Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 2. ágúst 2025 11:28 Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell voru mjög náin um árabil. AP/John Minchillo Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta og aðstoðarkona barnaníðingsins Jeffrey Epstein, hefur verið flutt í lágmarksöryggisfangelsi. Fangelsi þetta er í Texas og þykir nokkuð þægilegra en fangelsið sem hún hefur verið í í Flórída. Ekki liggur fyrir af hverju hún var flutt. Maxell var árið 2021 dæmd í tuttugu ára fangelsi fyrir mansal, með því að hafa útvegað Epstein táningsstúlkur til að brjóta á í gegnum árin. Hún hefur afplánað í alríkisfangelsi í Flórída en eins og áður segir hefur hún nú verið flutt í lágmarksöryggis fangabúðir í Texas. Þar sitja inni aðrir fangar eins og Elisabeth Holmes, stofnandi Theranos, og Jen Shah, úr þáttunum The real housewives of Salt Lake city. Fangelsismálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um af hverju Maxwell var flutt milli fangelsa, samkvæmt AP fréttaveitunni. Það sama á við lögmann hennar. Saksóknarar sem sóttu málið gegn henni segja að Epstein hefði ekki getað framið kynferðisbrot sín án aðstoðar Maxwell. Lögmenn hennar hafa þó haldið því fram að hún hafi ekki fengið sanngjörn réttarhöld og hafa lagt til að hún verði náðuð af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Trump sagði í gær að honum hefði ekki borist beiðni um að náða Maxwell. Hann sagðist í raun ekkert vita um málið en tók fram að hann hefði valdið til að náða hana og aðra. Hann hefði margsinnis náðað fólk áður. Meðal annars hefur Trump náðað fógeta sem dæmdur var í fangelsi fyrir mútuþægni og spillingu, Ross Ulbricht sem stofnaði vefinn Silk Road þar sem fíkniefni og annar ólöglegur varningur gekk kaupum og sölum á huldunetinu, alla stuðningsmenn sína sem dæmdir voru vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og stríðsglæpamenn, svo einhverjir séu nefndir. Question: Is clemency on the table for Ghislaine Maxwell in exchange for her testimony?Trump: I’m allowed to do it… I don’t know anything about it. pic.twitter.com/mxGdM0qdTy— Acyn (@Acyn) August 2, 2025 Mál Epstein og Maxwell er mikið milli tannanna á fólki vestanhafs þessa dagana. Það er að miklu leyti vegna þess að ríkisstjórn Trumps hefur ekki viljað opinbera gögn sem tengjast rannsókninni gegn þeim, eins og Trump og aðrir í ríkisstjórn hans höfðu ítrekað lofað að gera. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug tengdar Epstein á undanförnum árum. Þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu en ekki svipt sig lífi. Meðal samsæriskenninganna sem tengjast Epstein er að hann hafi átt lista yfir áhrifamikla menn í Bandaríkjunum sem hafi misnotað stúlkur með honum og á eyju hans. Þetta er meðal ástæðna þess að mál Maxwell hefur flotið aftur upp á yfirborðið. Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna fundaði með henni á dögunum og leiðtogar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa einnig sagst vilja ræða við hana. Lögmaður Maxwell hefur sagt að það komi til greina en að hún vilji friðhelgi frá frekari lögsóknum áður en hún svarar spurningum þingmanna. Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Maxell var árið 2021 dæmd í tuttugu ára fangelsi fyrir mansal, með því að hafa útvegað Epstein táningsstúlkur til að brjóta á í gegnum árin. Hún hefur afplánað í alríkisfangelsi í Flórída en eins og áður segir hefur hún nú verið flutt í lágmarksöryggis fangabúðir í Texas. Þar sitja inni aðrir fangar eins og Elisabeth Holmes, stofnandi Theranos, og Jen Shah, úr þáttunum The real housewives of Salt Lake city. Fangelsismálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um af hverju Maxwell var flutt milli fangelsa, samkvæmt AP fréttaveitunni. Það sama á við lögmann hennar. Saksóknarar sem sóttu málið gegn henni segja að Epstein hefði ekki getað framið kynferðisbrot sín án aðstoðar Maxwell. Lögmenn hennar hafa þó haldið því fram að hún hafi ekki fengið sanngjörn réttarhöld og hafa lagt til að hún verði náðuð af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Trump sagði í gær að honum hefði ekki borist beiðni um að náða Maxwell. Hann sagðist í raun ekkert vita um málið en tók fram að hann hefði valdið til að náða hana og aðra. Hann hefði margsinnis náðað fólk áður. Meðal annars hefur Trump náðað fógeta sem dæmdur var í fangelsi fyrir mútuþægni og spillingu, Ross Ulbricht sem stofnaði vefinn Silk Road þar sem fíkniefni og annar ólöglegur varningur gekk kaupum og sölum á huldunetinu, alla stuðningsmenn sína sem dæmdir voru vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og stríðsglæpamenn, svo einhverjir séu nefndir. Question: Is clemency on the table for Ghislaine Maxwell in exchange for her testimony?Trump: I’m allowed to do it… I don’t know anything about it. pic.twitter.com/mxGdM0qdTy— Acyn (@Acyn) August 2, 2025 Mál Epstein og Maxwell er mikið milli tannanna á fólki vestanhafs þessa dagana. Það er að miklu leyti vegna þess að ríkisstjórn Trumps hefur ekki viljað opinbera gögn sem tengjast rannsókninni gegn þeim, eins og Trump og aðrir í ríkisstjórn hans höfðu ítrekað lofað að gera. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug tengdar Epstein á undanförnum árum. Þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu en ekki svipt sig lífi. Meðal samsæriskenninganna sem tengjast Epstein er að hann hafi átt lista yfir áhrifamikla menn í Bandaríkjunum sem hafi misnotað stúlkur með honum og á eyju hans. Þetta er meðal ástæðna þess að mál Maxwell hefur flotið aftur upp á yfirborðið. Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna fundaði með henni á dögunum og leiðtogar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa einnig sagst vilja ræða við hana. Lögmaður Maxwell hefur sagt að það komi til greina en að hún vilji friðhelgi frá frekari lögsóknum áður en hún svarar spurningum þingmanna.
Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira