Hryðjuverkaákærum vísað frá Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2025 14:15 Luigi Mangione í dómsal í dag. AP/Seth Wenig Dómari hefur vísað frá tveimur af ákærunum gegn Luigi Mangione, sem sakaður er um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra UnitedHealthcare, í fyrra. Ekki verður réttað yfir Mangione í New York fyrir hryðjuverk en morðákærur standa eftir. Lögmenn Mangione höfðu farið fram á að allt málið gegn Mangione í New York yrði fellt niður vegna þess að hann stæði einnig frammi fyrir sambærilegu máli frá alríkinu en þar stendur Mangione frammi fyrir dauðarefsingu. Þeir segja það að reka bæði málin samhliða vera gífurlega flókið og erfitt. Það komi niður á vörnum skjólstæðings þeirra og þar með réttindum hans. Sjá einnig: Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Því hafnaði dómarinn en vísaði þó tveimur ákærum fyrir hryðjuverk frá. Það gerði Gregory Carro, dómarinn, á þeim grundvelli að samkvæmt lögum New York-ríkis væri morðið ekki hryðjuverk, þó það hefði verið framið vegna ákveðnar hugmyndafræði, samkvæmt AP fréttaveitunni. Konur sem styðja Mangione í dómshúsinu í New York í dag.AP/Seth Wenig Á sér fjölda fylgjenda Mangione, sem er 26 ára gamall, sat fyrir Thompson fyrir utan hótel í New York í desember þar sem forstjórinn var að halda fjárfestaráðstefnu. Auk þess að vera ákærður fyrir morð í New York og af alríkinu, hefur hann einnig verið ákærður fyrir skjalafals og vopnaburð í Pennsylvaníu. Þar var hann handtekinn nokkrum dögum eftir morðið. Mangione neitaði sök í ákærunum gegn honum í New York. Hann hefur einnig neitað sök gegn alríkisákærunum. Hann mætti síðast í dómsal í apríl en þá mættu fjölmargir aðdáendur hans einnig, eins og þeir gerðu þegar hann var færður fyrir dómara í New York í febrúar. Margir telja Mangione vera einhvers konar hetju þar sem hann myrti forstjóra einkarekins heilsutryggingafyrirtækis, sem fjölmargir telja sig eiga sökótt við. Bandaríkin Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Leikhús í San Francisco setur upp söngleik byggðan á sögu Luigi Mangione, mannsins sem grunaður er um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana. 3. maí 2025 15:43 Vill fartölvu í fangelsið Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York, vill hafa fartölvu í fangelsinu. Hann situr í alríkisfangelsi í New York en hann hefur verið ákærður fyrir morð og framkvæmd hryðjuverks. 25. mars 2025 22:17 Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Luigi Mangione, sem er grunaður um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana, hefur opnað sig um fangelsisvistina í bréfaskrifum við almenning. Hann fylgir ákveðinni rútínu, borðar núðlur, les og teflir við samfanga sína. 9. mars 2025 13:50 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Lögmenn Mangione höfðu farið fram á að allt málið gegn Mangione í New York yrði fellt niður vegna þess að hann stæði einnig frammi fyrir sambærilegu máli frá alríkinu en þar stendur Mangione frammi fyrir dauðarefsingu. Þeir segja það að reka bæði málin samhliða vera gífurlega flókið og erfitt. Það komi niður á vörnum skjólstæðings þeirra og þar með réttindum hans. Sjá einnig: Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Því hafnaði dómarinn en vísaði þó tveimur ákærum fyrir hryðjuverk frá. Það gerði Gregory Carro, dómarinn, á þeim grundvelli að samkvæmt lögum New York-ríkis væri morðið ekki hryðjuverk, þó það hefði verið framið vegna ákveðnar hugmyndafræði, samkvæmt AP fréttaveitunni. Konur sem styðja Mangione í dómshúsinu í New York í dag.AP/Seth Wenig Á sér fjölda fylgjenda Mangione, sem er 26 ára gamall, sat fyrir Thompson fyrir utan hótel í New York í desember þar sem forstjórinn var að halda fjárfestaráðstefnu. Auk þess að vera ákærður fyrir morð í New York og af alríkinu, hefur hann einnig verið ákærður fyrir skjalafals og vopnaburð í Pennsylvaníu. Þar var hann handtekinn nokkrum dögum eftir morðið. Mangione neitaði sök í ákærunum gegn honum í New York. Hann hefur einnig neitað sök gegn alríkisákærunum. Hann mætti síðast í dómsal í apríl en þá mættu fjölmargir aðdáendur hans einnig, eins og þeir gerðu þegar hann var færður fyrir dómara í New York í febrúar. Margir telja Mangione vera einhvers konar hetju þar sem hann myrti forstjóra einkarekins heilsutryggingafyrirtækis, sem fjölmargir telja sig eiga sökótt við.
Bandaríkin Erlend sakamál Forstjóri UnitedHealthcare myrtur Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Leikhús í San Francisco setur upp söngleik byggðan á sögu Luigi Mangione, mannsins sem grunaður er um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana. 3. maí 2025 15:43 Vill fartölvu í fangelsið Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York, vill hafa fartölvu í fangelsinu. Hann situr í alríkisfangelsi í New York en hann hefur verið ákærður fyrir morð og framkvæmd hryðjuverks. 25. mars 2025 22:17 Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Luigi Mangione, sem er grunaður um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana, hefur opnað sig um fangelsisvistina í bréfaskrifum við almenning. Hann fylgir ákveðinni rútínu, borðar núðlur, les og teflir við samfanga sína. 9. mars 2025 13:50 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Leikhús í San Francisco setur upp söngleik byggðan á sögu Luigi Mangione, mannsins sem grunaður er um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana. 3. maí 2025 15:43
Vill fartölvu í fangelsið Luigi Mangione, sem grunaður er um að hafa myrt Brian Thompson, forstjóra eins stærsta sjúkratryggingafyrirtækis Bandaríkjanna, á götu úti í New York, vill hafa fartölvu í fangelsinu. Hann situr í alríkisfangelsi í New York en hann hefur verið ákærður fyrir morð og framkvæmd hryðjuverks. 25. mars 2025 22:17
Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Luigi Mangione, sem er grunaður um að hafa ráðið forstjóra UnitedHealthcare bana, hefur opnað sig um fangelsisvistina í bréfaskrifum við almenning. Hann fylgir ákveðinni rútínu, borðar núðlur, les og teflir við samfanga sína. 9. mars 2025 13:50