Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar 19. september 2025 10:00 Á þessu ári eru Alzheimersamtökin 40 ára og þá er hollt að líta um öxl og kanna hvað hefur áunnist og hvað má enn gera betur. Alzheimersamtökin eru frjáls félagasamtök sem vinna að hagsmunum einstaklinga með heilabilun og aðstandenda þeirra. Við gerum það með stuðningi, ráðgjöf og fræðslu. En okkar er einnig að auka skilning stjórnvalda, heilbrigðisstétta og almennings á þeim verkefnum eða vandamálum sem þessir einstaklingar og aðstandendur eiga við að etja. Okkur hefur miðað áleiðis en betur má ef duga skal. Í fyrsta lagi er umræða um hvers kyns heilabilun að opnast og það er vel. En í öðru lagi er það nokkuð ljóst að töluverður munur er á þjónustu við einstaklinga með heilabilun á Höfuðborgarsvæðinu annars vegar og landsbyggðinni hins vegar og við verðum að bæta þjónustuna á landsbyggðinni. Seiglan í Lífsgæðasetrinu í Hafnarfirði er þjónustueining fyrir nýgreinda einstaklinga með heilabilun og hennar hlutverk og markmið er að hægja á framgangi sjúkdómsins, sem kemur öllum til góða, einstaklingum og þeirra aðstandendum en ekki síður heilbrigðiskerfinu. SEIGLAN starfar eftir hugmyndafræði iðjuþjálfunar og er áhersla lögð á endurhæfa og að vinna með styrkleika einstaklinga, skapa aðstæður til að þeir geti stundað sína iðju, styrkt félagsleg tengsl og lífað lengur innihaldsríku lífi. Ég er þess fullviss að með svipuðu úrræði í þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni yrði lífið mun einfaldara fyrir marga einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra og þess vegna skora ég á heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir slíkum þjónustueiningum þar. Annað sem skiptir líka miklu máli fyrir einstaklinga með heilabilun og ekki síður aðstandendur þeirra eru hvíldarinnlagnir. Það þarf ekki bara að fjölga slíkum plássum heldur einnig að breyta þjónustunni. Það gengur ekki að sá einstaklingur sem fer í hvíldarinnlögn geti ekki stundað sína sérhæfðu dagþjálfun, því verður að breyta. Það mætti einnig hafa í huga að hálfur mánuður í hvíldarinnlögn ætti ekki að vera heilagur því það þarf að vera möguleiki fyrir aðstandendur að óska eftir skammtíma hvíldarinnlögn sjálfra sín vegna án þess að fá samviskubit yfir því að fara í nokkra daga leyfi. Það er engin lausn að segja við aðstandendur að senda hinn veika á bráðadeildina og skilja hann þar eftir eins og sumum hefur verið ráðlagt, það er bæði ómanneskjulegt og óviðunandi. Við skulum hafa það í huga að hvers kyns heilabilun er álag á þann sem býr með hinum veika og fjölskyldunar alla. Það er skylda okkar samfélags að búa þannig um hnútana að aðstandendum standi til boða úrræði sem bæði létta á heilbrigðiskerfinu á meðan hinn veiki einstaklingur býr enn heima og að þeir geti sjálfir um frjálst höfuð strokið. En að lokum þá finnst mér að svo virðist sem kerfin tali ekki saman og því mun samtalið við ráðherra félagsmála og heilbrigðismála halda áfram og vonandi tekst okkur að byggja brýr á milli kerfa því það verður að tryggja okkar skjólstæðingum og aðstandendum þeirra þjónustu beggja ráðuneyta og að í þeirri vinnu verði leiðarstef “ekkert um okkur án okkar”. Einnig þarf að halda áfram samtali við sveitarstjórnarfólk í þeim tilgangi að kynna því starfsemi Alzheimersamtakanna, greina frá þörfinni eftir sérhæfðri dagþjálfun sem og þjónustuúrræði fyrir nýgreindra og fá að vita hvort og þá hvernig sveitarfélögin sjái sína aðkomu að þessum verkefnum í þágu einstaklinga með heilabilun. Höfundur er formaður Alzheimersamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Félagasamtök Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Á þessu ári eru Alzheimersamtökin 40 ára og þá er hollt að líta um öxl og kanna hvað hefur áunnist og hvað má enn gera betur. Alzheimersamtökin eru frjáls félagasamtök sem vinna að hagsmunum einstaklinga með heilabilun og aðstandenda þeirra. Við gerum það með stuðningi, ráðgjöf og fræðslu. En okkar er einnig að auka skilning stjórnvalda, heilbrigðisstétta og almennings á þeim verkefnum eða vandamálum sem þessir einstaklingar og aðstandendur eiga við að etja. Okkur hefur miðað áleiðis en betur má ef duga skal. Í fyrsta lagi er umræða um hvers kyns heilabilun að opnast og það er vel. En í öðru lagi er það nokkuð ljóst að töluverður munur er á þjónustu við einstaklinga með heilabilun á Höfuðborgarsvæðinu annars vegar og landsbyggðinni hins vegar og við verðum að bæta þjónustuna á landsbyggðinni. Seiglan í Lífsgæðasetrinu í Hafnarfirði er þjónustueining fyrir nýgreinda einstaklinga með heilabilun og hennar hlutverk og markmið er að hægja á framgangi sjúkdómsins, sem kemur öllum til góða, einstaklingum og þeirra aðstandendum en ekki síður heilbrigðiskerfinu. SEIGLAN starfar eftir hugmyndafræði iðjuþjálfunar og er áhersla lögð á endurhæfa og að vinna með styrkleika einstaklinga, skapa aðstæður til að þeir geti stundað sína iðju, styrkt félagsleg tengsl og lífað lengur innihaldsríku lífi. Ég er þess fullviss að með svipuðu úrræði í þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni yrði lífið mun einfaldara fyrir marga einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra og þess vegna skora ég á heilbrigðisráðherra að beita sér fyrir slíkum þjónustueiningum þar. Annað sem skiptir líka miklu máli fyrir einstaklinga með heilabilun og ekki síður aðstandendur þeirra eru hvíldarinnlagnir. Það þarf ekki bara að fjölga slíkum plássum heldur einnig að breyta þjónustunni. Það gengur ekki að sá einstaklingur sem fer í hvíldarinnlögn geti ekki stundað sína sérhæfðu dagþjálfun, því verður að breyta. Það mætti einnig hafa í huga að hálfur mánuður í hvíldarinnlögn ætti ekki að vera heilagur því það þarf að vera möguleiki fyrir aðstandendur að óska eftir skammtíma hvíldarinnlögn sjálfra sín vegna án þess að fá samviskubit yfir því að fara í nokkra daga leyfi. Það er engin lausn að segja við aðstandendur að senda hinn veika á bráðadeildina og skilja hann þar eftir eins og sumum hefur verið ráðlagt, það er bæði ómanneskjulegt og óviðunandi. Við skulum hafa það í huga að hvers kyns heilabilun er álag á þann sem býr með hinum veika og fjölskyldunar alla. Það er skylda okkar samfélags að búa þannig um hnútana að aðstandendum standi til boða úrræði sem bæði létta á heilbrigðiskerfinu á meðan hinn veiki einstaklingur býr enn heima og að þeir geti sjálfir um frjálst höfuð strokið. En að lokum þá finnst mér að svo virðist sem kerfin tali ekki saman og því mun samtalið við ráðherra félagsmála og heilbrigðismála halda áfram og vonandi tekst okkur að byggja brýr á milli kerfa því það verður að tryggja okkar skjólstæðingum og aðstandendum þeirra þjónustu beggja ráðuneyta og að í þeirri vinnu verði leiðarstef “ekkert um okkur án okkar”. Einnig þarf að halda áfram samtali við sveitarstjórnarfólk í þeim tilgangi að kynna því starfsemi Alzheimersamtakanna, greina frá þörfinni eftir sérhæfðri dagþjálfun sem og þjónustuúrræði fyrir nýgreindra og fá að vita hvort og þá hvernig sveitarfélögin sjái sína aðkomu að þessum verkefnum í þágu einstaklinga með heilabilun. Höfundur er formaður Alzheimersamtakanna.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun