Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Atli Ísleifsson, Sunna Sæmundsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 12. ágúst 2025 12:46 Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra. Vísir/Einar Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir álagningu fimmtán prósenta tolls á íslenskan innflutning til Bandaríkjanna mikið áhyggjuefni en telur enn mögulegt að ná samkomulagi sem geti orðið Íslendingum og Bandaríkjamönnum til góða. Áætlanir Bandaríkjastjórnar um hærri toll á íslenskan innflutning en áður stóð til komu stjórnvöldum í opna skjöldu þegar hann þær voru kynntar í upphafi mánaðarins en tollurinn tók gildi í síðustu viku. Íslensk stjórnvöld eiga nú í viðræðum við bæði stjórnvöld í Bandaríkjunum um málið auk þess að vera í samtali við Evrópusambandið um fyrirhugaðan verndartolla á járnblendi. Ríkisstjórnin kom saman á sínum fyrsta fundi í dag að loknu sumarleyfi og segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að tollamál hafi eðli máls samkvæmt verið þar ofarlega á blaði. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Vísir/Anton Brink „Það hafa afdrifaríkar ákvarðanir verið teknar núna, til dæmis í tollamálum. Það hafa komið upp umræður um verndaraðgerðir af hálfu Evrópusambandsins og viðbótartolla frá Bandaríkjunum. Þannig að verið vorum að fara svolítið ítarlega yfir þá stöðu,“ sagði Kristrún. Bíða eftir niðurstöðu Daði Már segir að íslensk stjórnvöld viti ekki nákvæmlega hver útfærslan verður og að beðið sé eftir niðurstöðu þar. „Það eina sem við erum með alveg á hrinu eru viðbrögð Bandaríkjastjórnar og hækkunina á tollunum þar. Af því höfum við áhyggjur. Utanrríkisráðherra og utanríkisráðuneytið hefur staðið sig mjög vel að vera í stöðugu sambandi við bandarísk stjórnvöld og vinna að því að koma íslenskum sjónarmiðum á framfæri. Við teljum að það séu tækifæri til þess að ná samkomulagi við bandarísk stjórnvöld sem er bæði Íslandi og Bandaríkjunum til góða,“ segir fjármálaráðherra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Vísir/Lýður Viðkvæm staða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir stöðuna vera viðkvæma. „Það er verið að ræða þrýsta á Evrópusambandið og undirstrika það að við erum, Íslendingar, aðilar að innri markaði Evrópusambandsins. Að mínu mati, þessar fyrirætlanir sambandsins um að setja verndartolla á kísil og járnblendi, er ekki í samræmi við EES-samninginn. Þannig að við höldum þeim þrýstingi áfram og höfum nokkra daga til stefnu. En það er margt í gangi en svo sjáum við hvað setur, hver sniðurstaðan verður.“ Hvaða svör hafa borist frá Brussel, ef einhver? „Eins og ég segi þá er þetta á viðkvmu stigi og við erum í formlegu sem óformlegu samtali og samskiptum við Evrópusambandið, bæði framkvæmdastjórnina en líka á embættismannastigi,“ segir ráðherrann. Um tolla Bandaríkjastjórnar segir Þorgerður Katrín að ekkert sé nýtt að frétta varðandi fimmtán prósenda toll Bandaríkjastjórnar á íslenskra vörur. „Nema það að það er alveg skýrt að við Íslendingar við viljum frekara samval við Bandaríkjastjórn um hvað hægt sé að gera. Þetta kom okkur mjög á óvart miðað við fyrri samskipti sem við höfðum átt. En á endanum er það einfaldlega það sem ræður Hvíta húsinu er að það er viðskiptahalli, Bandaríkjunum í óhag. Þannig að við vinnum út frá því og erum í miklum samskiptum við atvinnulífið hér heima og erum að skoða hvað sé hægt að setja í púkkið til að fara í gagnvirkt samtal við Bandaríkjastjórn og utanríkisviðskiptafulltrúa stjórnarinnar.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Efnahagsmál Evrópusambandið Bandaríkin Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Áætlanir Bandaríkjastjórnar um hærri toll á íslenskan innflutning en áður stóð til komu stjórnvöldum í opna skjöldu þegar hann þær voru kynntar í upphafi mánaðarins en tollurinn tók gildi í síðustu viku. Íslensk stjórnvöld eiga nú í viðræðum við bæði stjórnvöld í Bandaríkjunum um málið auk þess að vera í samtali við Evrópusambandið um fyrirhugaðan verndartolla á járnblendi. Ríkisstjórnin kom saman á sínum fyrsta fundi í dag að loknu sumarleyfi og segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra að tollamál hafi eðli máls samkvæmt verið þar ofarlega á blaði. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Vísir/Anton Brink „Það hafa afdrifaríkar ákvarðanir verið teknar núna, til dæmis í tollamálum. Það hafa komið upp umræður um verndaraðgerðir af hálfu Evrópusambandsins og viðbótartolla frá Bandaríkjunum. Þannig að verið vorum að fara svolítið ítarlega yfir þá stöðu,“ sagði Kristrún. Bíða eftir niðurstöðu Daði Már segir að íslensk stjórnvöld viti ekki nákvæmlega hver útfærslan verður og að beðið sé eftir niðurstöðu þar. „Það eina sem við erum með alveg á hrinu eru viðbrögð Bandaríkjastjórnar og hækkunina á tollunum þar. Af því höfum við áhyggjur. Utanrríkisráðherra og utanríkisráðuneytið hefur staðið sig mjög vel að vera í stöðugu sambandi við bandarísk stjórnvöld og vinna að því að koma íslenskum sjónarmiðum á framfæri. Við teljum að það séu tækifæri til þess að ná samkomulagi við bandarísk stjórnvöld sem er bæði Íslandi og Bandaríkjunum til góða,“ segir fjármálaráðherra. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Vísir/Lýður Viðkvæm staða Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir stöðuna vera viðkvæma. „Það er verið að ræða þrýsta á Evrópusambandið og undirstrika það að við erum, Íslendingar, aðilar að innri markaði Evrópusambandsins. Að mínu mati, þessar fyrirætlanir sambandsins um að setja verndartolla á kísil og járnblendi, er ekki í samræmi við EES-samninginn. Þannig að við höldum þeim þrýstingi áfram og höfum nokkra daga til stefnu. En það er margt í gangi en svo sjáum við hvað setur, hver sniðurstaðan verður.“ Hvaða svör hafa borist frá Brussel, ef einhver? „Eins og ég segi þá er þetta á viðkvmu stigi og við erum í formlegu sem óformlegu samtali og samskiptum við Evrópusambandið, bæði framkvæmdastjórnina en líka á embættismannastigi,“ segir ráðherrann. Um tolla Bandaríkjastjórnar segir Þorgerður Katrín að ekkert sé nýtt að frétta varðandi fimmtán prósenda toll Bandaríkjastjórnar á íslenskra vörur. „Nema það að það er alveg skýrt að við Íslendingar við viljum frekara samval við Bandaríkjastjórn um hvað hægt sé að gera. Þetta kom okkur mjög á óvart miðað við fyrri samskipti sem við höfðum átt. En á endanum er það einfaldlega það sem ræður Hvíta húsinu er að það er viðskiptahalli, Bandaríkjunum í óhag. Þannig að við vinnum út frá því og erum í miklum samskiptum við atvinnulífið hér heima og erum að skoða hvað sé hægt að setja í púkkið til að fara í gagnvirkt samtal við Bandaríkjastjórn og utanríkisviðskiptafulltrúa stjórnarinnar.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Efnahagsmál Evrópusambandið Bandaríkin Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira