Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar 28. ágúst 2025 11:45 Að sjálfsögðu eiga foreldrar að fá að ákveða alveg sjálfir hvernig þeir ráðstafa fæðingarorlofsréttinum, óháð því hvað Samfylkingunni eða Vinstri grænum finnst um skipulag fjölskyldulífs þeirra. Þetta er mikilvægt efnahagsmál fyrir margar fjölskyldur, sem getur ráðið úrslitum um það hvort fólk haldi áfram í barneignum. Nú les maður í Morgunblaðinu um óvæntan stuðningsmann þessa ágæta frelsismáls, sem sást þó ekki í þingsal þegar Miðflokkurinn bar fram þessa tillögu fyrr á þessu ári. Það er Inga Sæland, sem segir nú: „Þetta er verkefni og ég er í því af lífi og sál.“ Það kemur á óvart í ljósi þess að fulltrúar ríkisstjórnarinnar í þingsal þennan dag voru Samfylkingarmenn, sem komu því rækilega á framfæri að frjáls ákvörðunarréttur almennings væri ekki í boði á þessu sviði. Ef menn vilja yfir höfuð enn reyna að taka nokkurt mark á yfirlýsingum frá Flokki fólksins, þá verður ekki annað ráðið af orðum Ingu en að frumvarp þessa efnis sé væntanlegt úr hennar ráðuneyti strax á næsta þingi. Þá verður forvitnilegt að heyra hvort til dæmis Víðir Reynisson stígi aftur í pontu og endurtaki sína áleitnu spurningu frá því í vor: „Á hvaða ári er ég eiginlega staddur?“ Það ríkir nefnilega grundvallarágreiningur um þetta mál. Meginhugsun okkar í Miðflokknum er einfaldlega sú að foreldrum sé treystandi til þess að meta hvað er barni þeirra fyrir bestu. Þingmaður Samfylkingarinnar Dagbjört Hákonardóttir er ekki viss um þetta og er, fyrir hönd ríkisvaldsins, sjálf búin að hugsa málið til enda fyrir fjölskyldur í landinu. Eins og hún sagði: „Það er betra fyrir barnið ef það nýtur samvista með mömmu og pabba og eigi pabba sem veit hvar sokkarnir eru í óhreina tauinu.“ Þar með er ríkisstjórnin búin að úrskurða um málið. P.S. Veitum athygli þessari aðdróttun um að feður, sem ekki taki þá mánuði í fæðingarorlofi sem Samfylkingin ákveður hverju sinni, oft af því að þeir vinna baki brotnu til þess að draga björg í bú, njóti þar með ekki samvista með börnum sínum eða vanræki heimilisverkin. Er þetta ekki einhver sérstök tegund af virðingarleysi? Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snorri Másson Miðflokkurinn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Að sjálfsögðu eiga foreldrar að fá að ákveða alveg sjálfir hvernig þeir ráðstafa fæðingarorlofsréttinum, óháð því hvað Samfylkingunni eða Vinstri grænum finnst um skipulag fjölskyldulífs þeirra. Þetta er mikilvægt efnahagsmál fyrir margar fjölskyldur, sem getur ráðið úrslitum um það hvort fólk haldi áfram í barneignum. Nú les maður í Morgunblaðinu um óvæntan stuðningsmann þessa ágæta frelsismáls, sem sást þó ekki í þingsal þegar Miðflokkurinn bar fram þessa tillögu fyrr á þessu ári. Það er Inga Sæland, sem segir nú: „Þetta er verkefni og ég er í því af lífi og sál.“ Það kemur á óvart í ljósi þess að fulltrúar ríkisstjórnarinnar í þingsal þennan dag voru Samfylkingarmenn, sem komu því rækilega á framfæri að frjáls ákvörðunarréttur almennings væri ekki í boði á þessu sviði. Ef menn vilja yfir höfuð enn reyna að taka nokkurt mark á yfirlýsingum frá Flokki fólksins, þá verður ekki annað ráðið af orðum Ingu en að frumvarp þessa efnis sé væntanlegt úr hennar ráðuneyti strax á næsta þingi. Þá verður forvitnilegt að heyra hvort til dæmis Víðir Reynisson stígi aftur í pontu og endurtaki sína áleitnu spurningu frá því í vor: „Á hvaða ári er ég eiginlega staddur?“ Það ríkir nefnilega grundvallarágreiningur um þetta mál. Meginhugsun okkar í Miðflokknum er einfaldlega sú að foreldrum sé treystandi til þess að meta hvað er barni þeirra fyrir bestu. Þingmaður Samfylkingarinnar Dagbjört Hákonardóttir er ekki viss um þetta og er, fyrir hönd ríkisvaldsins, sjálf búin að hugsa málið til enda fyrir fjölskyldur í landinu. Eins og hún sagði: „Það er betra fyrir barnið ef það nýtur samvista með mömmu og pabba og eigi pabba sem veit hvar sokkarnir eru í óhreina tauinu.“ Þar með er ríkisstjórnin búin að úrskurða um málið. P.S. Veitum athygli þessari aðdróttun um að feður, sem ekki taki þá mánuði í fæðingarorlofi sem Samfylkingin ákveður hverju sinni, oft af því að þeir vinna baki brotnu til þess að draga björg í bú, njóti þar með ekki samvista með börnum sínum eða vanræki heimilisverkin. Er þetta ekki einhver sérstök tegund af virðingarleysi? Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun