„Ég er alltaf í slagsmálum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. ágúst 2025 15:32 Ísraelar gengu harkalega fram gegn Tryggva í leik gærdagsins. Vísir/Hulda Margrét „Það er bara hausinn upp og áfram gakk. Núna er bara næsti leikur á móti Belgíu sem hugurinn er við núna,“ segir Tryggvi Snær Hlinason, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta eftir tap fyrir Ísrael í fyrsta leik á EM í gær. Næsta verkefni er strax á morgun. „Það er enginn tími til þess að svekkja sig eða vera í leiðindum. Núna er bara að fletta blaðsíðunni og taka það næsta,“ segir Tryggvi sem segir gott að hafa stutt á milli leikja til að svara fyrir tapið í fyrsta leik. Klippa: Vanur slagsmálunum en þó þreyttur Fast var tekið á Tryggva í leiknum og skiptust Ísraelarnir á við að brjóta á honum, oft heldur harkalega. Í eitt skiptið líktist það frekar varnarleik í handbolta þar sem honum var hent í jörðina líkt og rætt var um í Besta sætinu. Tryggvi kveðst öllu vanur. Tekið utan um Tryggva í gær.Vísir/Hulda Margrét „Ég er alltaf í slagsmálum. Það er mitt djobb. Ég lýg því ekki að ég sé ekki smá þreyttur í dag en sem betur fer er enn smá í leikinn. Ég verð hress og klár í leikinn á morgun,“ segir Tryggvi. En verður þetta þá svona allt mótið, að hann verði tekinn svo föstum tökum? „Það má alveg reikna með því. Menn vita að ég er í þessum slagsmálum og þeir taka á móti mér þannig. Ég mun halda áfram að berjast á sama hátt og þetta verður svona áfram. Maður þarf bara að taka því,“ segir Tryggvi. Hér er slegið fast í höndina á honum.Vísir/Hulda Margrét Tryggvi fékk örlitla hvíld í gær, allt þar til í lok leiks þegar öllu byrjunarliðinu var skipt út í ruslatímanum er ljóst var að Ísrael ynni sigur. En treystir hann sér í að spila hátt í 40 mínútur í hverjum leik? „Ég mun spila það sem ég þarf að spila. Ef það er spurning um að ég spili 40 mínútur og við vinnum, þá geri ég það. Ef ég þarf að spila 15 mínútur og við vinnum geri ég það líka,“ segir Tryggvi. Hann er þá spenntur að komast aftur út á parketið og mæta Belgum á morgun. „Við höfum rennt ágætlega yfir belgíska liðið. Það var gott að við spiluðum snemma í gær, því höfum við haft tíma í að pæla í hinum. Við horfðum á leikinn þeirra og vitum hverjum við búumst við á móti þeim. Æfingin í dag var góð og það er strax komin góð tilfinning í liðið,“ segir Tryggvi. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Ísland mætir Belgíu klukkan 12:00 á morgun og verður leiknum lýst beint í textalýsingu á Vísi. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, hefði mátt bregðast fyrr við í upphafi seinni hálfleiks í leiknum gegn Ísrael á EM í gær. Þetta er mat Maté Dalmay sem gerði leikinn upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, ásamt þeim Stefáni Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni. 29. ágúst 2025 09:02 Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði Evrópumótið á tapi í gær og biðin eftir fyrsta sigrinum í úrslitakeppni EM lengist því enn. 29. ágúst 2025 07:02 Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum Byrjunin á EM í körfubolta fór því miður ekki á besta veg. Ísland tapaði fyrir Ísrael, 83-71, í leik þar sem voru svo sannarlega tækifæri til staðar. 28. ágúst 2025 16:45 EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Ísland tapaði fyrir Ísrael í fyrsta leik liðsins á EM karla í körfubolta í Katowice í Póllandi. Margt gott má taka úr leik sem hefði hæglega getað farið á annan veg. 28. ágúst 2025 16:22 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
„Það er enginn tími til þess að svekkja sig eða vera í leiðindum. Núna er bara að fletta blaðsíðunni og taka það næsta,“ segir Tryggvi sem segir gott að hafa stutt á milli leikja til að svara fyrir tapið í fyrsta leik. Klippa: Vanur slagsmálunum en þó þreyttur Fast var tekið á Tryggva í leiknum og skiptust Ísraelarnir á við að brjóta á honum, oft heldur harkalega. Í eitt skiptið líktist það frekar varnarleik í handbolta þar sem honum var hent í jörðina líkt og rætt var um í Besta sætinu. Tryggvi kveðst öllu vanur. Tekið utan um Tryggva í gær.Vísir/Hulda Margrét „Ég er alltaf í slagsmálum. Það er mitt djobb. Ég lýg því ekki að ég sé ekki smá þreyttur í dag en sem betur fer er enn smá í leikinn. Ég verð hress og klár í leikinn á morgun,“ segir Tryggvi. En verður þetta þá svona allt mótið, að hann verði tekinn svo föstum tökum? „Það má alveg reikna með því. Menn vita að ég er í þessum slagsmálum og þeir taka á móti mér þannig. Ég mun halda áfram að berjast á sama hátt og þetta verður svona áfram. Maður þarf bara að taka því,“ segir Tryggvi. Hér er slegið fast í höndina á honum.Vísir/Hulda Margrét Tryggvi fékk örlitla hvíld í gær, allt þar til í lok leiks þegar öllu byrjunarliðinu var skipt út í ruslatímanum er ljóst var að Ísrael ynni sigur. En treystir hann sér í að spila hátt í 40 mínútur í hverjum leik? „Ég mun spila það sem ég þarf að spila. Ef það er spurning um að ég spili 40 mínútur og við vinnum, þá geri ég það. Ef ég þarf að spila 15 mínútur og við vinnum geri ég það líka,“ segir Tryggvi. Hann er þá spenntur að komast aftur út á parketið og mæta Belgum á morgun. „Við höfum rennt ágætlega yfir belgíska liðið. Það var gott að við spiluðum snemma í gær, því höfum við haft tíma í að pæla í hinum. Við horfðum á leikinn þeirra og vitum hverjum við búumst við á móti þeim. Æfingin í dag var góð og það er strax komin góð tilfinning í liðið,“ segir Tryggvi. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum að ofan. Ísland mætir Belgíu klukkan 12:00 á morgun og verður leiknum lýst beint í textalýsingu á Vísi.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, hefði mátt bregðast fyrr við í upphafi seinni hálfleiks í leiknum gegn Ísrael á EM í gær. Þetta er mat Maté Dalmay sem gerði leikinn upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, ásamt þeim Stefáni Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni. 29. ágúst 2025 09:02 Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði Evrópumótið á tapi í gær og biðin eftir fyrsta sigrinum í úrslitakeppni EM lengist því enn. 29. ágúst 2025 07:02 Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum Byrjunin á EM í körfubolta fór því miður ekki á besta veg. Ísland tapaði fyrir Ísrael, 83-71, í leik þar sem voru svo sannarlega tækifæri til staðar. 28. ágúst 2025 16:45 EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Ísland tapaði fyrir Ísrael í fyrsta leik liðsins á EM karla í körfubolta í Katowice í Póllandi. Margt gott má taka úr leik sem hefði hæglega getað farið á annan veg. 28. ágúst 2025 16:22 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, hefði mátt bregðast fyrr við í upphafi seinni hálfleiks í leiknum gegn Ísrael á EM í gær. Þetta er mat Maté Dalmay sem gerði leikinn upp í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, ásamt þeim Stefáni Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni. 29. ágúst 2025 09:02
Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði Evrópumótið á tapi í gær og biðin eftir fyrsta sigrinum í úrslitakeppni EM lengist því enn. 29. ágúst 2025 07:02
Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum Byrjunin á EM í körfubolta fór því miður ekki á besta veg. Ísland tapaði fyrir Ísrael, 83-71, í leik þar sem voru svo sannarlega tækifæri til staðar. 28. ágúst 2025 16:45
EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? Ísland tapaði fyrir Ísrael í fyrsta leik liðsins á EM karla í körfubolta í Katowice í Póllandi. Margt gott má taka úr leik sem hefði hæglega getað farið á annan veg. 28. ágúst 2025 16:22