Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2025 15:37 Hvern er Zoe Kravitz að deita? Það er spurningin. Getty Leikkonan Zoe Kravitz er af mörgum talin ein fallegasta stjarna Hollywood og ber af sér einstaklega góðan þokka. Í dag er hún orðuð við tvo glæsilega herramenn, bresku poppstjörnuna Harry Styles og bandaríska hjartaknúsarann og leikarann Austin Butler. Spurningin er: Hvern er Zoe Kravitz að deita? Samkvæmt slúðurmiðlum á borð við Daily Mail hafa Zoe Kravitz og Harry Styles sést saman við nokkur tilefni. Sem dæmi í kossaflensi á veitingastað í London síðastliðinn þriðjudag og sömuleiðis á Ítalíu í rómantískri göngu. Hér má sjá stutt myndskeið sem aðdáandi náði af þessu stjörnupari: Zoe Kravitz er ekki bara leikkona heldur hefur hún einnig tekið að sér verkefni sem leikstjóri og leikstýrði meðal annars kvikmyndinni Blink Twice sem fyrrverandi kærasti hennar Channing Tatum fór með stórt hlutverk í. Þá fer hún með aðalhlutverkið í væntanlegu rómantísku gamanmyndinni Caught Stealing á móti bandaríska hjartaknúsaranum Austin Butler. Slúðurmiðlar vestanhafs virðast aftur á móti líka halda því fram að rosalegir neistar fljúgi á milli Kravitz og Butler sem virðast mjög sannfærandi sem elskendur í stiklu fyrir nýju bíómyndina og hafa sömuleiðis verið mjög innileg á ýmsum kynningarviðburðum nýverið. Kannski er það bara markaðsherferð fyrir myndina eða kannski er þetta allt saman opið og flæðandi, hver veit. Zoe Kravitz og Austin Butler virðast ná mjög vel saman. Stephane Cardinale - Corbis/Corbis via Getty Images Butler er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Elvis í samnefndri kvikmynd um líf Elvis Prestley. Hann var lengi í sambandi við Highschool Musical stjörnuna Vanessu Hudgens og ofurfyrirsætuna Kaia Gerber. Harry Styles þarf vart að kynna fyrir lesendum en hann er með frægari tónlistarmönnum okkar samtíma, bæði sem meðlimur í goðsagnasveitinni One Direction og sem gríðarlega vinsæll sóló tónlistarmaður með ofursmelli á borð við Watermelon Sugar og As It Was. Styles hefur verið orðaður við fjölmargar stjörnurnar, þar á meðal Cöru Delavigne, Kendall Jenner, Oliviu Wilde og auðvitað Taylor Swift en hin síðastnefnda virðist hin fínasta vinkona Zoe Kravitz. Ætli Swift sé ekki komin yfir þetta núna þrettán árum seinna? Þá hafa Styles og Lenny Kravitz, rokkstjarna og faðir Zoe Kravitz, verið vinir í nokkur ár og virðist hann hrifinn af þessum nýja mögulega tengdasyni. Það verður spennandi að fylgjast með ástarlífi Zoe á næstunni en það virðist í það minnsta ekki vera rólegt að gera í þeim málum hjá henni. Ástin og lífið Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Samkvæmt slúðurmiðlum á borð við Daily Mail hafa Zoe Kravitz og Harry Styles sést saman við nokkur tilefni. Sem dæmi í kossaflensi á veitingastað í London síðastliðinn þriðjudag og sömuleiðis á Ítalíu í rómantískri göngu. Hér má sjá stutt myndskeið sem aðdáandi náði af þessu stjörnupari: Zoe Kravitz er ekki bara leikkona heldur hefur hún einnig tekið að sér verkefni sem leikstjóri og leikstýrði meðal annars kvikmyndinni Blink Twice sem fyrrverandi kærasti hennar Channing Tatum fór með stórt hlutverk í. Þá fer hún með aðalhlutverkið í væntanlegu rómantísku gamanmyndinni Caught Stealing á móti bandaríska hjartaknúsaranum Austin Butler. Slúðurmiðlar vestanhafs virðast aftur á móti líka halda því fram að rosalegir neistar fljúgi á milli Kravitz og Butler sem virðast mjög sannfærandi sem elskendur í stiklu fyrir nýju bíómyndina og hafa sömuleiðis verið mjög innileg á ýmsum kynningarviðburðum nýverið. Kannski er það bara markaðsherferð fyrir myndina eða kannski er þetta allt saman opið og flæðandi, hver veit. Zoe Kravitz og Austin Butler virðast ná mjög vel saman. Stephane Cardinale - Corbis/Corbis via Getty Images Butler er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Elvis í samnefndri kvikmynd um líf Elvis Prestley. Hann var lengi í sambandi við Highschool Musical stjörnuna Vanessu Hudgens og ofurfyrirsætuna Kaia Gerber. Harry Styles þarf vart að kynna fyrir lesendum en hann er með frægari tónlistarmönnum okkar samtíma, bæði sem meðlimur í goðsagnasveitinni One Direction og sem gríðarlega vinsæll sóló tónlistarmaður með ofursmelli á borð við Watermelon Sugar og As It Was. Styles hefur verið orðaður við fjölmargar stjörnurnar, þar á meðal Cöru Delavigne, Kendall Jenner, Oliviu Wilde og auðvitað Taylor Swift en hin síðastnefnda virðist hin fínasta vinkona Zoe Kravitz. Ætli Swift sé ekki komin yfir þetta núna þrettán árum seinna? Þá hafa Styles og Lenny Kravitz, rokkstjarna og faðir Zoe Kravitz, verið vinir í nokkur ár og virðist hann hrifinn af þessum nýja mögulega tengdasyni. Það verður spennandi að fylgjast með ástarlífi Zoe á næstunni en það virðist í það minnsta ekki vera rólegt að gera í þeim málum hjá henni.
Ástin og lífið Hollywood Bíó og sjónvarp Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira