Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 9. september 2025 12:01 Logi Einarsson ráðherra háskólamála hefur ákveðið að auka gjaldtöku á nemendur í háskólum landsins um allt að 33% með því að leyfa skólunum að hækka skrásetningargjöld nemenda. Þetta er ekki rétta leiðin til að mæta vanfjármögnun háskólastigsins. Hér er um lífskjaramál þúsunda ungs fólks að ræða og algjört grundvallaratriði í velferðarpólitík. Ég tek fram að ég tel háskólana vanfjármagnaða, eins og ég hef áður skrifað um, og hef fulla samúð með háskólayfirvöldum, en lausnin er ekki að hækka gjöld á nemendur þeirra. Það eykur eingöngu á misskiptingu, og getur dregið úr tækifærum efnaminni stúdenta til náms. Aðgengi að námi óháð efnahag er og verður verðmætasta jöfnunartæki samfélagsins. Ég hefði haldið að ráðherrar Samfylkingarinnar myndu helst verja jafnrétti til náms af þeim stjórnmálaflokkum sem nú eru við völd. En hið gagnstæða er að koma á daginn – því miður. Og, það veldur áhyggjum að vegferð ráðherrans stríðir gegn stefnu hans eigins flokks um gjaldtöku í háskólum. Hvað verður næst? Í stefnu Samfylkingarinnar er lagst alfarið gegn skólagjöldum og skráningargjöldum í opinberum háskólum og sagt að menntun eigi að vera gjaldfrjáls. Þessu er ég hjartanlega sammála – og því einlæglega ósammála þessari fyrirætlan ráðherrans. Síðasta ríkisstjórn hækkaði ekki gjöld á nemendur við háskólana, heldur drógum við úr þeim með því að fella niður skólagjöld meðal annars við Listaháskóla Íslands. Þannig jöfnuðum við aðgengi að listnámi á háskólastigi, sem hafði verið baráttumál okkar Vinstri grænna lengi. En þrátt fyrir að ákveðin skref hafi verið stigin hjá fyrri ríkisstjórn með auknum framlögum til háskólastigsins, þá erum við alltof langt frá því að ná viðmiðum OECD og hvað þá hinna Norðurlandanna. Þangað eigum við að halda áfram að stefna og ný ríkisstjórn verður að taka boltann í þessum efnum. Aukin gjaldtaka á nemendur er ekki rétta leiðin. Öflugt háskólanám og kraftmiklar rannsóknir eru undirstaða velsældar hvers samfélags. Ég hvet háskólaráðherra og ríkisstjórnina til að gera gangskör að því að bæta fjármögnun háskólastigsins. Höfundur er fyrrv. ráðherra og varaformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Fjárlagafrumvarp 2026 Alþingi Samfylkingin Vinstri græn Hagsmunir stúdenta Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Logi Einarsson ráðherra háskólamála hefur ákveðið að auka gjaldtöku á nemendur í háskólum landsins um allt að 33% með því að leyfa skólunum að hækka skrásetningargjöld nemenda. Þetta er ekki rétta leiðin til að mæta vanfjármögnun háskólastigsins. Hér er um lífskjaramál þúsunda ungs fólks að ræða og algjört grundvallaratriði í velferðarpólitík. Ég tek fram að ég tel háskólana vanfjármagnaða, eins og ég hef áður skrifað um, og hef fulla samúð með háskólayfirvöldum, en lausnin er ekki að hækka gjöld á nemendur þeirra. Það eykur eingöngu á misskiptingu, og getur dregið úr tækifærum efnaminni stúdenta til náms. Aðgengi að námi óháð efnahag er og verður verðmætasta jöfnunartæki samfélagsins. Ég hefði haldið að ráðherrar Samfylkingarinnar myndu helst verja jafnrétti til náms af þeim stjórnmálaflokkum sem nú eru við völd. En hið gagnstæða er að koma á daginn – því miður. Og, það veldur áhyggjum að vegferð ráðherrans stríðir gegn stefnu hans eigins flokks um gjaldtöku í háskólum. Hvað verður næst? Í stefnu Samfylkingarinnar er lagst alfarið gegn skólagjöldum og skráningargjöldum í opinberum háskólum og sagt að menntun eigi að vera gjaldfrjáls. Þessu er ég hjartanlega sammála – og því einlæglega ósammála þessari fyrirætlan ráðherrans. Síðasta ríkisstjórn hækkaði ekki gjöld á nemendur við háskólana, heldur drógum við úr þeim með því að fella niður skólagjöld meðal annars við Listaháskóla Íslands. Þannig jöfnuðum við aðgengi að listnámi á háskólastigi, sem hafði verið baráttumál okkar Vinstri grænna lengi. En þrátt fyrir að ákveðin skref hafi verið stigin hjá fyrri ríkisstjórn með auknum framlögum til háskólastigsins, þá erum við alltof langt frá því að ná viðmiðum OECD og hvað þá hinna Norðurlandanna. Þangað eigum við að halda áfram að stefna og ný ríkisstjórn verður að taka boltann í þessum efnum. Aukin gjaldtaka á nemendur er ekki rétta leiðin. Öflugt háskólanám og kraftmiklar rannsóknir eru undirstaða velsældar hvers samfélags. Ég hvet háskólaráðherra og ríkisstjórnina til að gera gangskör að því að bæta fjármögnun háskólastigsins. Höfundur er fyrrv. ráðherra og varaformaður Vinstri grænna.
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun