Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. ágúst 2025 09:00 Styrmir Snær Þrastarson er klár í slaginn fyrir EM. Vísir/Ívar Landsliðsmaðurinn Styrmir Snær Þrastarson kveðst hafa fengið vægt sjokk og síminn hafi logað þegar ranglega var greint frá því að hann hefði samið við Íslandsmeistara Stjörnunnar. Hann er á leið til Spánar í haust en öll hans einbeiting er á komandi Evrópumóti. „Þetta er mjög spennandi. Maður er búinn að bíða eftir þessu lengi og gerir allt til að vera í sem bestu standi,“ segir Styrmir Snær sem hefur verið duglegur að æfa hér heima í sumar ásamt fleirum úr landsliðinu. Áður en kom að formlegum æfingum í síðustu viku hafa landsliðsmenn hist reglulega að halda sér við í sumar. „Það er bara búið að vera mjög gott, að æfa mikið og recovera þess á milli. Svo erum við komnir hérna allir saman og þetta er búið að vera mjög gaman, fyrsta vikan,“ „Maður var bara eitthvað úti að hlaupa og fara í körfu með flestum af þessum strákum hérna í Reykjavík. Svo var maður duglegur að fara inn í hús að skjóta líka. Menn hafa verið að hittast hérna að lyfta og skjóta saman.“ Upprunalegur æfingahópur taldi 22 manns en aðeins 12 fara á mótið. Til þess að komast á EM þarf hins vegar að keppa við félaga og góða vini. „Þetta eru flest allt góðir vinir manns. Það er leiðinlegt að vera að keppast um þetta við þá. En maður þarf að gera allt til þess að vera í hópnum,“ segir Styrmir. Sagður hafa samið heima Styrmir er þá búinn að finna sér nýtt lið eftir að hafa leikið með liði Belfius Mons í Belgíu undanfarin tvö tímabil. Hann var orðaður við heimkomu en hefur samið við Zamora á Spáni. „Þetta var búið að vera erfitt sumar að finna sér lið. En maður vissi svo sem alltaf að maður væri að fara að vera áfram úti. Þetta var spurning um að fá rétta tilboðið og mér líst mjög vel á þetta,“ segir Styrmir. Fyrr í sumar hafði því verið slegið sem föstu að Styrmir væri orðinn leikmaður Stjörnunnar. Það átti ekki við rök að styðjast og fékk hann vægt áfall þegar tíðindin blöstu við. „Ég vaknaði úr einhverri lögn og þá var ég bara búinn að semja í Reykjavík og með fullt af missed calls og svona. En ég var ekkert búinn að semja hér. Það var ekkert til í því,“ segir Styrmir léttur. Þrátt fyrir spennuna fyrir nýrri áskorun á Spáni en hugurinn er þó ekki kominn þangað. „Fyrst er EM. Ég er ekkert að hugsa að hugsa um Spán núna, ég er bara að hugsa um íslenska landsliðið,“ segir Styrmir brosandi. Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Samkeppni við félaga og vini Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir það jákvætt að svo margir leikmenn séu nálægt því að komast í lokahópinn fyrir EM sem fram fer í Kýpur, Finnlandi, Póllandi og Lettlandi. Hann segist ekki hafa séð viðtalið sem Kristófer Acox fór í og hafði lítið um það að segja. 29. júlí 2025 19:31 Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu 14 leikmenn íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fara með liðinu til Ítalíu um helgina að taka þátt í æfingamóti fyrir komandi Evrópumót. Þrír í 17 manna æfingahópi Íslands verða því eftir á Íslandi. 31. júlí 2025 14:06 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira
„Þetta er mjög spennandi. Maður er búinn að bíða eftir þessu lengi og gerir allt til að vera í sem bestu standi,“ segir Styrmir Snær sem hefur verið duglegur að æfa hér heima í sumar ásamt fleirum úr landsliðinu. Áður en kom að formlegum æfingum í síðustu viku hafa landsliðsmenn hist reglulega að halda sér við í sumar. „Það er bara búið að vera mjög gott, að æfa mikið og recovera þess á milli. Svo erum við komnir hérna allir saman og þetta er búið að vera mjög gaman, fyrsta vikan,“ „Maður var bara eitthvað úti að hlaupa og fara í körfu með flestum af þessum strákum hérna í Reykjavík. Svo var maður duglegur að fara inn í hús að skjóta líka. Menn hafa verið að hittast hérna að lyfta og skjóta saman.“ Upprunalegur æfingahópur taldi 22 manns en aðeins 12 fara á mótið. Til þess að komast á EM þarf hins vegar að keppa við félaga og góða vini. „Þetta eru flest allt góðir vinir manns. Það er leiðinlegt að vera að keppast um þetta við þá. En maður þarf að gera allt til þess að vera í hópnum,“ segir Styrmir. Sagður hafa samið heima Styrmir er þá búinn að finna sér nýtt lið eftir að hafa leikið með liði Belfius Mons í Belgíu undanfarin tvö tímabil. Hann var orðaður við heimkomu en hefur samið við Zamora á Spáni. „Þetta var búið að vera erfitt sumar að finna sér lið. En maður vissi svo sem alltaf að maður væri að fara að vera áfram úti. Þetta var spurning um að fá rétta tilboðið og mér líst mjög vel á þetta,“ segir Styrmir. Fyrr í sumar hafði því verið slegið sem föstu að Styrmir væri orðinn leikmaður Stjörnunnar. Það átti ekki við rök að styðjast og fékk hann vægt áfall þegar tíðindin blöstu við. „Ég vaknaði úr einhverri lögn og þá var ég bara búinn að semja í Reykjavík og með fullt af missed calls og svona. En ég var ekkert búinn að semja hér. Það var ekkert til í því,“ segir Styrmir léttur. Þrátt fyrir spennuna fyrir nýrri áskorun á Spáni en hugurinn er þó ekki kominn þangað. „Fyrst er EM. Ég er ekkert að hugsa að hugsa um Spán núna, ég er bara að hugsa um íslenska landsliðið,“ segir Styrmir brosandi. Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Samkeppni við félaga og vini
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir það jákvætt að svo margir leikmenn séu nálægt því að komast í lokahópinn fyrir EM sem fram fer í Kýpur, Finnlandi, Póllandi og Lettlandi. Hann segist ekki hafa séð viðtalið sem Kristófer Acox fór í og hafði lítið um það að segja. 29. júlí 2025 19:31 Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu 14 leikmenn íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fara með liðinu til Ítalíu um helgina að taka þátt í æfingamóti fyrir komandi Evrópumót. Þrír í 17 manna æfingahópi Íslands verða því eftir á Íslandi. 31. júlí 2025 14:06 Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira
„Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir það jákvætt að svo margir leikmenn séu nálægt því að komast í lokahópinn fyrir EM sem fram fer í Kýpur, Finnlandi, Póllandi og Lettlandi. Hann segist ekki hafa séð viðtalið sem Kristófer Acox fór í og hafði lítið um það að segja. 29. júlí 2025 19:31
Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu 14 leikmenn íslenska karlalandsliðsins í körfubolta fara með liðinu til Ítalíu um helgina að taka þátt í æfingamóti fyrir komandi Evrópumót. Þrír í 17 manna æfingahópi Íslands verða því eftir á Íslandi. 31. júlí 2025 14:06