Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar 28. ágúst 2025 11:45 Að sjálfsögðu eiga foreldrar að fá að ákveða alveg sjálfir hvernig þeir ráðstafa fæðingarorlofsréttinum, óháð því hvað Samfylkingunni eða Vinstri grænum finnst um skipulag fjölskyldulífs þeirra. Þetta er mikilvægt efnahagsmál fyrir margar fjölskyldur, sem getur ráðið úrslitum um það hvort fólk haldi áfram í barneignum. Nú les maður í Morgunblaðinu um óvæntan stuðningsmann þessa ágæta frelsismáls, sem sást þó ekki í þingsal þegar Miðflokkurinn bar fram þessa tillögu fyrr á þessu ári. Það er Inga Sæland, sem segir nú: „Þetta er verkefni og ég er í því af lífi og sál.“ Það kemur á óvart í ljósi þess að fulltrúar ríkisstjórnarinnar í þingsal þennan dag voru Samfylkingarmenn, sem komu því rækilega á framfæri að frjáls ákvörðunarréttur almennings væri ekki í boði á þessu sviði. Ef menn vilja yfir höfuð enn reyna að taka nokkurt mark á yfirlýsingum frá Flokki fólksins, þá verður ekki annað ráðið af orðum Ingu en að frumvarp þessa efnis sé væntanlegt úr hennar ráðuneyti strax á næsta þingi. Þá verður forvitnilegt að heyra hvort til dæmis Víðir Reynisson stígi aftur í pontu og endurtaki sína áleitnu spurningu frá því í vor: „Á hvaða ári er ég eiginlega staddur?“ Það ríkir nefnilega grundvallarágreiningur um þetta mál. Meginhugsun okkar í Miðflokknum er einfaldlega sú að foreldrum sé treystandi til þess að meta hvað er barni þeirra fyrir bestu. Þingmaður Samfylkingarinnar Dagbjört Hákonardóttir er ekki viss um þetta og er, fyrir hönd ríkisvaldsins, sjálf búin að hugsa málið til enda fyrir fjölskyldur í landinu. Eins og hún sagði: „Það er betra fyrir barnið ef það nýtur samvista með mömmu og pabba og eigi pabba sem veit hvar sokkarnir eru í óhreina tauinu.“ Þar með er ríkisstjórnin búin að úrskurða um málið. P.S. Veitum athygli þessari aðdróttun um að feður, sem ekki taki þá mánuði í fæðingarorlofi sem Samfylkingin ákveður hverju sinni, oft af því að þeir vinna baki brotnu til þess að draga björg í bú, njóti þar með ekki samvista með börnum sínum eða vanræki heimilisverkin. Er þetta ekki einhver sérstök tegund af virðingarleysi? Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snorri Másson Miðflokkurinn Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Að sjálfsögðu eiga foreldrar að fá að ákveða alveg sjálfir hvernig þeir ráðstafa fæðingarorlofsréttinum, óháð því hvað Samfylkingunni eða Vinstri grænum finnst um skipulag fjölskyldulífs þeirra. Þetta er mikilvægt efnahagsmál fyrir margar fjölskyldur, sem getur ráðið úrslitum um það hvort fólk haldi áfram í barneignum. Nú les maður í Morgunblaðinu um óvæntan stuðningsmann þessa ágæta frelsismáls, sem sást þó ekki í þingsal þegar Miðflokkurinn bar fram þessa tillögu fyrr á þessu ári. Það er Inga Sæland, sem segir nú: „Þetta er verkefni og ég er í því af lífi og sál.“ Það kemur á óvart í ljósi þess að fulltrúar ríkisstjórnarinnar í þingsal þennan dag voru Samfylkingarmenn, sem komu því rækilega á framfæri að frjáls ákvörðunarréttur almennings væri ekki í boði á þessu sviði. Ef menn vilja yfir höfuð enn reyna að taka nokkurt mark á yfirlýsingum frá Flokki fólksins, þá verður ekki annað ráðið af orðum Ingu en að frumvarp þessa efnis sé væntanlegt úr hennar ráðuneyti strax á næsta þingi. Þá verður forvitnilegt að heyra hvort til dæmis Víðir Reynisson stígi aftur í pontu og endurtaki sína áleitnu spurningu frá því í vor: „Á hvaða ári er ég eiginlega staddur?“ Það ríkir nefnilega grundvallarágreiningur um þetta mál. Meginhugsun okkar í Miðflokknum er einfaldlega sú að foreldrum sé treystandi til þess að meta hvað er barni þeirra fyrir bestu. Þingmaður Samfylkingarinnar Dagbjört Hákonardóttir er ekki viss um þetta og er, fyrir hönd ríkisvaldsins, sjálf búin að hugsa málið til enda fyrir fjölskyldur í landinu. Eins og hún sagði: „Það er betra fyrir barnið ef það nýtur samvista með mömmu og pabba og eigi pabba sem veit hvar sokkarnir eru í óhreina tauinu.“ Þar með er ríkisstjórnin búin að úrskurða um málið. P.S. Veitum athygli þessari aðdróttun um að feður, sem ekki taki þá mánuði í fæðingarorlofi sem Samfylkingin ákveður hverju sinni, oft af því að þeir vinna baki brotnu til þess að draga björg í bú, njóti þar með ekki samvista með börnum sínum eða vanræki heimilisverkin. Er þetta ekki einhver sérstök tegund af virðingarleysi? Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun