/Mark Schiefelbein Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt blaðamannafund í gær þar sem hann tengdi notkun paracetamols á meðgöngu við einhverfu. Þá var kynnt átak sem varpa á frekara ljósi á hina flóknu taugaþroskaröskun. Á fundinum, sem var einnig stýrt af Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, og Dr. Mehmet Oz, háttsettum starfsmanni heilbrigðisráðuneytisins og fyrrverandi sjónvarpsmanni, vörpuðu þeir fram ýmsum fullyrðingum sem sérfræðingar draga mjög í efa og öðrum sem hafa fyrir löngu síðan verið afsannaðar. „Ekki taka Tylenol [paracetamol] á meðgöngu,“ sagði Trump rúmlega tíu sinnum á blaðamannafundinum. Hann sagði óléttum konum að berjast af hörku gegn því að taka verkjalyfið og að þær gætu eingöngu tekið lyfið ef þær væru með háan hita eða gætu ekki „harkað af sér“ verki. Hann sagði einnig að ekki ætti að gefa börnum verkjalyfið og ýtti undir löngu síðan afsannaðar samsæriskenningar um að bólusetningar gætu einnig leitt til einhverfu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump: DON’T TAKE TYLENOL. There is no downside. You will be uncomfortable, it won't be as easy pic.twitter.com/yRUKcWuFm5— Acyn (@Acyn) September 22, 2025 Áhugasamir geta horft á blaðamannafundinn í heild sinni hér. Trump sagði að Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna muni byrja að vara lækna við því að notkun paracetamols geti tengst einhverfu en lyfið er selt í almennum apótekum. Hann sagði þó sjálfur á fundinum í gær að ráðlagning hans byggði í raun á engu öðru en hans eigin tilfinningu fyrir málinu. Sjá einnig: Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Trump sagði einnig að einhverfa fyndist ekki í Amish-samfélagi Bandaríkjanna, vegna þess að þau tækju yfirleitt ekki verkjalyf. Það er þvæla sem hefur margsinnis verið varpað fram áður á samfélagsmiðlum í Bandaríkjunum og annarsstaðar, í tengslum við einhverfu, geðræn vandamál, krabbamein, bóluefni og önnur tilefni. Glenn: I recently saw an amish man on a podcast, and host ask them what the rates were for ADHD and autism and he had no idea about ADHD. Trump: It doesn't exist within the amish community and they don't take all of this junk. It doesn't exist pic.twitter.com/zeJErrdrYG— Acyn (@Acyn) September 22, 2025 Óábyrgur fundur AP fréttaveitan segir útlit fyrir að tilkynningin í gær hafi stuðst við gamlar rannsóknir og að nýjar rannsóknir virðist ekki hafa verið framkvæmdar í tengslum við hana. Sérfræðingar og læknar sem fjölmiðlar vestanhafs hafa rætt við eru sammála um að ummæli Trumps og annarra á fundinum í gær hafi verið óábyrg. Einn sagði fundinn hafa verið skömmustulegan. Viðkomandi sagðist aldrei áður hafa séð sambærileg ummæli frá aðilum í áhrifastöðu. Þeir hefðu varpað fram alls konar fullyrðingum án sannanna, notast við gamlar sögusagnir, lagt fram léleg ráð og hreinlega logið. Fundurinn hefði hreinlega verið hættulegur. Í grein Washington Post segir að núverandi áhyggjur sérstakra hópa af verkjalyfinu og meintra tengsla þess við einhverfu megi að miklu leyti rekja til rannsóknar sem birt var í ágúst. Sú rannsókn, sem þykir vel framkvæmd, er í raun samantekt á öðrum rannsóknum sem benda til tengsla. Sérfræðingar segja tengslin ekki benda til orsakasambands og vísa einnig til þess að aðrar vel framkvæmdar rannsóknir gefa til kynna að tengslin séu engin. Samtök fæðingarlækna og kvensjúkdómalækna í Bandaríkjunum hafa sent frá sér yfirlýsingu um að þar á bæ hafi menn miklar áhyggjur af yfirlýsingum Trumps og félaga á fundinum í gær. Þær hafi verið einstaklega óábyrgar með tilliti til þess hve ruglandi þær voru og hvaða skilaboð þau senda til óléttra kvenna. Þar að auki séu þær ekki studdar af rannsóknum og séu mikil einföldun. Trump var spurður út í þessa yfirlýsingu á blaðamannafundinum í gær. Þá gaf forsetinn til kynna að samtökin væru hluti af hinum ráðandi öflum og sagði að þau væru fjármögnuð úr ýmsum áttum. Hann bætti svo við að mögulega væri þetta rétt hjá samtökunum, að verkjalyfið væri öruggt. Hann teldi þó sjálfur að svo væri ekki. Q: The American College of Obstetricians and Gynecologists put out a statement saying that 'acetaminophen remains a safe trusted option for pain relief during pregnancy.' That's at odds with what you said.TRUMP: That's the establishment. They're funded by lots of different… pic.twitter.com/0EBgk13YJn— Aaron Rupar (@atrupar) September 22, 2025 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira
Á fundinum, sem var einnig stýrt af Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, og Dr. Mehmet Oz, háttsettum starfsmanni heilbrigðisráðuneytisins og fyrrverandi sjónvarpsmanni, vörpuðu þeir fram ýmsum fullyrðingum sem sérfræðingar draga mjög í efa og öðrum sem hafa fyrir löngu síðan verið afsannaðar. „Ekki taka Tylenol [paracetamol] á meðgöngu,“ sagði Trump rúmlega tíu sinnum á blaðamannafundinum. Hann sagði óléttum konum að berjast af hörku gegn því að taka verkjalyfið og að þær gætu eingöngu tekið lyfið ef þær væru með háan hita eða gætu ekki „harkað af sér“ verki. Hann sagði einnig að ekki ætti að gefa börnum verkjalyfið og ýtti undir löngu síðan afsannaðar samsæriskenningar um að bólusetningar gætu einnig leitt til einhverfu, samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump: DON’T TAKE TYLENOL. There is no downside. You will be uncomfortable, it won't be as easy pic.twitter.com/yRUKcWuFm5— Acyn (@Acyn) September 22, 2025 Áhugasamir geta horft á blaðamannafundinn í heild sinni hér. Trump sagði að Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna muni byrja að vara lækna við því að notkun paracetamols geti tengst einhverfu en lyfið er selt í almennum apótekum. Hann sagði þó sjálfur á fundinum í gær að ráðlagning hans byggði í raun á engu öðru en hans eigin tilfinningu fyrir málinu. Sjá einnig: Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Trump sagði einnig að einhverfa fyndist ekki í Amish-samfélagi Bandaríkjanna, vegna þess að þau tækju yfirleitt ekki verkjalyf. Það er þvæla sem hefur margsinnis verið varpað fram áður á samfélagsmiðlum í Bandaríkjunum og annarsstaðar, í tengslum við einhverfu, geðræn vandamál, krabbamein, bóluefni og önnur tilefni. Glenn: I recently saw an amish man on a podcast, and host ask them what the rates were for ADHD and autism and he had no idea about ADHD. Trump: It doesn't exist within the amish community and they don't take all of this junk. It doesn't exist pic.twitter.com/zeJErrdrYG— Acyn (@Acyn) September 22, 2025 Óábyrgur fundur AP fréttaveitan segir útlit fyrir að tilkynningin í gær hafi stuðst við gamlar rannsóknir og að nýjar rannsóknir virðist ekki hafa verið framkvæmdar í tengslum við hana. Sérfræðingar og læknar sem fjölmiðlar vestanhafs hafa rætt við eru sammála um að ummæli Trumps og annarra á fundinum í gær hafi verið óábyrg. Einn sagði fundinn hafa verið skömmustulegan. Viðkomandi sagðist aldrei áður hafa séð sambærileg ummæli frá aðilum í áhrifastöðu. Þeir hefðu varpað fram alls konar fullyrðingum án sannanna, notast við gamlar sögusagnir, lagt fram léleg ráð og hreinlega logið. Fundurinn hefði hreinlega verið hættulegur. Í grein Washington Post segir að núverandi áhyggjur sérstakra hópa af verkjalyfinu og meintra tengsla þess við einhverfu megi að miklu leyti rekja til rannsóknar sem birt var í ágúst. Sú rannsókn, sem þykir vel framkvæmd, er í raun samantekt á öðrum rannsóknum sem benda til tengsla. Sérfræðingar segja tengslin ekki benda til orsakasambands og vísa einnig til þess að aðrar vel framkvæmdar rannsóknir gefa til kynna að tengslin séu engin. Samtök fæðingarlækna og kvensjúkdómalækna í Bandaríkjunum hafa sent frá sér yfirlýsingu um að þar á bæ hafi menn miklar áhyggjur af yfirlýsingum Trumps og félaga á fundinum í gær. Þær hafi verið einstaklega óábyrgar með tilliti til þess hve ruglandi þær voru og hvaða skilaboð þau senda til óléttra kvenna. Þar að auki séu þær ekki studdar af rannsóknum og séu mikil einföldun. Trump var spurður út í þessa yfirlýsingu á blaðamannafundinum í gær. Þá gaf forsetinn til kynna að samtökin væru hluti af hinum ráðandi öflum og sagði að þau væru fjármögnuð úr ýmsum áttum. Hann bætti svo við að mögulega væri þetta rétt hjá samtökunum, að verkjalyfið væri öruggt. Hann teldi þó sjálfur að svo væri ekki. Q: The American College of Obstetricians and Gynecologists put out a statement saying that 'acetaminophen remains a safe trusted option for pain relief during pregnancy.' That's at odds with what you said.TRUMP: That's the establishment. They're funded by lots of different… pic.twitter.com/0EBgk13YJn— Aaron Rupar (@atrupar) September 22, 2025
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Sjá meira