Körfubolti

„Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Martin sat ekki á svörum þegar hann var spurður út í liðsfélaga sinn Tryggva.
Martin sat ekki á svörum þegar hann var spurður út í liðsfélaga sinn Tryggva. Vísir/Hulda Margrét

Martin Hermannsson skilur ekki hvers vegna Tryggvi Hlinason, liðsfélagi sinn í landsliðinu, er ekki spilandi hverja viku í EuroLeague á meðal bestu leikmanna álfunnar. Martin lofaði liðsfélaga sinn í hástert á blaðamannafundi í gær.

Martin sat fyrir svörum ásamt Craig Pedersen á blaðamannafundi eftir einkar svekkjandi tap Íslands fyrir Póllandi á EM í körfubolta í gær. Tryggvi var lang besti leikmaður Íslands í leiknum og Martin stóð ekki á svörum þegar hann var spurður út í stóra manninn í gær.

„Ég held að allir sjái hans tölur með landsliðinu á mótinu. Hann er einstakur gæi. Ég hef spilað með mörgum stórum gaurum á mínum ferli en hann er ein besta manneskja sem ég hef kynnst,“ sagði Martin á fundinum og bætti við:

„Hann þreytist ekki. Spilar 39 mínútur í þessum leik og er enn að öskra að áhorfendum og enn á fullu gasi. Hann er okkar mikilvægasti leikmaður og ég segi liðum í EuroLeague að hundsa hann ekki, því að hann væri fullkominn fyrir öll lið þar. Hann er að bæta sig á hverju ári. Hann er týpan sem gerir allt rétt. Það skiptir engu máli hvort hann snerti boltann 30 sinnum eða tvisvar í leik – hann er alltaf til staðar og alltaf jákvæður. Þú getur ekki beðið um meira.“

Miklar tilfinningar fylgdu leik gærdagsins þar sem Ísland kastaði frá sér sigrinum. Stuðningsmenn Íslands eignuðu sér þá höllina í leiknum við Belga, en því miður dugði það skammt. Martin segir stuðninginn hafa mikla þýðingu.

„Þetta hefur alla þýðingu fyrir okkur. Að sjá allt þetta fólk koma hingað til Póllands að sjá mann spila. Það er erfitt að koma því í orð, allir vinir þínir og fjölskylda í stúkunni. Líka frá mér séð, þetta er tilfinningaþrungið, að sjá þetta fólk hér. Hafandi spilað erlendis í áratug að sjá fjölskylduna hér, fólk sem fær ekki tækifæri til að sjá mig ekki spila oft. Ég fæ gæsahúð við að sjá þau syngja þjóðsönginn í stúkunni,“

„Þetta er eitthvað sem alla frá Íslandi dreymir um, og vonandi getum við gefið þeim sigur því þau eiga það virkilega skilið,“ segir Martin.

Blaðamannafundinn má sjá í spilaranum. Martin tjáir sig um Tryggva eftir rúmlega fimm mínútur.


Tengdar fréttir

Skýrsla Vals: Illt í sálinni

Það er sárt að skrifa hvert einasta orð í þessari umfjöllun. Mann verkjar í sálina eftir þetta tap Íslands fyrir Belgíu.

„Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“

Tryggvi Snær Hlinason var líkt og í leiknum á móti Ísrael atkvæðamestur hjá íslenska liðinu þegar liðið tapaði á svekkjandi hátt á móti Belgíu í annarri umferð D-riðils á EuroBasket 2025 í Spodek-höllinni í Katowice í Póllandi í dag. 

„Langar helst að setjast hér niður og gráta“

„Þetta er ógeðslega svekkjandi. Við þurftum bara að grípa þetta [tækifæri] en því miður gekk það ekki í þetta skipti,“ sagði Martin Hermannsson eftir tapið gegn Belgíu á EM í körfubolta í dag.

„Fannst við eiga meira skilið“

„Við spiluðum virkilega góðan leik og mér fannst við eiga meira skilið en svona eru íþróttirnar,“ sagði landsliðsþjálfarinn Craig Pedersen, sár og svekktur, eftir tap Íslands gegn Belgíu á EM í körfubolta í dag.

„Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“

Elvar Már Friðriksson var vitanlega afar svekktur eftir tapið gegn Belgíu í dag, á EM í körfubolta, eftir að Ísland hafði verið yfir lengst af í leiknum. Í blálokin komust Belgar yfir og unnu að lokum 71-64.

Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta kastaði frá sér unnum leik þegar liðið mætti Belgíu í annarri umferð í D-riðli á EuroBasket 2025 í Spodek-höllinni í Katowice í Póllandi í dag. Góður möguleiki var á fyrsta sigri Íslands í 12. tilraun á stórmóti en liðið var sjö stigum yfir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×