„Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Jón Þór Stefánsson skrifar 13. ágúst 2025 13:38 Magnús var á sínum tíma kallaður „Brekkukotshraðlestin“. Magnús Magnús Jóhannesson, eða Maggi í Brekkukoti, lamaðist fyrir neðan mitti þegar hann lenti í slysi fyrir fjórtán árum. Hann býr í sveit og á sem stendur erfitt með að ferðast um. Hann safnar sér því fyrir draumafararskjótanum. Til þess ætlar hann að hjóla rúmlega sjötíu kílómetra leið um Skagafjörð á handaflinu einu saman og safna áheitum. Ferðalagið mun hefjast í fyrramálið klukkan níu. Hann mun hefja för á Sauðárkróki, fara til Varmahlíðar og þaðan um Blönduhlíð til Hofsóss. Heyrði ægilegan hvell Magnús lenti í vinnuslysi við vinnu hjá bílaverkstæði KS á Sauðárkróki þegar hann var 43 ára. Hann var að vinna við tæki sem brotnaði skyndilega og hann lenti undir því. „Ég var að tappa á olíu, var búinn að því og er að koma mér undan. Þá heyri ég þennan ægilega hvell. Það fyrsta sem maður gerir þegar maður heyrir svona þá grípur maður um höfuðið. Maður fattar ekki að henda sér undan. Mér datt ekki í hug að þetta tæki væri að brotna. Hljóðið hefði getað komið frá einhverju öðru,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu. Þrír hryggjarliðir brotnuðu og mænan fór í sundur, segir Magnús sem er í dag lamaður fyrir neðan mitti. „Maður þakkar samt bara fyrir að vera á lífi. Það var ekkert sjálfgefið í þessu tilfelli. Ég var að koma mér undan tækinu þegar þetta gerist. Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna, það er alveg á hreinu,“ segir hann. „Ef maður heyrir svona hvelli í dag þá hrekkur maður enn gjörsamlega í kút. Hjartað fer á fullt.“ Hefði viljað segja dótturinni til á vellinum Um var að ræða gríðarlegt áfall fyrir Magnús. Ýmislegt sem hann hafði tekið sem sjálfsögðum hlut varð skyndilega erfitt eða ómögulegt. Magnús var öflugur í boltanum.Magnús Hann hafði til að mynda alltaf haft mikla unun af því að spila fótbolta, en hann lék fyrir Neista á Hofsósi. „Maður var svo sem kominn í bumbuboltann á þessum tíma. Það var ekkert meistaraflokkslið lengur hjá Neista. Deginum fyrir slysið hafði ég tekið að mér að þjálfa stelpur úti í Hofsós. Þetta gerðist deginum eftir fyrstu æfingu. Síðan átti ég krakka sem voru á fullu í boltanum. Það var erfiðara að fylgja því eftir,“ segir Magnús. Dóttir hans, Kristrún María Magnúsdóttir, spilar í dag með Tindastól í Bestu deildinni. „Maður gat sagt henni eitthvað til. En maður hefði alveg getað viljað gera það á vellinum með henni.“ Brekkukotshraðlestin Fótboltinn var þó langt frá því að vera eini missirinn. „Ég hafði ekki sleppt úr göngum síðan ég var ellefu – tólf ára. Það voru jafnmikil viðbrigði eins og að missa fótboltann. Ég var á hestbaki eins oft og ég gat, eltandi þessar rollutussur. Þó að maður yrði alltaf brjálaður á þeim þá lét maður sig hafa það.“ Það mætti jafnvel segja að þó að flestir sem geti gengið noti fæturna ansi mikið, þá hafir þú jafnvel notað þá meira en flestir? „Það var allavega ekki að ástæðulausu sem ég hafði nafnbótina „Brekkukotshraðlestin“. Það höfðu fáir í mig í sprettinum, svo var ég alveg liðtækur í fjallinu líka,“ segir Magnús. Að sögn Magnúsar hefur fólk ekki hugmynd um hvað fylgir lömun sem þessari. „Það er miklu meira en að þurfa bara að sitja í stólnum. Það er eiginlega minnsta málið. Það er svo margt annað sem er miklu verra.“ Hann hefur þó litið á áfallið sem verkefni og tekið á því sem slíku. „Ég hef ekki lagst niður þunglyndi og geri bara nokkurn veginn það sem mér dettur í hug,“ segir hann. Fer ekki um túnin í hjólastól Magnús býr nú í Miðhúsum í Óslandshlíð. Þar eru bróðir hans og systir með sauðfjárbúskap. Og þar sem hann býr úti í sveit vantar honum nú betra farartæki. „Mann vantar eitthvað til að geta farið með túnunum. Maður fer það ekkert á hjólastól,“ segir Magnús. Hann fann hjól sem honum leist á. Um er að ræða rafmagnsfjórhjól sem Jón Gunnar Benjamínsson flytur til landsins sem þykja henta fötluðum sérlega vel. Magnús fékk að prófa tryllitækið sem hann hyggst kaupa. Það er af gerðinni Exoquad.Jón Gunnar Benjamínsson „Ég sé fyrir mér að ég eigi eftir að djöflast í rollunum eins og óður til að æfa mig að keyra, reka þær fram og til baka.“ Það að fá fjórhjólið myndi veita Magnúsi mikið frelsi á ný og bjóða upp á fjölmarga möguleika. „Kannski á maður eftir að fara á rjúpu aftur. Ég held að ég hafi ekki skotið úr byssunni síðan ég lenti í þessu, hélt að ég myndi ekki þurfa að nota hana neitt meir.“ Verður eins og Tour de France Það spurðist út í sveitinni að Magnús væri að safna sér fyrir umræddu hjóli. „Svo á maður bara svo góða vini að. Ég hafði lifað og starfað hjá íþróttafélaginu Neista á Hofsósi. Þau vildu endilega hjálpa mér að koma af stað einhverri söfnun, og ég sagði að ef þau væru til í að hjálpa mér væri ég til í að leggja eitthvað á mig.“ Magnús ætlar að fara 71 kílómetra á þessu hjóli.Magnús Magnús ætlar á handaflinu einu saman að hjóla 71 kílómetra leið frá Sauðárkróki til Varmahlíðar og þaðan um Blönduhlíð til Hofsóss. Hjólið sem hann er að safna sér fyrir kostar nálægt fjórum milljónum króna. „Þannig ég ákvað að hjóla þessa leið og að þetta yrði gert að svona stemmingsdegi. Það hefur heldur betur undið upp á sig. Maður hittir ekki nokkurn mann lengur án þess að hann viti af þessu og hvetji mann áfram. Þetta verður sjálfsagt bara eins og í Tour de France þannig lagað,“ segir hann og hlær. „Það verður klapplið á hverjum afleggjara! Ég segi nú bara svona.“ „Það er svo bara spurning hvort kallinn komist þetta,“ segir Magnús sem hefur aldrei hjólað þessa leið áður. „Mér þætti ekkert gaman að því ef ég væri búinn að prófa þetta. Þá væri ekkert fútt í þessu.“ Þeir sem vilja heita á Magnús geta lagt inn á bankareikning í hans nafni 0123-15-221719, kt. 110468-3429. Skagafjörður Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Vinnuslys Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira
Til þess ætlar hann að hjóla rúmlega sjötíu kílómetra leið um Skagafjörð á handaflinu einu saman og safna áheitum. Ferðalagið mun hefjast í fyrramálið klukkan níu. Hann mun hefja för á Sauðárkróki, fara til Varmahlíðar og þaðan um Blönduhlíð til Hofsóss. Heyrði ægilegan hvell Magnús lenti í vinnuslysi við vinnu hjá bílaverkstæði KS á Sauðárkróki þegar hann var 43 ára. Hann var að vinna við tæki sem brotnaði skyndilega og hann lenti undir því. „Ég var að tappa á olíu, var búinn að því og er að koma mér undan. Þá heyri ég þennan ægilega hvell. Það fyrsta sem maður gerir þegar maður heyrir svona þá grípur maður um höfuðið. Maður fattar ekki að henda sér undan. Mér datt ekki í hug að þetta tæki væri að brotna. Hljóðið hefði getað komið frá einhverju öðru,“ segir Magnús í samtali við fréttastofu. Þrír hryggjarliðir brotnuðu og mænan fór í sundur, segir Magnús sem er í dag lamaður fyrir neðan mitti. „Maður þakkar samt bara fyrir að vera á lífi. Það var ekkert sjálfgefið í þessu tilfelli. Ég var að koma mér undan tækinu þegar þetta gerist. Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna, það er alveg á hreinu,“ segir hann. „Ef maður heyrir svona hvelli í dag þá hrekkur maður enn gjörsamlega í kút. Hjartað fer á fullt.“ Hefði viljað segja dótturinni til á vellinum Um var að ræða gríðarlegt áfall fyrir Magnús. Ýmislegt sem hann hafði tekið sem sjálfsögðum hlut varð skyndilega erfitt eða ómögulegt. Magnús var öflugur í boltanum.Magnús Hann hafði til að mynda alltaf haft mikla unun af því að spila fótbolta, en hann lék fyrir Neista á Hofsósi. „Maður var svo sem kominn í bumbuboltann á þessum tíma. Það var ekkert meistaraflokkslið lengur hjá Neista. Deginum fyrir slysið hafði ég tekið að mér að þjálfa stelpur úti í Hofsós. Þetta gerðist deginum eftir fyrstu æfingu. Síðan átti ég krakka sem voru á fullu í boltanum. Það var erfiðara að fylgja því eftir,“ segir Magnús. Dóttir hans, Kristrún María Magnúsdóttir, spilar í dag með Tindastól í Bestu deildinni. „Maður gat sagt henni eitthvað til. En maður hefði alveg getað viljað gera það á vellinum með henni.“ Brekkukotshraðlestin Fótboltinn var þó langt frá því að vera eini missirinn. „Ég hafði ekki sleppt úr göngum síðan ég var ellefu – tólf ára. Það voru jafnmikil viðbrigði eins og að missa fótboltann. Ég var á hestbaki eins oft og ég gat, eltandi þessar rollutussur. Þó að maður yrði alltaf brjálaður á þeim þá lét maður sig hafa það.“ Það mætti jafnvel segja að þó að flestir sem geti gengið noti fæturna ansi mikið, þá hafir þú jafnvel notað þá meira en flestir? „Það var allavega ekki að ástæðulausu sem ég hafði nafnbótina „Brekkukotshraðlestin“. Það höfðu fáir í mig í sprettinum, svo var ég alveg liðtækur í fjallinu líka,“ segir Magnús. Að sögn Magnúsar hefur fólk ekki hugmynd um hvað fylgir lömun sem þessari. „Það er miklu meira en að þurfa bara að sitja í stólnum. Það er eiginlega minnsta málið. Það er svo margt annað sem er miklu verra.“ Hann hefur þó litið á áfallið sem verkefni og tekið á því sem slíku. „Ég hef ekki lagst niður þunglyndi og geri bara nokkurn veginn það sem mér dettur í hug,“ segir hann. Fer ekki um túnin í hjólastól Magnús býr nú í Miðhúsum í Óslandshlíð. Þar eru bróðir hans og systir með sauðfjárbúskap. Og þar sem hann býr úti í sveit vantar honum nú betra farartæki. „Mann vantar eitthvað til að geta farið með túnunum. Maður fer það ekkert á hjólastól,“ segir Magnús. Hann fann hjól sem honum leist á. Um er að ræða rafmagnsfjórhjól sem Jón Gunnar Benjamínsson flytur til landsins sem þykja henta fötluðum sérlega vel. Magnús fékk að prófa tryllitækið sem hann hyggst kaupa. Það er af gerðinni Exoquad.Jón Gunnar Benjamínsson „Ég sé fyrir mér að ég eigi eftir að djöflast í rollunum eins og óður til að æfa mig að keyra, reka þær fram og til baka.“ Það að fá fjórhjólið myndi veita Magnúsi mikið frelsi á ný og bjóða upp á fjölmarga möguleika. „Kannski á maður eftir að fara á rjúpu aftur. Ég held að ég hafi ekki skotið úr byssunni síðan ég lenti í þessu, hélt að ég myndi ekki þurfa að nota hana neitt meir.“ Verður eins og Tour de France Það spurðist út í sveitinni að Magnús væri að safna sér fyrir umræddu hjóli. „Svo á maður bara svo góða vini að. Ég hafði lifað og starfað hjá íþróttafélaginu Neista á Hofsósi. Þau vildu endilega hjálpa mér að koma af stað einhverri söfnun, og ég sagði að ef þau væru til í að hjálpa mér væri ég til í að leggja eitthvað á mig.“ Magnús ætlar að fara 71 kílómetra á þessu hjóli.Magnús Magnús ætlar á handaflinu einu saman að hjóla 71 kílómetra leið frá Sauðárkróki til Varmahlíðar og þaðan um Blönduhlíð til Hofsóss. Hjólið sem hann er að safna sér fyrir kostar nálægt fjórum milljónum króna. „Þannig ég ákvað að hjóla þessa leið og að þetta yrði gert að svona stemmingsdegi. Það hefur heldur betur undið upp á sig. Maður hittir ekki nokkurn mann lengur án þess að hann viti af þessu og hvetji mann áfram. Þetta verður sjálfsagt bara eins og í Tour de France þannig lagað,“ segir hann og hlær. „Það verður klapplið á hverjum afleggjara! Ég segi nú bara svona.“ „Það er svo bara spurning hvort kallinn komist þetta,“ segir Magnús sem hefur aldrei hjólað þessa leið áður. „Mér þætti ekkert gaman að því ef ég væri búinn að prófa þetta. Þá væri ekkert fútt í þessu.“ Þeir sem vilja heita á Magnús geta lagt inn á bankareikning í hans nafni 0123-15-221719, kt. 110468-3429.
Þeir sem vilja heita á Magnús geta lagt inn á bankareikning í hans nafni 0123-15-221719, kt. 110468-3429.
Skagafjörður Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Vinnuslys Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Sjá meira