Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 9. september 2025 14:03 Fyrir helgina kynntu stjórnvöld áform um mótun atvinnustefnu til ársins 2035. Atvinnustefnu er ætlað að búa jarðveg fyrir hagvöxt og m.a. skapa ný og verðmæt störf. Atvinnulífið hefur almennt fagnað þessum áformum og vonandi verður afurðin skynsamlega unnin og raunhæf. Fókusinn í umræðunni hefur mikið til hverfst um nýsköpun, hvernig við getum byggt upp nýjar útflutningsgreinar og ný og verðmæt störf þeim tengd. Það er hins vegar ástæða til að minna á hversu mikilvægt það er að atvinnustefna fjalli um hvernig megi hlúa vel að grunnstoðum íslensks atvinnulífs, þeim greinum sem hafa fram til þessa borið uppi hagvöxt og velsæld í landinu. Þessar greinar þurfum við að verja í harðnandi alþjóðlegri samkeppni. Við álframleiðslu á Íslandi eru um 2000 störf og flest þeirra sérhæfð. Meðallaun fólks sem starfar við álvinnslu eru um 20% hærri en meðalheildarlaun í landinu. Á árinu 2024 voru útflutningstekjur vegna álframleiðslu 328 milljarðar. Innlend útgjöld álveranna voru 135 milljarðar en þar af greiddu álverin 6 milljarða í opinber gjöld og tæpa 30 milljarða í laun og launatengd gjöld. Kaup álveranna á raforku er ein meginstoð íslenska raforkukerfisins og hefur skilað þjóðinni 90 milljarða arðgreiðslum frá árinu 2021. Langtímasamningar um raforkusölu til álveranna hafa gert Landsvirkjun að einu verðmesta fyrirtæki þjóðarinnar en álverin eru stærstu kaupendur raforku á Íslandi. Til að setja stærðirnar í samhengi þá töpuðust um 12 milljarðar í útflutningstekjum á síðasta ári vegna skerðinga á afhendingu raforku til íslensku álveranna. Það eru hærri upphæðir en margar atvinnugreinar skapa í heild sinni á ári hverju. Störf við álframleiðslu á Íslandi eru verðmæt og til mikils að vinna að stjórnvöld tryggi íslensku álverunum góð rekstrarskilyrði og þá ekki síður fyrirsjáanleika í rekstri; nægt framboð og samkeppnishæft verð á raforku. Séu þessar forsendur til staðar eru tækifæri fyrir íslensku álverin að gera betur, ráðast í fjárfestingar til þess að auka virði framleiðslunnar, nýta raforkuna enn betur og skila þar með enn meiru til samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Eldey Arnardóttir Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Orkumál Áliðnaður Stóriðja Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Fyrir helgina kynntu stjórnvöld áform um mótun atvinnustefnu til ársins 2035. Atvinnustefnu er ætlað að búa jarðveg fyrir hagvöxt og m.a. skapa ný og verðmæt störf. Atvinnulífið hefur almennt fagnað þessum áformum og vonandi verður afurðin skynsamlega unnin og raunhæf. Fókusinn í umræðunni hefur mikið til hverfst um nýsköpun, hvernig við getum byggt upp nýjar útflutningsgreinar og ný og verðmæt störf þeim tengd. Það er hins vegar ástæða til að minna á hversu mikilvægt það er að atvinnustefna fjalli um hvernig megi hlúa vel að grunnstoðum íslensks atvinnulífs, þeim greinum sem hafa fram til þessa borið uppi hagvöxt og velsæld í landinu. Þessar greinar þurfum við að verja í harðnandi alþjóðlegri samkeppni. Við álframleiðslu á Íslandi eru um 2000 störf og flest þeirra sérhæfð. Meðallaun fólks sem starfar við álvinnslu eru um 20% hærri en meðalheildarlaun í landinu. Á árinu 2024 voru útflutningstekjur vegna álframleiðslu 328 milljarðar. Innlend útgjöld álveranna voru 135 milljarðar en þar af greiddu álverin 6 milljarða í opinber gjöld og tæpa 30 milljarða í laun og launatengd gjöld. Kaup álveranna á raforku er ein meginstoð íslenska raforkukerfisins og hefur skilað þjóðinni 90 milljarða arðgreiðslum frá árinu 2021. Langtímasamningar um raforkusölu til álveranna hafa gert Landsvirkjun að einu verðmesta fyrirtæki þjóðarinnar en álverin eru stærstu kaupendur raforku á Íslandi. Til að setja stærðirnar í samhengi þá töpuðust um 12 milljarðar í útflutningstekjum á síðasta ári vegna skerðinga á afhendingu raforku til íslensku álveranna. Það eru hærri upphæðir en margar atvinnugreinar skapa í heild sinni á ári hverju. Störf við álframleiðslu á Íslandi eru verðmæt og til mikils að vinna að stjórnvöld tryggi íslensku álverunum góð rekstrarskilyrði og þá ekki síður fyrirsjáanleika í rekstri; nægt framboð og samkeppnishæft verð á raforku. Séu þessar forsendur til staðar eru tækifæri fyrir íslensku álverin að gera betur, ráðast í fjárfestingar til þess að auka virði framleiðslunnar, nýta raforkuna enn betur og skila þar með enn meiru til samfélagsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Samáls.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun