Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 2. ágúst 2025 11:28 Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell voru mjög náin um árabil. AP/John Minchillo Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta og aðstoðarkona barnaníðingsins Jeffrey Epstein, hefur verið flutt í lágmarksöryggisfangelsi. Fangelsi þetta er í Texas og þykir nokkuð þægilegra en fangelsið sem hún hefur verið í í Flórída. Ekki liggur fyrir af hverju hún var flutt. Maxell var árið 2021 dæmd í tuttugu ára fangelsi fyrir mansal, með því að hafa útvegað Epstein táningsstúlkur til að brjóta á í gegnum árin. Hún hefur afplánað í alríkisfangelsi í Flórída en eins og áður segir hefur hún nú verið flutt í lágmarksöryggis fangabúðir í Texas. Þar sitja inni aðrir fangar eins og Elisabeth Holmes, stofnandi Theranos, og Jen Shah, úr þáttunum The real housewives of Salt Lake city. Fangelsismálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um af hverju Maxwell var flutt milli fangelsa, samkvæmt AP fréttaveitunni. Það sama á við lögmann hennar. Saksóknarar sem sóttu málið gegn henni segja að Epstein hefði ekki getað framið kynferðisbrot sín án aðstoðar Maxwell. Lögmenn hennar hafa þó haldið því fram að hún hafi ekki fengið sanngjörn réttarhöld og hafa lagt til að hún verði náðuð af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Trump sagði í gær að honum hefði ekki borist beiðni um að náða Maxwell. Hann sagðist í raun ekkert vita um málið en tók fram að hann hefði valdið til að náða hana og aðra. Hann hefði margsinnis náðað fólk áður. Meðal annars hefur Trump náðað fógeta sem dæmdur var í fangelsi fyrir mútuþægni og spillingu, Ross Ulbricht sem stofnaði vefinn Silk Road þar sem fíkniefni og annar ólöglegur varningur gekk kaupum og sölum á huldunetinu, alla stuðningsmenn sína sem dæmdir voru vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og stríðsglæpamenn, svo einhverjir séu nefndir. Question: Is clemency on the table for Ghislaine Maxwell in exchange for her testimony?Trump: I’m allowed to do it… I don’t know anything about it. pic.twitter.com/mxGdM0qdTy— Acyn (@Acyn) August 2, 2025 Mál Epstein og Maxwell er mikið milli tannanna á fólki vestanhafs þessa dagana. Það er að miklu leyti vegna þess að ríkisstjórn Trumps hefur ekki viljað opinbera gögn sem tengjast rannsókninni gegn þeim, eins og Trump og aðrir í ríkisstjórn hans höfðu ítrekað lofað að gera. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug tengdar Epstein á undanförnum árum. Þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu en ekki svipt sig lífi. Meðal samsæriskenninganna sem tengjast Epstein er að hann hafi átt lista yfir áhrifamikla menn í Bandaríkjunum sem hafi misnotað stúlkur með honum og á eyju hans. Þetta er meðal ástæðna þess að mál Maxwell hefur flotið aftur upp á yfirborðið. Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna fundaði með henni á dögunum og leiðtogar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa einnig sagst vilja ræða við hana. Lögmaður Maxwell hefur sagt að það komi til greina en að hún vilji friðhelgi frá frekari lögsóknum áður en hún svarar spurningum þingmanna. Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Maxell var árið 2021 dæmd í tuttugu ára fangelsi fyrir mansal, með því að hafa útvegað Epstein táningsstúlkur til að brjóta á í gegnum árin. Hún hefur afplánað í alríkisfangelsi í Flórída en eins og áður segir hefur hún nú verið flutt í lágmarksöryggis fangabúðir í Texas. Þar sitja inni aðrir fangar eins og Elisabeth Holmes, stofnandi Theranos, og Jen Shah, úr þáttunum The real housewives of Salt Lake city. Fangelsismálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um af hverju Maxwell var flutt milli fangelsa, samkvæmt AP fréttaveitunni. Það sama á við lögmann hennar. Saksóknarar sem sóttu málið gegn henni segja að Epstein hefði ekki getað framið kynferðisbrot sín án aðstoðar Maxwell. Lögmenn hennar hafa þó haldið því fram að hún hafi ekki fengið sanngjörn réttarhöld og hafa lagt til að hún verði náðuð af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Trump sagði í gær að honum hefði ekki borist beiðni um að náða Maxwell. Hann sagðist í raun ekkert vita um málið en tók fram að hann hefði valdið til að náða hana og aðra. Hann hefði margsinnis náðað fólk áður. Meðal annars hefur Trump náðað fógeta sem dæmdur var í fangelsi fyrir mútuþægni og spillingu, Ross Ulbricht sem stofnaði vefinn Silk Road þar sem fíkniefni og annar ólöglegur varningur gekk kaupum og sölum á huldunetinu, alla stuðningsmenn sína sem dæmdir voru vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og stríðsglæpamenn, svo einhverjir séu nefndir. Question: Is clemency on the table for Ghislaine Maxwell in exchange for her testimony?Trump: I’m allowed to do it… I don’t know anything about it. pic.twitter.com/mxGdM0qdTy— Acyn (@Acyn) August 2, 2025 Mál Epstein og Maxwell er mikið milli tannanna á fólki vestanhafs þessa dagana. Það er að miklu leyti vegna þess að ríkisstjórn Trumps hefur ekki viljað opinbera gögn sem tengjast rannsókninni gegn þeim, eins og Trump og aðrir í ríkisstjórn hans höfðu ítrekað lofað að gera. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug tengdar Epstein á undanförnum árum. Þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu en ekki svipt sig lífi. Meðal samsæriskenninganna sem tengjast Epstein er að hann hafi átt lista yfir áhrifamikla menn í Bandaríkjunum sem hafi misnotað stúlkur með honum og á eyju hans. Þetta er meðal ástæðna þess að mál Maxwell hefur flotið aftur upp á yfirborðið. Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna fundaði með henni á dögunum og leiðtogar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa einnig sagst vilja ræða við hana. Lögmaður Maxwell hefur sagt að það komi til greina en að hún vilji friðhelgi frá frekari lögsóknum áður en hún svarar spurningum þingmanna.
Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira