Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 07:01 Síðustu ár hafa útlendingamálin verið eftirlátin jöðrunum í umræðunni og snúist annaðhvort um stjórnleysi eða lokuð landamæri. Svarið liggur hins vegar ekki á jöðrunum heldur á miðjunni: í stefnu sem byggir á að tryggja velferð íbúa til skemmri tíma en ekki síður til framtíðar. Aðfluttir auðga íslenskt mannlíf og gegna mikilvægu hlutverki í ýmsum starfsstéttum. Okkur ber að taka vel á móti því fólki sem hér sest að þannig að fólk njóti raunverulegra tækifæra. Með því að ná stjórn getum við sinnt því hlutverki betur. Við eigum að gera kröfur til þeirra sem setjast hér að og við eigum að gera kröfur til okkar sjálfra. Ég vildi fá yfirsýn yfir stöðuna eftir að ég tók við sem dómsmálaráðherra og lét gera greiningu á dvalarleyfiskerfinu. Fyrstu niðurstöður liggja fyrir en vinna stendur enn yfir. 1. Fimmtánföld fólksfjölgun á við Evrópu Á árunum 2017-2024 fjölgaði íbúum Íslands fimmtánfalt á við Evrópumeðaltal og næstum fjórfalt á við hin Norðurlöndin. Framlag erlendra ríkisborgara til íbúafjölgunar árin 2017-2024 er um 2/3 (68%). Íbúum Íslands hefur fjölgað um rúmlega 50.000 frá 2017. Heimild. Eurostat og Hagstofa Íslands. 2. Hlutfall erlendra ríkisborgara miklu hærra á Íslandi en öðrum Norðurlöndum Hlutfall erlendra ríkisborgara var svipað á Íslandi og á öðrum Norðurlöndum árið 2017. Sjö árum síðar var það orðið langtum hærra. Hlutfall erlendra ríkisborgara er nú um 17% samanborið við 9% á öðrum Norðurlöndum. Heimild. Eurostat og Hagstofa Íslands. 3. 2021-2023: Allt að 64% fleiri dvalarleyfi gefin út á Íslandi Flestir innflytjendur sem hér setjast að koma vegna frjálsra fólksflutninga innan EES. Aðrir setjast hér að gegnum dvalarleyfakerfið og verndarkerfið. Á árunum 2021-2023 voru útgefin allt að 64% fleiri dvalarleyfi á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum í hlutfalli við íbúafjölda hvers lands. Mestur er munurinn á Íslandi samanborið við Noreg. Heimild. Eurostat og Hagstofa Íslands.*Eingöngu fyrstu leyfi. 4. Gjöld fyrir dvalarleyfi langsamlega lægst á Íslandi Gjöld fyrir dvalarleyfi á grundvelli atvinnu eru að meðaltali um 80% lægri á Íslandi en hinum Norðurlöndunum. Algengt verð fyrir dvalarleyfi á Íslandi er 16.000 krónur en allt upp í 170.000 krónur á öðrum Norðurlöndum. Gjaldskrá fyrir dvalarleyfi á Íslandi er sú lægsta í samanburði Norðurlanda í nær öllum flokkum. 5. 388% fleiri útgefin dvalarleyfi til náms samanborið við Noreg Heildarfjöldi dvalarleyfa á Íslandi í lok árs 2024 voru 62% fleiri en í Noregi, í hlutfalli við íbúafjölda. Námsmannaleyfin vekja athygli en fjöldi námsmannaleyfa á Íslandi í lok árs 2024 var 388% hærri en í Noregi í hlutfalli við íbúafjölda. Heimild. Eurostat og Hagstofa Íslands.*Nýjustu tölur Eurostat fyrir Noreg eru frá því í lok árs 2023, ekki er talið líklegt að myndin hafi breyst mikið fram á árið 2024. 6. Ísland auglýst í Nígeríu Hátt í fimm hundruð umsóknir um námsmannaleyfi frá Gana, Nígeríu og Pakistan hafa borist á árinu sem er næstum tvöföldun frá 2024. Hægt er að sækja um dvalarleyfi hér fyrir námsmenn og fjölskyldur þeirra. Við einfalda leit á netinu sést að Ísland er núna auglýst sem „auðvelt land“ þar sem lukkuriddarar bjóða fram ráðgjöf og selja aðstoð sína í þeim efnum. 7. Umsóknum um vernd fer fækkandi Umsóknir um vernd á Íslandi eru margar í hlutfalli við íbúafjölda landsins og mikill fjöldi hefur komið til landsins á fáum árum. Veruleg fækkun varð hins vegar milli áranna 2023 og 2024. Árið 2024 voru umsóknir um vernd á Íslandi um helmingur af umsóknarfjölda 2023. Á fyrri helmingi 2025 hefur Útlendingastofnun borist 629 umsóknir um vernd. Heimild. Verndarsvið Útlendingastofnunar. Margt framundan Á komandi þingvetri mun ég leggja fram tillögur um afnám íslenskra sérreglna í útlendingamálum. Frumvarp hefur verið lagt fram um afnám svokallaðrar 18 mánaða reglu, sem nú veitir sjálfkrafa dvalarleyfi við drátt í málsmeðferð. Frumvarp um afturköllun alþjóðlegrar verndar fyrir þá sem brjóta alvarlega gegn íslenskum lögum verður lagt fram. Frumvarp um brottfarar- og greiningarstöð sömuleiðis. Öllum flugfélögum sem fljúga hingað til lands er nú skylt að afhenda farþegalista skv. nýjum lögum. Ríkisstjórnin horfir til Norðurlanda hvað varðar breytingar í útlendingamálum. Okkar reglur eiga ekki að vera á skjön við reglur nágrannaríkja. Markmiðið um góðar móttökur er skýrt - á sama tíma og markmiðið um stjórn er skýrt. Stjórnleysi er ekki hagur neins Við blasir að það þarf að vinna eftir skýrri stefnu. Stjórnleysi í útlendingamálum er ekki hagur neins, hvorki Íslendinga né annarra. Það kemur einnig verst niður á þeim sem eru í viðkvæmri stöðu. Útlendingar á íslenskum vinnumarkaði eru margir í viðkvæmri stöðu nú þegar. Nýleg mansalsrannsókn er mikilvæg áminning um það. Ánægjulegt er að sjá að fyrstu viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar virðast almennt góð og stjórnarandstaðan boðar stuðning við afnám sérreglna. Við ætlum ekki að loka landinu – við ætlum hins vegar að opna augun og vinna eftir skýrri stefnu. Og við munum byggja aðgerðir okkar á gögnum og greiningum og taka skynsamleg og markviss skref til að ná stjórn á aðstæðum. Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Síðustu ár hafa útlendingamálin verið eftirlátin jöðrunum í umræðunni og snúist annaðhvort um stjórnleysi eða lokuð landamæri. Svarið liggur hins vegar ekki á jöðrunum heldur á miðjunni: í stefnu sem byggir á að tryggja velferð íbúa til skemmri tíma en ekki síður til framtíðar. Aðfluttir auðga íslenskt mannlíf og gegna mikilvægu hlutverki í ýmsum starfsstéttum. Okkur ber að taka vel á móti því fólki sem hér sest að þannig að fólk njóti raunverulegra tækifæra. Með því að ná stjórn getum við sinnt því hlutverki betur. Við eigum að gera kröfur til þeirra sem setjast hér að og við eigum að gera kröfur til okkar sjálfra. Ég vildi fá yfirsýn yfir stöðuna eftir að ég tók við sem dómsmálaráðherra og lét gera greiningu á dvalarleyfiskerfinu. Fyrstu niðurstöður liggja fyrir en vinna stendur enn yfir. 1. Fimmtánföld fólksfjölgun á við Evrópu Á árunum 2017-2024 fjölgaði íbúum Íslands fimmtánfalt á við Evrópumeðaltal og næstum fjórfalt á við hin Norðurlöndin. Framlag erlendra ríkisborgara til íbúafjölgunar árin 2017-2024 er um 2/3 (68%). Íbúum Íslands hefur fjölgað um rúmlega 50.000 frá 2017. Heimild. Eurostat og Hagstofa Íslands. 2. Hlutfall erlendra ríkisborgara miklu hærra á Íslandi en öðrum Norðurlöndum Hlutfall erlendra ríkisborgara var svipað á Íslandi og á öðrum Norðurlöndum árið 2017. Sjö árum síðar var það orðið langtum hærra. Hlutfall erlendra ríkisborgara er nú um 17% samanborið við 9% á öðrum Norðurlöndum. Heimild. Eurostat og Hagstofa Íslands. 3. 2021-2023: Allt að 64% fleiri dvalarleyfi gefin út á Íslandi Flestir innflytjendur sem hér setjast að koma vegna frjálsra fólksflutninga innan EES. Aðrir setjast hér að gegnum dvalarleyfakerfið og verndarkerfið. Á árunum 2021-2023 voru útgefin allt að 64% fleiri dvalarleyfi á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum í hlutfalli við íbúafjölda hvers lands. Mestur er munurinn á Íslandi samanborið við Noreg. Heimild. Eurostat og Hagstofa Íslands.*Eingöngu fyrstu leyfi. 4. Gjöld fyrir dvalarleyfi langsamlega lægst á Íslandi Gjöld fyrir dvalarleyfi á grundvelli atvinnu eru að meðaltali um 80% lægri á Íslandi en hinum Norðurlöndunum. Algengt verð fyrir dvalarleyfi á Íslandi er 16.000 krónur en allt upp í 170.000 krónur á öðrum Norðurlöndum. Gjaldskrá fyrir dvalarleyfi á Íslandi er sú lægsta í samanburði Norðurlanda í nær öllum flokkum. 5. 388% fleiri útgefin dvalarleyfi til náms samanborið við Noreg Heildarfjöldi dvalarleyfa á Íslandi í lok árs 2024 voru 62% fleiri en í Noregi, í hlutfalli við íbúafjölda. Námsmannaleyfin vekja athygli en fjöldi námsmannaleyfa á Íslandi í lok árs 2024 var 388% hærri en í Noregi í hlutfalli við íbúafjölda. Heimild. Eurostat og Hagstofa Íslands.*Nýjustu tölur Eurostat fyrir Noreg eru frá því í lok árs 2023, ekki er talið líklegt að myndin hafi breyst mikið fram á árið 2024. 6. Ísland auglýst í Nígeríu Hátt í fimm hundruð umsóknir um námsmannaleyfi frá Gana, Nígeríu og Pakistan hafa borist á árinu sem er næstum tvöföldun frá 2024. Hægt er að sækja um dvalarleyfi hér fyrir námsmenn og fjölskyldur þeirra. Við einfalda leit á netinu sést að Ísland er núna auglýst sem „auðvelt land“ þar sem lukkuriddarar bjóða fram ráðgjöf og selja aðstoð sína í þeim efnum. 7. Umsóknum um vernd fer fækkandi Umsóknir um vernd á Íslandi eru margar í hlutfalli við íbúafjölda landsins og mikill fjöldi hefur komið til landsins á fáum árum. Veruleg fækkun varð hins vegar milli áranna 2023 og 2024. Árið 2024 voru umsóknir um vernd á Íslandi um helmingur af umsóknarfjölda 2023. Á fyrri helmingi 2025 hefur Útlendingastofnun borist 629 umsóknir um vernd. Heimild. Verndarsvið Útlendingastofnunar. Margt framundan Á komandi þingvetri mun ég leggja fram tillögur um afnám íslenskra sérreglna í útlendingamálum. Frumvarp hefur verið lagt fram um afnám svokallaðrar 18 mánaða reglu, sem nú veitir sjálfkrafa dvalarleyfi við drátt í málsmeðferð. Frumvarp um afturköllun alþjóðlegrar verndar fyrir þá sem brjóta alvarlega gegn íslenskum lögum verður lagt fram. Frumvarp um brottfarar- og greiningarstöð sömuleiðis. Öllum flugfélögum sem fljúga hingað til lands er nú skylt að afhenda farþegalista skv. nýjum lögum. Ríkisstjórnin horfir til Norðurlanda hvað varðar breytingar í útlendingamálum. Okkar reglur eiga ekki að vera á skjön við reglur nágrannaríkja. Markmiðið um góðar móttökur er skýrt - á sama tíma og markmiðið um stjórn er skýrt. Stjórnleysi er ekki hagur neins Við blasir að það þarf að vinna eftir skýrri stefnu. Stjórnleysi í útlendingamálum er ekki hagur neins, hvorki Íslendinga né annarra. Það kemur einnig verst niður á þeim sem eru í viðkvæmri stöðu. Útlendingar á íslenskum vinnumarkaði eru margir í viðkvæmri stöðu nú þegar. Nýleg mansalsrannsókn er mikilvæg áminning um það. Ánægjulegt er að sjá að fyrstu viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar virðast almennt góð og stjórnarandstaðan boðar stuðning við afnám sérreglna. Við ætlum ekki að loka landinu – við ætlum hins vegar að opna augun og vinna eftir skýrri stefnu. Og við munum byggja aðgerðir okkar á gögnum og greiningum og taka skynsamleg og markviss skref til að ná stjórn á aðstæðum. Höfundur er dómsmálaráðherra.
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun