Erfitt að horfa á félagana detta út Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2025 12:33 Hilmar Smári segir erfitt að sjá landsliðsfélaga kvarnast úr hópi Íslands en fagnar því að lokahópurinn sé klár. Spennan er mikil fyrir EM. Vísir/Bjarni „Það er þvílík spenna. Þetta er það sem við erum búnir að vinna að síðan í febrúar og tilhlökkunin hefur magnast og magnast. Það er ógeðslega mikil tilhlökkun. Spennan í hópnum er orðin mjög mikil,“ segir Hilmar Smári Henningsson, leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, sem hefur leik á EM í Póllandi eftir rúma viku. Tólf manna lokahópur íslenska liðsins var opinberaður í gær. Æfingahópurinn taldi upprunalega 22 leikmenn en hefur jafnt og þétt verið skorinn niður síðustu vikur. Það er fargi á einhverjum létt að fá kallið í hópinn. Klippa: Hilmar afar spenntur: „Guð minn góður“ „Við vorum fleiri en erum loksins núna komnir með tólf manna lið. Auðvitað verða taugarnar rólegri hjá sumum einstaklingum í liðinu. Nú getum við einbeitt okkur að því að mynda ennþá betri liðsheild, að halda áfram að þróast sem lið og búa til alvöru kjarna,“ segir Hilmar Smári. Er þetta öðruvísi þegar menn eru orðnir tólf? „Nei, ekki þannig. Um leið og við mættum tuttugu manns byrjum við að mynda liðsheild. Það er líka erfitt fyrir okkur sem leikmenn að horfa á félaga okkar vera að detta út. Núna er þetta bara liðið sem fer út. Við erum stoltir af því að standa við hlið hvers annars. Þetta verður bara geggjað,“ segir Hilmar. Undirbúningur liðsins hefur verið nokkuð langur, rúmur mánuður af æfingum og þá hefur liðið spilað fjóra æfingaleiki. Fimmti og síðasti æfingaleikurinn er við Litáen á föstudag. Hilmar segir mikilvægt að spila leikina sem um ræðir. „Ég held þetta hafi verið ótrúlega mikilvægt fyrir okkur sem lið að fá slatta af æfingaleikjum. Maður getur æft eins og maður vill og spilað fimm á móti fimm en það er ekki eins og að keppa á móti öðrum þjóðum. Líka það að ferðast saman, vera saman á hóteli og eyða tíma saman, það gerir hrikalega mikið fyrir liðið. Með hverri ferðinni og hverjum deginum verðum við betri vinir.“ Fyrst og fremst er spennan mikil fyrir mótinu og það á að njóta þess að spila á stærsta sviði Evrópu. „Guð minn góður. Þetta er það sem við erum búnir að bíða eftir. Um leið og maður kláraði tímabilið hérna heima hefur þetta verið að klóra mann í bakið. Það er loksins að koma að því og maður þarf svolítið að draga sig niður á jörðina og njóta hvers dags. Þó þetta sé langt mót verði þetta ótrúlega fljótt að líða, þetta verður búið áður en maður veit af. Ég hvet alla Íslendinga sem eru að fara að njóta þess að vera þarna, og njóta þess að vera hver með öðrum. Vegna þess að við leikmenn munum gera það, alveg hundrað prósent,“ segir Hilmar Smári. Ísland hefur leik á EM gegn Ísrael á fimmtudag í næstu viku, 28. ágúst, í Katowice í Póllandi þar sem riðill Íslands verður leikinn. Liðið flýgur út til Litáen á fimmtudag og mætir þar heimamönnum í Vilnius á föstudag í síðasta æfingaleik fyrir mót. Viðtalið má sjá í spilaranum. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira
Tólf manna lokahópur íslenska liðsins var opinberaður í gær. Æfingahópurinn taldi upprunalega 22 leikmenn en hefur jafnt og þétt verið skorinn niður síðustu vikur. Það er fargi á einhverjum létt að fá kallið í hópinn. Klippa: Hilmar afar spenntur: „Guð minn góður“ „Við vorum fleiri en erum loksins núna komnir með tólf manna lið. Auðvitað verða taugarnar rólegri hjá sumum einstaklingum í liðinu. Nú getum við einbeitt okkur að því að mynda ennþá betri liðsheild, að halda áfram að þróast sem lið og búa til alvöru kjarna,“ segir Hilmar Smári. Er þetta öðruvísi þegar menn eru orðnir tólf? „Nei, ekki þannig. Um leið og við mættum tuttugu manns byrjum við að mynda liðsheild. Það er líka erfitt fyrir okkur sem leikmenn að horfa á félaga okkar vera að detta út. Núna er þetta bara liðið sem fer út. Við erum stoltir af því að standa við hlið hvers annars. Þetta verður bara geggjað,“ segir Hilmar. Undirbúningur liðsins hefur verið nokkuð langur, rúmur mánuður af æfingum og þá hefur liðið spilað fjóra æfingaleiki. Fimmti og síðasti æfingaleikurinn er við Litáen á föstudag. Hilmar segir mikilvægt að spila leikina sem um ræðir. „Ég held þetta hafi verið ótrúlega mikilvægt fyrir okkur sem lið að fá slatta af æfingaleikjum. Maður getur æft eins og maður vill og spilað fimm á móti fimm en það er ekki eins og að keppa á móti öðrum þjóðum. Líka það að ferðast saman, vera saman á hóteli og eyða tíma saman, það gerir hrikalega mikið fyrir liðið. Með hverri ferðinni og hverjum deginum verðum við betri vinir.“ Fyrst og fremst er spennan mikil fyrir mótinu og það á að njóta þess að spila á stærsta sviði Evrópu. „Guð minn góður. Þetta er það sem við erum búnir að bíða eftir. Um leið og maður kláraði tímabilið hérna heima hefur þetta verið að klóra mann í bakið. Það er loksins að koma að því og maður þarf svolítið að draga sig niður á jörðina og njóta hvers dags. Þó þetta sé langt mót verði þetta ótrúlega fljótt að líða, þetta verður búið áður en maður veit af. Ég hvet alla Íslendinga sem eru að fara að njóta þess að vera þarna, og njóta þess að vera hver með öðrum. Vegna þess að við leikmenn munum gera það, alveg hundrað prósent,“ segir Hilmar Smári. Ísland hefur leik á EM gegn Ísrael á fimmtudag í næstu viku, 28. ágúst, í Katowice í Póllandi þar sem riðill Íslands verður leikinn. Liðið flýgur út til Litáen á fimmtudag og mætir þar heimamönnum í Vilnius á föstudag í síðasta æfingaleik fyrir mót. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Sjá meira